110 ára í dag: Alfred Hitchcock (1899-1980)

hitchcock_1

Einn af bestu leikstjórum sögunnar. Honum tókst að koma hinum venjulega meðal-jóni í slík vandræði að maður gat ekki annað en fylgst með á sætisbrúninni, og getur það ekki enn setji maður einn af diskunum hans í græjurnar.

Hér eru myndir Hitchcock sem fá hæstu einkunn á IMDB, með stuttri umfjöllun eftir mig um þær myndir sem ég hef séð (7/10):

 

(8.80) - Rear Window (1954)

James Stewart leikur fótbrotinn ævintýramann og ljósmyndara sem þarf að láta sér leiðast á heitum sumardögum í íbúð sinni í borginni. Hann fer að fylgjast með nágrönnunum, og smám saman vex með honum sá grunur að einn þeirra sé kaldrifjaður morðingi. Hann ákveður að koma upp um hann og fær kærustu sína, leikna af Grace Kelly, til að njósna um manninn og leita sönnunargagna.

 

(8.70) - Psycho (1960)

Anthony Perkins leikur Norman Bates, einmana mann sem rekur mótel. Gestir mótelsins eru myrtir af dularfullri veru, sem gæti verið Norman, móðir hans eða einhver annar geðveikur morðingi. Án Psycho hefðu þeir aldrei getað gert Friday the 13th, Halloween, Nightmare on Elm Street, Scream og allar þær hrollvekjur sem byggja á því að forhertur morðingi sitji um saklaust fólk.

 

(8.60) - Vertigo (1958)

James Stewart lék í mörgum mynd Hitchcock, og var alltaf góður. Hér leikur hann fyrrum lögreglumann sem þjáist af sjúklegri lofthræðslu eftir að eltingarleikur á húsþaki endaði illa. Hann gerist einkaspæjari og fær undarlegt mál upp í hendurnar þar sem hann grunar að einhver hafi verið myrtur, en hann veit ekki alveg hver hefur verið myrtur, hver morðinginn er eða af hverju það ætti að hafa verið framið morð yfir höfuð, en hann þarf að takast á við eigin lofthræðslu yfir hyldýpi ráðgátunnar til að leysa málið farsællega.

 

(8.60) - North by Northwest (1959)

Cary Grant er markaðsfræðingur á vitlausum stað og vitlausum tíma. Hann blandast inn í alþjóðlegt njósnasamsæri, þar sem njósnarar telja hann vera ofurnjósnara sem í raun er ekki til, en hann þarf samt að standa sig í hlutverki þessa ofurnjósnara til að hreinsa nafn sitt og lifa hremmingarnar af. Á ævintýrum sínum kynnist hann spennandi konu leikinni af Eva Marie-Saint, sem reynist allt annað en dýrlingur. Eftirminnileg atriði eru þegar Cary þarf að hlaupa yfir maísakur á flótta undan flugvél, og slagsmál á nefum forsetanna í Mount Rushmore.

 

(8.40) - Rebecca (1940)

Hitchcock fékk óskarinn fyrir þessa, og Rebecca var valin mynd ársins 1940. Laurence Olivier leikur glaumgosa sem finnur sér unga eiginkonu leikna af Jane Fontaine á frönsku ríveríunni, en þegar heim er komið í glæsivillu Olivier kemur í ljós að fyrri eiginkona hans hvarf á dularfullan hátt og að minningu hennar er haldið hátt á lofti í húsinu, þannig að Jane þarf loks að óttast um líf sitt þegar andi Rebeccu (samt ekki sem draugur) snýst gegn henni.


(8.30) - Notorious (1946)

Ein af örfáum myndum Hitchcock sem ég hef ekki séð, en ætla að bæta úr því í dag, að tilefni dagsins. Ingrid Bergman og Claude Rains fara með stór hlutverk í þessari nasista- og njósnamynd, en Cary Grant leikur aðalhlutverkið. Get varla beðið eftir að horfa á hana.

notorious

 

(8.30) - Strangers on a Train (1951)

Önnur af 10 sem ég hef ekki séð. Greinilegt að ég hef skemmtilegt verkefni framundan.

train

 

(8.20) - Shadow of a Doubt (1943)

Joseph Cotten leikur dularfullan frænda sem virðist hafa dularfulla fortíð og kemur fjölskyldulífi í uppnám og þeytir þeim úr úr hversdagsleika úthverfanna.

Shadow_of_a_Doubt_stort

 

(8.20) - The Lady Vanishes (1938)

Enn ein myndin sem ég hef ekki séð, en mun bæta fljótlega upp.

 

(8.10) - Rope (1948)

Tveir yfirburðargreindir nemendur myrða mann og reyna að komast upp með það, en kennari þeirra leikinn af James Stewart reynist þeim frekar erfiður fjötur um fót í tilraun þeirra til að fremja hinn fullkomna glæp.

 

Merkilegt samt að eftirlætis Hitchcock myndin mín er í 30. sæti listans yfir bestu myndir leikstjórans þar sem læknir leikinn af James Stewart og eiginkona hans, söngkona leikin af Doris Day blandast inn í alþjóðlega svikamyllu þegar syni þeirra er rænt í Marokkó. Leikurinn berst til Lundúna, en einn af lykilkarakterum myndarinnar er lagið "Que sera sera", eða "Hvað sem verður, verður".

(7.50) - The Man Who Knew Too Much (1956)

 


Húmor: Hvað er eiginlega að Íslendingum og öllum hinum?

Hvernig verður spilling til og sú trú að við eigum að misnota kerfið okkur í hag?

CH940127

 

Gerir ríkidæmi þig að guðlegri veru sem getur leikið sér að örlögum fólks?

bill4

 

Hugarfar hamingjunnar, verst að í stað þess einfaldlega að leggjast í grasið og njóta náttúrunnar þurfti að kaupa grasið og horfa á stráka hlaupa eftir tuðru þrisvar í viku:

CH860417

 

Skilanefndir banka og þingmenn sem gera ICESAVE samninga eru bara að vinna vinnuna sína:

jon2

 

Tilgangurinn helgar meðalið:

 

Allar myndir fengnar af vefsíðunni 25 Great Calvin and Hobbes Strips. Ég mæli með Calvin og Hobbes, ekki bara til skemmtunar, heldur til að hrista aðeins upp í gráu sellunum.  Ég ákvað að smækka ekki myndirnar þó að þær leki út fyrir ramma bloggsíðurnar. 

Pældu í þessu...


Bloggfærslur 13. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband