Gúgglaði "Ísland" á kínversku, veistu hvað ég fann?
21.4.2009 | 18:07
冰島
Ég prófaði að gúggla orðið "Ísland" á kínversku, sló inn orðið "冰島" (sem er að sjálfsögðu "Ísland" á kínversku. Efsta síðan á Google var Wikipedia á kínversku, og þar var þessi texti:
冰岛共和国(冰岛语:Lýðveldið Ísland)是北大西洋中的一个岛国,位于格陵兰岛和英国中间,首都雷克雅未克。地理概念上,冰岛经常被视为是北欧五国的一份子[1]。今日的冰岛已是一个高度发展的发达国家,拥有世界排名第五的人均国内生产总值,以及世界排名第一的人类发展指数。
Þýðing:
Lýðveldið Ísland er eyjuþjóð í Norður-Atlantshafi, staðsett á milli Grænlands og Bretlands, höfuðborgin er Reykjavík. Í landfræðilegum skilningi er Ísland oft talið meðal Norðurlandanna fimm. Í dag er Ísland háþróað land, hefur skorað númer fimm í heiminum yfir landsframleiðslu miðað við einstakling og er efst í heiminum yfir menntun einstaklinga.
Kannski eitthvað hafi skolast til í þýðingunni, en mér sýnist Kínverjar ennþá telja að við séum ein af ríkustu og menntuðustu þjóðum heims. Kínverjar eru billjón talsins og Íslendingar aðeins um þrjúhundruð þúsund. Þar af leiðandi halda miklu fleiri að allt sé í besta lagi á Íslandi, heldur en þessir örfáu hræður á klakanum sem kvarta og kveina yfir ástandinu.
Eins og allir vita ræður meirihlutinn í lýðræðisþjóðfélagi og því hlýtur að vera satt að Ísland er flottast í heimi.
Við hljótum að geta gerð þá kröfu til sannleikans að hann sé frjáls og fylgi lýðræðislegum reglum... ...eða hvað?

Svo þú fáir eitthvað annað en tómt bull út úr þessari grein, þá mæli ég með að þú prófir Google Translate fyrir þýðingar. Þýðingin verður aldrei fullkomin, en maður nær merkingunni úr sæmilega skrifuðum texta hvaðan sem hann er. Þó að íslenskan sé ekki inni í þessu, þá er hægt að hafa samskipti við margfalt fleira fólk um allan heim, einfaldlega með að gúggla.
Ég hef notað þetta til að kaupa dót frá Kína og Indlandi gegnum E-Bay þar í landi - og þetta svínvirkar! Fékk réttar vörur á réttu verði.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hafa allir flokkar tekið eitt skref til hægri?
21.4.2009 | 00:00

Þetta er bara tilfinning. Enginn rökstuðningur. Þetta poppaði bara upp í hausinn á mér þegar ég fékk tilkynningu frá Bjarna Harðarsyni um að hann ætlaði að kjósa VG.
Mér finnst allir flokkar hafa gjörbreyst í áherslum frá kosningunum 2003, án þess að hafa athugað það neitt sérstaklega. Mér finnst þessi kenning bara passa einhvern veginn.
- Vinstri Grænir eru orðnir að Framsóknarflokknum
- Framsóknarflokkurinn er orðinn að Samfylkingunni
- Samfylkingin er orðin að Sjálfstæðisflokknum
- Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn að Frjálslyndum
- Frjálslyndir eru þarna einhvers staðar með Lýðveldishreyfingunni - það langt til hægri að þeir eru dottnir eða að detta út af borðinu
Borgarahreyfingin er nýtt afl sem vill ekki vera afl, heldur berst fyrir málefnum, svona eins og stjórnmálaflokkar eiga að gera. Eru þeir að ýta öllum hinum lengra til hægri?
![]() |
Evrópustefnan verði á hreinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)