Unglingadeild Leikfélags Kópavogs: Viltu vera vinur minn á Facebook?
7.4.2009 | 21:26

Í kvöld fór ég á ţriđju sýningu Unglingadeildar Leikfélags Kópavogs, sem tólf stúlkur og leikstjórinn sömdu og settu upp á ađeins fimm vikum. Ţađ var uppselt á sýninguna og bćta ţurfti viđ stólum til ađ allir kćmust ađ.
Sýningin sjálf er afar skemmtileg, međ eftirminnilegum söngvum og dansi, góđri notkun á hátćkni sem fléttađ er vel inn í sýninguna, miklum og góđum húmor og smá melódrama.
Sagan fjallar um BootCamp ţjálfarann Diljá (María Björt Ármannsdóttir) og vinkonur hennar, um hvernig hún verđur háđ Facebook eftir ađ hafa fengiđ ţá hugdettu ađ leita föđur síns á ţessu ágćta tenglaneti. Ţađ vill ekki betur til en svo ađ hún ánetjast leikjum og vinasöfnum á síđunni. Vinkonur hennar og námsráđgjafi hafa áhyggjur, skvísuklíka slúđrar, og líf hennar endar í mikilli óreglu.
Ţađ er eins og himnarnir séu ađ hrynja yfir Diljá, og eina von hennar til ađ ná aftur tökum á lífinu er ađ vinir hennar standi viđ hliđ hennar ţrátt fyrir stöđuga höfnun af hennar hendi. Og svo er ţađ spurningin um hvort henni takist ađ finna föđur sinn.
Ţarna er afar vel ađ verki stađiđ og ljóst ađ ţeir sem hafa áhuga á leiklist ćttu ađ óska eftir fleiri sýningum, en ég veit ađ ţetta átti ađ vera lokasýningin.
Sýningin byrjar reyndar strax og áhorfendur koma inn í leikhúsiđ, ţar sem leikarar taka vel á móti ţeim á frumlegan og skemmtilegan máta.
Anna Brynja Baldursdóttir leikstýrir.
Leikarar:
- Agnes Engilráđ Scheving
- Alda Björk Harđardóttir
- Anna Kristjana Ó. Hjaltested
- Dagbjört Rós Kristinsdóttir
- Elísabet Skagfjörđ
- Hulda Hvönn Kristinsdóttir
- Helga Ţórđardóttir
- Júlíanna Ósk Einarsdóttir
- Lovísa Ţorsteinsdóttir
- María Björt Ármannsdóttir
- Sigrún Gyđa Sveinsdóttir
Afar flott og skemmtileg sýning, og ţađ ađ uppsetning hennar međ ritun handrits og öllu skipulagi hafi ađeins tekiđ fimm vikur, ţarf ekki ađ nota sem réttlćtingu, heldur stendur sýningin á eigin fótum sem góđ skemmtun ţrátt fyrir stuttan undirbúning.
Ţađ verđur spennandi ađ fylgjast međ hvort ađ hópurinn muni bćta viđ sýningum. Ţađ verđur reyndar aukasýning 9. maí í tengslum viđ Kópavogsdaga. Um ađ gera fyrir fólk ađ hafa samband viđ leikhúsiđ og panta miđa. Ţađ kostar ekki nema kr. 1000 á sýninguna, og gaman jafnvel ađ taka börn međ.
Áhugasamir geta haft samband viđ Leikfélag Kópavogs á midasala@kopleik.is eđa í síma 823 9700.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:49 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Stallone og Schwarzenegger loks saman í hasarmynd
7.4.2009 | 19:39

Á 8. og 9. áratugnum vonuđust margir hasarmyndaunnendur eftir ţví ađ Arnold Schwarzenegger og Sylvester Stallone leiddu saman hesta sína. Nú er komiđ ađ ţví. Ásamt ţessum gođsögnum hasarmyndanna, munu margir af helstu hasarleikurum síđustu ţriggja áratuga leika í myndinni:
- Jason Statham
- Mickey Rourke
- Jet Li
- Dolph Lundgren
- Danny Trejo
- Eric Roberts
Ţađ verđur gaman ađ sjá hvađ verđur úr ţessu hjá gömlu kempunum.
Ég er reyndar á ţeirri skođun ađ myndin mćtti heita The Wrestlers, svona til heiđurs Mickey Rourke og myndinni sem náđist nýlega af Stallone ţar sem hann skutlar sér tígulega til jarđar.

10 málshćttir međ kjánalegum útúrsnúningum
7.4.2009 | 11:10
Ţađ er stutt í páska og ţá blómstrar málsháttamenning Íslendinga. Hefurđu pćlt í ţví ţegar ţú heyrir málshćtti ađ ţó ţeir hafi kannski eitthvađ viskubrot, ţá ganga alhćfingar ţeirra sjaldan upp.
Hér eru nokkur dćmi:
1. Ađ hika er ţađ sama og ađ tapa, nema ţegar ţú stendur í marki og kastar ţér á boltann áđur en honum er sparkađ.
2. Ađgát skal höfđ í nćrveru sálar, en trúirđu ekki á tilvist sálarinnar, hugsađu um sjálfan ţig, grćddu eins mikiđ og mögulegt er og brostu ţegar hagkerfiđ hrynur.
3. Af litlum neista verđur oft mikiđ bál, nema ţú sért ađ kveikja á eldspýtu í sturtu.
4. Af máli má manninn ţekkja, en deila má um hvort ţađ sé af ummáli, flatarmáli, kaffimáli eđa frönskukunnáttu.
5. Aldrei er góđum liđsmanni ofaukiđ, nema liđiđ sé fullskipađ.
6. Aldrei er góđ vísa of oft kveđin, nema ţegar ţú setur hana inn í athugasemdakerfi allra blogga alla daga.
7. Auđkenndur er asninn á eyrunum, nema hann noti hjálm.
8. Allt tekur enda um síđir nema síđur frakki sé.
9. Allt er vćnt sem vel er grćnt, nema ţađ sé andlit í spegli á sunnudagsmorgni.
10. Allir hlutir eru svartir í myrkri, fyrir utan sálina, andardráttinn, sólina og óţolandi trommusláttinn í kjallaranum, vaxliti, sjálflýsandi leikföng og alls hins sem er ekki svart í myrkri.
Mynd: Softpedia
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 14:43 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)