Gefið í skyn á mbl.is að Ögmundur sé göfugur, Geir Haarde sé ekki sannur Íslendingur og að 20% niðurfelling skulda heimila sé tóm steypa?

 

630-220

 

Þegar Ögmundur Jónasson fórnar ráðherralaunum sínum er gefið í skyn að um göfugt fordæmi sé að ræða. Eða er kannski verið að gefa í skyn að jafna skuli laun allra landsmanna? Er Ögmundur með þessu að gefa í skyn að verði Vinstri Grænir kosnir til valda eftir næstu kosningar að laun almennings og auðmanna verði jöfnuð? Er þetta kannski kosningabrella sem hefur engin loforð í för með sér?

 


 

Þegar birtist í einni og sömu frétt að Geir Haarde sé að kveðja Alþingi og í sömu frétt að blindrahundur fái að koma sér fyrir í Alþingishúsinu, og sagt að Geir og hundurinn eigi það sameiginlegt að vera báðir af norskum ættum, þá er verið að gefa ýmislegt í skyn án þess að það sé sagt. Hugsanlega er verið að gefa í skyn að Geir sé ekki sannur Íslendingur, og að margt sé líkt með honum og blindrahundi - að hann hafi leitt þjóðina áfram einhverja fyrirfram ákveðna leið sem ekki var mörkuð af skynsemi, heldur þjálfun. Hugsanlega gefur þessi tenging ýmislegt annað áhugavert í skyn, sem í raun endurspeglar meira viðhorf eða fordóma þeim sem flytur fréttina en hlutlausar staðreyndir.

 


 

Þegar Jóhanna Sigurðardóttir segir að hugmyndin um 20% niðurfellingu skulda heimila sé eignartilfærsla frá einstaklingum til fyrirtækja, er gefið í skyn að það sama eigi við hugmyndina um 20% niðurfellinga skulda heimilanna. Sérstaklega er áhugavert hvernig hefur tekist að breyta hugmyndinni úr "niðurfellingu 20% af skuldum heimila" í "niðurfellingu 20% af skuldum heimila og fyrirtækja". Seinni hugmyndin er vissulega út í hött, nokkuð sem hvert mannsbarn sér, en að gefa í skyn að fyrri hugmyndin felist í þeirri seinni getur verið stórhættulegt, sérstaklega á augnabliki þar sem heimilin kalla á róttækar aðgerðir þeim til bjargar, en sjá hins vegar vatnsgreidda jakkalakka bjarga sviksamlegum fjármálastofnunum í staðinn (þarna gefur höfundur margt í misgáfulegt í skyn - [eða er þetta kannski ábyrgðarlaus ályktun?] - sem þarf að greina með gagnrýnni hugsun til að draga í sundur persónulegar skoðanir og það sem verið er að segja í raun og veru).

En þessi grein fjallar fyrst og fremst um hugmyndina eða hugtakið "að gefa eitthvað í skyn" og hvað það þýðir.

the_world_is_flat

Gefið í skyn

Fullyrðing eða sönn setning sem leiðir af öðrum fullyrðingum eða sönnum setningum. Einn af mikilvægustu hæfileikum gagnrýns hugsuðar er að geta gert greinarmun á því sem fullyrðing eða aðstæður gefa í skyn og ábyrgðarlausum ályktunum. Gagnrýnir hugsuðir reyna að átta sig á takmörkunum eigin þekkingar og á því hvað þessi þekking gefur í skyn.

Gagnrýnir hugsuðir vanda orðaval sitt til að gefa í skyn það sem þeir geta réttlætt á áreiðanlegan hátt. Þeir kannast við að til staðar er ákveðin orðanotkun sem gefur eitthvað ákveðið í skyn.

Dæmi: Að segja eitthvað vera glæp er að gefa í skyn að athöfnin hafi verið framkvæmd með ráðnum hug og sé óréttlætanleg.

 

Myndir: 

The World is Flat: Thomas L. Friedman

Ögmundur Jónasson: Alþingi

Geir Haarde: EU and Finland

Jóhanna Sigurðardóttir: MÍR.is


Bloggfærslur 26. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband