Er Sjálfstæðisflokkurinn siðferðilega gjaldþrota?

Ég vil taka það fram að ég hef ekkert á móti Sjálfstæðisflokknum persónulega, en get ekki hugsað mér að kjósa hann vegna allra þeirra spillingarmála sem hann virðist viðloðinn, meðal annars þessu máli.

Landsbanki Íslands styrkti Sjálfstæðisflokk um kr. 25.000.000 og síðan kr. 5.000.000, en Sjálfstæðisflokkurinn sér þetta ekki sem einn styrk og mun því aðeins skila kr. 25.000.000,-

Út í hött að nota ekki samlagningu:

25+5=30 rétt svar

25+5=25 rangt svar

Ekki gleyma að hámark hvers styrks eftir að lög sem Sjálfstæðismenn stóðu að árið 2006 mega vera hámark kr. 300.000, þannig að ef farið er að anda laganna, er hægt að fullyrða að móttaka allra styrkja yfir kr. 300.000,- hafi verið siðferðilega vafasöm.

Málið er að hefðu fréttir um kr. 2.000.000,- styrki komið fyrst upp á yfirborðið hefði fólk orðið nákvæmlega jafn reitt og þegar um kr. 30.000.000,- er að ræða, enda langt yfir upphæðinni sem ný lög 2006 gáfu til kynna. En með því að "leka" stóru upphæðunum fyrst, líta kr. 2.000.000,- út sem smáklink í samanburði og fólk mun ekkert kippa sér upp við slíkar upphæðir. Klókur leikur!

Áhugavert verður að fylgjast með hvort að fjölmiðlar og almenningur muni sjá í gegnum þetta.

 

Exista: 2.700.000,-

FL-Group: 29.700.000,-

Glitnir: 4.700.000,-

KB-banki: 3.700.000,-

Landsbanki Íslands: 29.700.000,-

MP-Fjárfestingarbanki: 1.700.000,-

Straumur-Burðarás: 2.200.000,-

Tryggingamiðstöðin:  1.700.000,-

Þorbjörn: 2.300.000,-

 

Samtals: kr. 78.400.000,-

 

Miðað við verðtryggingu frá 2006 án vaxta er upphæðin sjálfsagt komin eitthvað yfir kr. 100.000.000,-. (Hundrað milljónir!)

Ef forysta Sjálfstæðisflokks er samkvæm sjálfri sér með endurgreiðslur, þá er enginn munur á að taka við tveimur milljónum og þrjátíu milljónum ef hámarkið í anda nýrra laga var þrjúhundruð þúsund krónur.

Mun Sjálftökuflokkurinn... Sjálfstæðisflokkurinn greiða þessar 78 milljónir og 4 hundruð þúsund til baka, vegna þess eins að það er rétt að gera það?

Auðvitað ættu allir flokkar að birta alla þá styrki sem þeir hafa hlotið, sama hversu stórir eða smáir þeir hafa verið. Allt yfir kr. 300.000,- er of mikið samkvæmt lögunum, og því væri sanngjarnt að sú upphæð væri viðmiðið. Reyndar væri ekkert mál að styrkja til dæmis tuttugu sinnum um kr. 250.000,- þar sem að styrkir frá fyrirtæki eru ekki aðgreindir samkvæmt ársgrundvelli, heldur samkvæmt fjölda greiðsla og þá tæki enginn eftir að neitt hafi verið óeðlilegt.

Hugsanlega er verið að slá ryki í augu fólks, sem ætti kannski ekki að vera að hugsa gagnrýnið um svona hluti á hinni friðhelgu páskahátíð.

Geti Sjálfstæðisflokkurinn ekki greitt þessa upphæð til baka erum við að tala um siðferðilegt gjaldþrot, eða hvað?

Mun Sjálfstæðisflokkurinn vera samkvæmur sjálfum sér og endurgreiða allar þær upphæðir sem eru yfir kr. 300.000,- eða láta 55 milljónir duga til málamynda?

Ég held ekki. Ástæðan er þessi setning úr fréttinni, þar sem að Sjálfstæðisflokkurinn metur 5 milljónir sem innan eðlilegra marka á meðan lögin sem sett voru árið 2006 gera ráð fyrir ekki hærri upphæð en kr. 300.000,-:

"Flokkurinn telji að upphæð fyrra framlagsins sé innan eðlilegra marka og verði það því ekki endurgreitt."


mbl.is Landsbankinn veitti 2 styrki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband