Hvernig væri að endurræsa hagkerfið? (myndband)
2.3.2009 | 09:41
Kærar þakkir til Gunnars Tómassonar hagfræðings fyrir að benda mér á myndbandið sem kveikti þessa færslu.
Ég er kominn á þá skoðun að það þurfi enn róttækari aðgerðir en að fella niður verðbætur eða endurgreiða fólki skömmina sem hefur verið lagt á það síðan í janúar 2008. Það þarf að fella niður allar skuldir, núllstilla hagkerfið og afnema verðtryggingu auk hárra vaxta.
Þetta var hægt að gera í Babílón fyrir 4000 árum og er hægt í dag. Kíkið á myndbandið með hagfræðingnum Michael Hudson sem útskýrir ágætlega hvers vegna þetta er nauðsynlegt.
Rökin eru í sjálfu sér einföld: Þrælkun er af hinu illa. Núverandi kerfi býr til þræla úr fólki. Við þurfum að afnema þá þætti í kerfinu sem gerir fólk að þrælum.
Þetta væri óþægilegt fyrir þá sem eru ekki í þrælkun, og jafnvel fyrir þrælana líka, því þeir átta sig ekki á eigin ástandi og flestir óttast slíkar róttækar breytingar, enda hafa slíkar aðgerðir ekki beinlínis tekist með sóma síðustu hundrað árin, því að í stað þess að virða alla, virðast ávallt einhverjir hópar ná völdum sem vilja að sumir séu jafnari en aðrir.
Það þarf að slá grasið, jafna völlinn, og byrja upp á nýtt. Ekki bara á Íslandi, heldur um allan heim. Ef ekki verður brugðist við kreppunni með endurræsingu mun hún stöðugt dýpka. Málin munu ekki reddast að sjálfu sér.
Einföld útskýring á Hruninu:
Þetta væri gert með því að:
- Ríkið yfirtæki allar lánastofnanir og bannaði okurvexti (allt yfir 8% í heildarvexti - t.d. eru eðlilegir yfirdráttarvextir í dag okurvextir, yfir 20%)
- Skuldir heimila gagnvart nauðsynjum felldar niður (1 stk. húsnæði, 1 stk. bifreið) - á hvert heimili
Í dag er staðan þannig að skuldir heimila eru notaðar sem lífæð bankakerfisins og aðal innkoma stofnana sem voru gjaldþrota fyrir hálfu ári. Væru skuldir heimila felldar niður og heildarvextir gerðir að hámarki 8% myndi sá óhugnaður gerast að ofurlaun féllu sjálfkrafa niður og þær afætur sem hafa verið að hagnast á neyð skuldara þyrftu að skapa raunveruleg verðmæti.
Ég trúi því að hagkerfið okkar virki, rétt eins og stýrikerfi í tölvum. Þegar óskiljanlegar villur fara að poppa upp í Windows stýrikerfinu - þá er lausnin oft sú að endurræsa vélina - og þá mun hún ganga ágætlega um stund. Öll kerfi eru einfaldlega þess eðlis að þær eru ekki eilífðarvélar og það er afar óraunsætt að hugsa sér fjármálakerfið sem ósnertanlega eilífðarvél, því að þá er það vélin sem nær völdum yfir fólkinu - en ekki fólkið sem heldur valdi sínu yfir sjálfu sér.
Vélmenni spilar á fiðlu:
![]() |
Ástæðulaust að bíða með afnám verðtryggingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)