Hrós!

Ţađ er auđvelt ađ vera neikvćđur á tímum Hruns og Kreppu, en sumir einstaklingar og stofnanir eru samt ađ standa sig afar vel, og ţeim ber ađ hrósa. Ţađ vil ég gera í ţessari fćrslu.

Vil ég hrósa Birni L. Bergssyni, settum ríkissaksóknara fyrir ađ gera lítiđ úr ákćru Fjármálaeftirlitsins á hendur rannsóknarblađamönnum sem hafa veriđ ađ upplýsa ţjóđina um svik og pretti innan fjármálakerfisins. Fjármálaeftirlitiđ má hins vegar hugsa sinn gang, ţar sem ađ menn virđast hafa meiri áhuga á lagabókstöfum en framgangi réttlćtis.

Vil ég einnig hrósa Jóhönnu Sigurđardóttur fyrir ađ veita ekki of mörg fjölmiđlaviđtöl, en einbeita sér ţess í stađ ađ ţví sem skiptir mestu máli til ađ ná árangri í vinnunni. Hún virđist nćm fyrir ástandinu og er ađ leita leiđa til ađ bćta stöđuna, en hefur ţví miđur ekki beint sjónum sínum ađ hinum grafalvarlega vanda heimila sem eru ađ sligast undan auknu álagi, og ţeim sem ţegar eru hrunin. Jóhanna bauđ sig fram í starf á augnabliki ţegar hún var álitinn nánast dýrlingur af fjölmörgu fólki, en hún mátti vita ađ hún vćri ađ leggja í leiđangur sem yrđi erfiđur og ađ á leiđinni myndu vinsćldirnar hrynja af henni. Ég dáist ađ henni fyrir ađ halda sínu striki, ţó ađ ekki geti ég sagt ađ ég dýrki hana. 

Reyndar kom mér svolítiđ á óvart afsökunarbeiđni Jóhönnu í tengslum viđ heimili sem börn voru send á, og áttađi mig ekki alveg á af hverju ţetta skaut upp kollinum eins og álfur út úr hól, en svo sá ég spurningalista Evrópusambandsins og las um mikilvćgi mannréttinda, sem er nokkuđ sem Íslendingar hafa ekki veriđ duglegastir allra ţjóđa ađ verja, en ég get ímyndađ mér ađ ţetta mál verđi hćgt ađ nota til ađ sýna áhuga ríkisstjórnarinnar á mannréttindum.

Einnig vil ég hrósa mínum kćra vini Sćbergi Sigurđssyni sem sigrađi á atskákmóti Hellis síđastliđinn mánudag. Ţar fer toppmađur, snillingur á mörgum sviđum.

Ţađ er hćgt ađ hrósa fullt af fólki. Egill Helgason og Lára Hanna eru líka mjög ofarlega á listanum.

Verkefni: veltu fyrir ţér hverjir hafa veriđ ađ gera góđa hluti ađ ţínu mati ađ undanförnu, og hafđu sérstaklega fyrir ţeim ađ hrósa ţeim á einhvern hátt. Hrósađu ţeim almennilega. Fólki veitir ekki af svona rétt fyrir veturinn.


Bloggfćrslur 10. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband