Er Sjálfstæðisflokkurinn siðferðilega gjaldþrota?

Ég vil taka það fram að ég hef ekkert á móti Sjálfstæðisflokknum persónulega, en get ekki hugsað mér að kjósa hann vegna allra þeirra spillingarmála sem hann virðist viðloðinn, meðal annars þessu máli.

Landsbanki Íslands styrkti Sjálfstæðisflokk um kr. 25.000.000 og síðan kr. 5.000.000, en Sjálfstæðisflokkurinn sér þetta ekki sem einn styrk og mun því aðeins skila kr. 25.000.000,-

Út í hött að nota ekki samlagningu:

25+5=30 rétt svar

25+5=25 rangt svar

Ekki gleyma að hámark hvers styrks eftir að lög sem Sjálfstæðismenn stóðu að árið 2006 mega vera hámark kr. 300.000, þannig að ef farið er að anda laganna, er hægt að fullyrða að móttaka allra styrkja yfir kr. 300.000,- hafi verið siðferðilega vafasöm.

Málið er að hefðu fréttir um kr. 2.000.000,- styrki komið fyrst upp á yfirborðið hefði fólk orðið nákvæmlega jafn reitt og þegar um kr. 30.000.000,- er að ræða, enda langt yfir upphæðinni sem ný lög 2006 gáfu til kynna. En með því að "leka" stóru upphæðunum fyrst, líta kr. 2.000.000,- út sem smáklink í samanburði og fólk mun ekkert kippa sér upp við slíkar upphæðir. Klókur leikur!

Áhugavert verður að fylgjast með hvort að fjölmiðlar og almenningur muni sjá í gegnum þetta.

 

Exista: 2.700.000,-

FL-Group: 29.700.000,-

Glitnir: 4.700.000,-

KB-banki: 3.700.000,-

Landsbanki Íslands: 29.700.000,-

MP-Fjárfestingarbanki: 1.700.000,-

Straumur-Burðarás: 2.200.000,-

Tryggingamiðstöðin:  1.700.000,-

Þorbjörn: 2.300.000,-

 

Samtals: kr. 78.400.000,-

 

Miðað við verðtryggingu frá 2006 án vaxta er upphæðin sjálfsagt komin eitthvað yfir kr. 100.000.000,-. (Hundrað milljónir!)

Ef forysta Sjálfstæðisflokks er samkvæm sjálfri sér með endurgreiðslur, þá er enginn munur á að taka við tveimur milljónum og þrjátíu milljónum ef hámarkið í anda nýrra laga var þrjúhundruð þúsund krónur.

Mun Sjálftökuflokkurinn... Sjálfstæðisflokkurinn greiða þessar 78 milljónir og 4 hundruð þúsund til baka, vegna þess eins að það er rétt að gera það?

Auðvitað ættu allir flokkar að birta alla þá styrki sem þeir hafa hlotið, sama hversu stórir eða smáir þeir hafa verið. Allt yfir kr. 300.000,- er of mikið samkvæmt lögunum, og því væri sanngjarnt að sú upphæð væri viðmiðið. Reyndar væri ekkert mál að styrkja til dæmis tuttugu sinnum um kr. 250.000,- þar sem að styrkir frá fyrirtæki eru ekki aðgreindir samkvæmt ársgrundvelli, heldur samkvæmt fjölda greiðsla og þá tæki enginn eftir að neitt hafi verið óeðlilegt.

Hugsanlega er verið að slá ryki í augu fólks, sem ætti kannski ekki að vera að hugsa gagnrýnið um svona hluti á hinni friðhelgu páskahátíð.

Geti Sjálfstæðisflokkurinn ekki greitt þessa upphæð til baka erum við að tala um siðferðilegt gjaldþrot, eða hvað?

Mun Sjálfstæðisflokkurinn vera samkvæmur sjálfum sér og endurgreiða allar þær upphæðir sem eru yfir kr. 300.000,- eða láta 55 milljónir duga til málamynda?

Ég held ekki. Ástæðan er þessi setning úr fréttinni, þar sem að Sjálfstæðisflokkurinn metur 5 milljónir sem innan eðlilegra marka á meðan lögin sem sett voru árið 2006 gera ráð fyrir ekki hærri upphæð en kr. 300.000,-:

"Flokkurinn telji að upphæð fyrra framlagsins sé innan eðlilegra marka og verði það því ekki endurgreitt."


mbl.is Landsbankinn veitti 2 styrki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heldur þú virkilega að sjálfstæðisflokkurinn sé eini flokkurinn sem tók við peningum á þessum tíma. Afhverju hefur t.d. samfylkingin ekki opnað bókhald sitt? og hvernig stendur á því að eitthvað sem gerðist fyrir 3 árum er að koma upp á borð núna korteri fyrir kosningar er það ekki eitthvað sem við ættum frekar að skoða? Hver er að leka svona upplýsingum og afhverju? Þora menn ekki í málefnalega kosningabaráttu verða þeir að sverta hina flokkana til að vinna, það er eins og þetta fólk sé ennþá á leikskóla!!

bla (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 10:43

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Bla: hárrétt hjá þér. Allt ætti að vera gagnsætt og sýnilegt frá öllum flokkuð. Það hlýtur að vera óhjákvæmilegt úr þessu.

Hrannar Baldursson, 10.4.2009 kl. 10:48

3 Smámynd: Gunnar Björnsson

Bla.  Er aðalatriðið hver lekur? 

Þú ert semsagt á þeirri línu að það sé t.d. stærri glæpur að birta upplýsingarnar en að fremja "glæpinn"?

Gunnar Björnsson, 10.4.2009 kl. 10:52

4 identicon

Árið 2007 var mikið gósen ár, þá voru nýríkir á toppi veldisins. Af því nutu líknarsamtök og þeir sem unnu í þágu bágstaddra. Það hlýtur að vera mikil viðurkenning fyrir Sjálfstæðisflokkin og stefnu hans að hafa hlotið meiri styrkja en Rauði Krossinn, Hjálparstarf kirkjunnar, Þroskahjálp ofl. Útrásarvíkingarnir vissu vel hvernig best væri stutt við lamaða og fatlaða. Enda lamaðist allt er upp komst.

Ingi Hans (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 12:23

5 Smámynd: Ómar Ingi

En hvað segja hinir flokkarnir , ég skal alveg veðja að Samfylkingin er ekki betri og þetta með að breyta lögunum þannig að flokkarnir sýni alla styrki yfir milljon jú jú gott og vel, en senda fyrirtækinn þá ekki bara nokkra tugi af styrkjum uppá 999.999  ?.

Þetta er og verður spillt eins og allir þeir sem sitjast inná þing , ef ekki strax þá gefið því fólki tíma það er sama rassgatið undir öllu þessu fólki því miður.

Ómar Ingi, 10.4.2009 kl. 12:42

6 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Guðjón Björnsson - NEI það er ekki aðalatriði hver lekur - hitt er annað að svona upplýsingar koma varla frá öðrum en trúnaðarmönnum skattyfirvalda þá er það alvarlegt mál ef pólitísk afstaða þeirra ræður því hvernig þeir haga störfum sínum. Það mun vera vitað hver lak og það hlýtur að vera krafa allra starfsmanna skattyfirvalda að það verði upplýst - þangað til liggja margir undir grun - og - það er óþolandi aðstaða heiðarlegra starfsmanna skattyfirvalda.

ÁSKORUN TIL SJÁLFSTÆÐISMANNA8.4.2009 | 23:48 - vonandi sýnir Samfylkingin sitt bókhald með öllu t.d. Baugsgreiðslum sem og Jóns Ólafssonar "framlögin". Og Framsókn gerir það örugglega.ÁSKORUN TIL SJÁLFSTÆÐISMANNA - TÖKUM HÖNDUM SAMAN OG GREIÐUM HVERT UM SIG            KR. 5.000.- Í STYRKTARMANNAKERFIÐ - TIL VIÐBÓTAR ÞVÍ SEM VIÐ GREIÐUM VENJULEGA. LÍKA ÞIÐ SEM ERUÐ EKKI INNI Í STYRKTARMANNAKERFINU NÚ ÞEGAR.10.000 MANNS - 50 MILLJÓNIR - MÁLIÐ LEYST.20.000 MANNS - 100 MILLJÓNIR - OG ALLT Í GÓÐUM GÍR.Ólafur I Hrólfsson

Ólafur Ingi Hrólfsson, 10.4.2009 kl. 13:11

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Auðvitað er að einhverju leyti verið að þyrla upp ryki, og eflaust á báða bóga. En þessi framlög eru engu að síðar afar óeðlileg eða í besta falli vafasöm, sérstaklega þegar litið er til þess að upphæðin sem þú nefnir (yfir 100 milljónir á núvirði) er u.þ.b. sama upphæð og stjórnmálaflokkur með 30% fylgi í kosningum myndi fá í framlag frá ríkissjóði miðað við fjárlög 2009. Munurinn liggur í því að á bakvið annan helminginn er öll þjóðin (skattgreiðendur) en á bak við hinn helminginn eru örfáir útvaldir "kjölfestufjárfestar" sem hafa töglin og hagldirnar í viðkomandi fyrirtækjum, og hvor hópurinn ætli ráði þá meiru um stefnu flokksins? Ef við metum það útfrá markaðslögmálum frjálshyggjunnar þá er augljóst hverjir hafa meirihlutavaldið á "hluthafafundi" Flokksins.

En já, Flokkurinn er siðferðislega gjaldþrota og réttast væri hreinlega að leggja hann niður. Ég sagði mig t.d. úr honum í fyrra og leitaði á önnur mið þegar mér þótti viðhorfin hjá forystunni vera farin að daðra ansi mikið við öfga-hægri stefnu (fasisma). Með nýjum formanni virðist það fyrirkomulag hafa verið fest í sessi, enda hefur hann lýst því yfir að forgangsmál í stefnu flokksins sé að eiga farsælt samstarf við atvinnulífið, en lítið bólar hins vegar á lausnum í þágu venjulegs vinnandi fólks.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.4.2009 kl. 13:48

8 identicon

Þetta fé sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk er ekkert annað en VERNDARFÉ, líkt og glæpagengi erlendis fá hjá fyrirtækjum.Semsagt hugsun Flokksins er sú::::::::::::

Ef þið gerið þetta fyrir okkur ,þá gerum við þetta fyrir ykkur. 

Númi (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 16:32

9 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Samfylkingin er búið að byrta sitt bókhald síðan 2006 og kemur í ljós að það er mun hófasamari styrkir sem sá flokkur fær frá fyrirtækjum.

Eini flokkurinn sem hefur ekki obinberað sig af fjórflokkunum er Framsókn og ég held að við vitum öll ástæðuna. Nægir í því tilefni að nefna Bjarna Harðarson- sem sagði að flokkurinn væri með fulltrúa áliðnarins á sínum snærum sem berst fyrir málstæði þess iðnaðs á alþingi.Ef bókhald framsóknar yrði opinberað kæmi án nokkurs vafa margt mjög skrautlegt fram- ég legg höfuð mitt að veði fyrir það-

En .. hverjum kemur þetta á óvart ? Ég hef vitað þetta í fjöldamörg ár- Bæði það að sjálfstæðisflokkurinn er gerspilltur og að hann er fyrst og fremst talshópur fyrirtækja afla á Íslandi.

Því segir sig sjálft að FLR groub fjármagnar mun frekar þennan flokk heldur en t.d samfylkinguna eða aðra félagshyggjuflokka sem t.d myndu leggjast gegn of mikillri einkavæðingu. 

Brynjar Jóhannsson, 10.4.2009 kl. 18:37

10 Smámynd: Hrannar Baldursson

Það má reyndar hrósa Sjálfstæðisflokki fyrir snör viðbrögð í dag. Þessar upplýsingar láku vissulega á erfiðum tíma fyrir Sjálfstæðisflokk og hefur flokkurinn fengið á sig orðspor sem afar erfitt er að hreinsa, sérstaklega þegar tekið er tillit til hversu léttvægt fyrrum formaður virðist hafa talið þetta mál vera.

Hrannar Baldursson, 10.4.2009 kl. 19:55

11 Smámynd: Gústaf Níelsson

Hefurðu nokkurn tíman kosið Sjálfstæðisflokkinn Hrannar?

Gústaf Níelsson, 10.4.2009 kl. 21:30

12 identicon

Bjarni Ben,formaður fannst það vont að þetta skyldi koma uppá á þessum tíma,segir þetta ekki allt um þennan Formann.Þetta sagði hann bæði í útvarpsfréttum og í Sjónvarpi.

Númi (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 22:51

13 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Öll flokkspólitík er siðferðilega gjaldþrota. Óþarft að leggja einn flokk í einelti þess vegna. Lýsir bara tækifærismennsku.

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.4.2009 kl. 02:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband