Angels & Demons (2009) *
5.6.2009 | 18:11
Angels & Demons er nánast sama kvikmynd og Da Vinci Code međ einni undantekningu. Tom Hanks var nánast óţolandi í ađalhlutverkinu í fyrri myndinni, en í ţessari framhaldsmynd er hann ferskari. Eins og í hinni myndinni er hann ađ eltast viđ listaverk, nú í Róm og Vatíkaninu í stađ Parísar. Og fyrir hina nýungagjörnu og til ađ vera sanngjarn, ţá er hann ekki ađ leita vísbendinga í málverkum, heldur styttum.
Ţađ er eitt gott atriđi í myndinni ţar sem ađalhetjan ţarf ađ berjast gegn afleiđingar rafmagnsleysis í bókasafni Vatíkansins! Ţetta er svona ráđgátumynd fyrir fólk sem nennir ekki ađ hugsa. Hefđi haldiđ ađ ţađ vćri mótsögn í sjálfu sér.
Ég var búinn ađ átta mig á hver var sá vondi og af hverju hann átti ađ vera vondur á fyrstu 5 mínútunum. Einfalt: hin róttćka ćska, međ frjálslyndar hugsjónir og tilhneigingar til ađ breyta mörg hundruđ ára klerkakerfi er hin mikla ógn og illska, sem vogar sér ađ nota gervivísindi um andefni til ađ ógna Vatíkaninu. Svona eins og tíđarandinn 2007 gegn innihaldslausum hefđum og jafn tilgangslausri pólitík. Ég satt best ađ segja nenni ekki ađ skrifa meira um ţessa mynd. Ţađ er álíka spennandi ađ skrifa um ţessa kvikmynd og vatnsglas sem setiđ hefur ţrjá sólarhringa á eldhúsborđi í sólarljósi.
Nei. Viđ nánari umhugsun. Ţađ vćri meira spennandi ađ skrifa um glasiđ. Samt er myndin alls ekki illa gerđ. Hún er bara tilgangslaus, móđgun viđ fólk sem hugsar og leiđinleg ađ mati áhorfanda sem leiđist afar sjaldan, yfirleitt sama hversu léleg myndin er.
Jafnvel Pathfinder, sem gnćfir yfir allar lélegustu myndir ţessa áratugar sem fyrirmynd lélegrar kvikmyndagerđar sem fćr birtingu í bíó, var nokkuđ skemmtileg til samanburđar.
David Carradine finnst látinn í Bangkok - vinir hans telja ekki um sjálfsvíg ađ rćđa
5.6.2009 | 10:49
David Carradine sem lék svo eftirminnilega Bill í Kill Bill tvíleik Quentin Tarantino fannst látinn á hótelherbergi sínu í Bangkok í fyrradag. Andlátiđ vekur mikla furđu hjá vinum hans, og aftaka ţeir ađ um sjálfsvíg hafi veriđ ađ rćđa, enda hafi ferill Carradine veriđ kominn á mikiđ skriđ á ný, hann hafi veriđ hamingjusamur međ eiginkonu og börnum, og sífellt sprottiđ upp úr honum viskukorn um lífiđ og tilveruna. Mikiđ verđur spáđ í orsök dauđa hans á nćstu misserum.
Ţađ var viđtal viđ nokkra vini Carradine á Larry King hjá CNN í gćrkvöldi, ţar sem međal annarra voru til viđtals ţeir Tarantino, Michael Madsen og Rob Schneider. Sá síđastnefndi talađi um viđeigandi andlát, ţar sem ađ stćrsta eftirsjá David Carradine hafđi veriđ ađ taka ađalhlutverkiđ í sjónvarpsţáttunum Kung Fu, sem höfđu upphaflega veriđ hugmynd Bruce Lee, sem hafđi ekki fengiđ hlutverkiđ vegna kynţáttar, en Bruce Lee lét einnig lífiđ á dularfullan hátt.
Leikferill Carradine spannar 222 hlutverk frá 1963. Hann var 72 ára gamall og ennţá í fullu fjöri, ađ sögn vina og samstarfsfélaga.