Er rangt að segja það sem satt reynist?

Frjálsir fjölmiðlar geta verið góðir eða slæmir, en það er nánast öruggt að án frelsis verða fjölmiðlar aldrei neitt annað en slæmir. (Albert Camus) 

Þessar upplýsingar máttu ekki leka út úr Kaupþingi, og fréttastofu RÚV bannað að nota þær til að upplýsa þjóðina. 

Þegar sett er lögbann á fréttaflutning fréttastofu Ríkisútvarpsins, hlýtur maður að velta fyrir sér hvaða hagsmunir eru settir í forgang. Eru það sömu hagsmunir og hafa kerfisbundið verið í forgangi síðan bankahrunið átti sér stað og hinn almenni íslenski launamaður á að borga möglunarlaust?

Ríkjandi stjórnvöld hafa að mínu mati ekki starfað með almannahag í forgangi frekar en síðasta ríkisstjórn, heldur hafa þau með eða óvitað styrkt stoðir undir áframhaldandi fjármálasvik og pretti, með því að setja ekki nógu mikinn kraft í rannsóknir á landráði því sem átt hefur stað, og með því að berjast ekki með kjafti og klóm fyrir orðspori þjóðarinnar erlendis - og í stað þess að þakka Evu Joly fyrir góða grein um ástandið, hallmæla henni fyrir skoðanir hennar. 

Ljóst að þörf er á endurmati lífsgæða og gilda á Íslandi, og hugsanlega regluverkinu öllu, og einhvern veginn frelsa almenning undan oki þeirra sem skófla takmörkuðum auði þjóðarinnar til sín og sinna án þess að bera nokkuð skynbragð eða áhuga á almannahag. 

Hugsaðu sjálfstætt og leyfðu öðrum að njóta sömu forréttinda. (Voltaire) 

mbl.is Lögbanni mögulega hnekkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband