Evrópusambandsaðild: Loks vonarneisti fyrir íslenska þjóð?

Umsókn um ESB er að mínu mati það allra besta sem Íslendingar geta gert í núverandi stöðu. Það hefði reyndar verið betra að vera búin að sækja um fyrir löngu, til þess að gera hagsmunaspillingu íslenskrar pólitíkur erfiðari og langsóttari.

Ég veit að þátttaka í ESB einkennist af skrifræði, en einnig mun íslensk þjóð eiga auðveldara með að sækja pólitískan rétt sinn. Það verður áhugavert að sjá hvaða áhrif þessi aðild mun hafa á kvótakerfið, auðhringana og hagsmunatengsl stjórnmálamanna við atvinnulífið.

Einnig verður áhugavert að sjá hvort að samninganefnd Íslendinga muni koma fram fyrir hönd þjóðarinnar, eða einungis hluta hennar. Nú gæti einnig gefist kjörið tækifæri til að losna bæði við krónuna og verðtrygginguna.

Vissulega hafa sumir hagsmunaaðilar í landbúnaði áhyggjur af því að missa einokunartök, og þurfa hugsanlega að horfa fram á erfiðar breytingar, sem munu þó væntanlega skila sér fyrst og fremst í auknum þrýstingi á lægra vöruverð í íslenskum landbúnaði, meiri gæði og aukið framleiðslumagn.  

Þetta er skref í rétta átt, en það eru ennþá mörg ljón á þyrnistráðum veginum.

Ég átti alveg eins von á að aðildarviðræður yrðu ekki samþykktar. Nú vil ég óska Jóhönnu Sigurðardóttur og Alþingi til hamingju með þetta mikilvæga skref í átt til hins nýja sjálfstæðis íslensku þjóðarinnar.


mbl.is Yfirlýsing forsætisráðherra um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband