Hannes Hólmsteinn ásakar ríkisstjórn um valdarán í Wall Street Journal

 


 

 

Ţannig hljómar texti Hannesar Hólmsteins á bloggi hans Vinstrisveifla á Íslandi:

Ég skrifađi grein í Wall Street Journal í dag um stjórnarskiptin á Íslandi. Ţar benti ég á, ađ hin nýja stjórn er minnihlutastjórn, sem komst til valda í skjóli ofbeldis, eftir götuóeirđir. Ţrátt fyrir svo hćpiđ umbođ ćtlar hún ađ ráđast á sjálfstćđi Seđlabankans og reka Davíđ Oddsson, sem ekkert hefur til saka unniđ annađ en vara nánast einn Íslendinga viđ hinum öra vexti bankana fyrir hruniđ, jafnt opinberlega og í einkasamtölum. Fjármálaeftirlitiđ var fćrt frá Seđlabankanum 1998, svo ađ Davíđ varđ ađ láta sér nćgja viđvaranir, ekki athafnir.

Ég hef tvennt viđ ţetta ađ athuga, annars vegar ţá hugmynd ađ götuóeirđir hafi átt sér stađ á Íslandi, ţar sem mér ţykir heldur strangt tekiđ til orđa, og vil í ţví sambandi skođa ađeins betur merkingu óeirđa.

Hitt er uppsögn Davíđs Oddssonar, sem vissulega varađi viđ örum vexti bankanna fyrir hruniđ, en starfar í umbođi sitjandi forsćtisráđherra, og ţar sem forsćtisráđherra treystir ekki sitjandi Seđlabankastjóra er ósköp eđlilegt ađ hún vilji leysa hann frá störfum. Máliđ er ađ ţetta snýst ekki um Davíđ Oddsson, heldur um ađ uppstokkunar hefur veriđ krafist í öllu kerfinu, óháđ einstaklingum eđa flokkstengslum. 

Máliđ er semsagt lagt ţannig upp ađ ríkisstjórnin rćndi völdum, og međ ţessum völdum er veriđ ađ reka Davíđ Oddsson, sem er vinur greinarhöfundar. Ţannig ađ ef hćgt er ađ viđurkenna ţćr forsendur ađ um valdarán hafi veriđ ađ ráđa, ţá hefur forsćtisráđherra ekki alvöru vald, heldur stoliđ vald, og ţví ćtti uppsögnin ekki ađ vera tekin gild.

Til ađ komast ađ sannleikanum í ţessu máli, hvort ađ ríkisstjórnin hafi tekiđ völdin međ götuóeirđum, langar mig ađ bera saman hugtakiđ 'óeirđir' og ţađ sem gerđist í raun og veru.

Ţađ sem gerđist: Fjöldi manns safnađist saman og kastađi mjólk og skyri í lögreglumenn, og ţar ađ auki kastađi einhver múrsteini í lögregluţjón sem slasađist alvarlega. Fjölmargar rúđur voru brotnar og brennur kveiktar hér og ţar um bćinn. Til allrar hamingju hefur enginn veriđ drepinn.

 

 

 

 

Hvađ eru óeirđir?

Samkvćmt Encyclopedia Britannica eru óeirđir: 

Ofbeldisfull árás gegn opinberri reglu unnin af ţremur eđa fleiri manneskjum. Eins og ólögleg hópmyndun, eru óeirđir ólögleg hópmyndun fólks í ólöglegum tilgangi. Öfugt viđ ólöglega hópmyndun, samt sem áđur, eru óeirđir ofbeldisfullar. Hugtakiđ er augsýnileg vítt og nćr utan um blóđug átök verkfallsbrjóta og fólks međ kröfuspjöld til hegđunar glćpagengja.

Samkvćmt ţessari skilgreiningu voru mótmćlin í miđbć Reykjavíkur ekki óeirđir, ţar sem ađ ofbeldisverk voru undantekning frekar en regla.

Ég hafna ţessari grein Hannesar Hólmsteins algjörlega, og hafna ţví ađ ríkisstjórnin hafi tekiđ sér völd í skjóli ofbeldis og götuóeirđa, enda var ofbeldi ađeins beitt í undantekningu af einum eđa tveimur einstaklingi, í hópi mörg ţúsund manns. Ţađ er kraftaverki líkast ađ enginn var drepinn og hversu fáir meiddust miđađ viđ tilefni mótmćlanna.

Niđurstađa mín er sú ađ ţađ voru engar óeirđir á Íslandi, enda er megineinkenni óeirđa ofbeldisfullur verknađur, en ţar sem ofbeldisverk heyrđu til undantekninga frekar en reglu, ţá hlýtur ţessi grein ađ falla um sjálfa sig.

Ţađ eru hreinar getgátur sem eiga sér enga stođ í veruleikanum ađ Jóhanna Sigurđardóttir vilji víkja bankastjórum Seđlabankans vegna persónulegrar óvildar, - hvert barn sér í hendi sér ađ ţetta er leiđ til ađ vinna Íslandi traust á nýjan leik, óháđ persónulegum ríg, enda er ţessi ákvörđun studd af mjög traustu baklandi Jóhönnu, og ekki hćgt ađ slá upp sem persónulegri árás. Slík ásökun er afar ósanngjörn miđađ viđ ţađ sem á undan er gengiđ.

Leitt er ađ skrifađ sé á svo óvandađan hátt af Íslendingi í áhrifaríkan erlendan fjölmiđil. Grein Hannesar í Wall Street Journal má lesa hér.

 

 

 

 

Til ađ skýrt sé ađ ég hef ekkert á móti Davíđ Oddssyni sjálfur vísa ég í greinar sem ég skrifađi um mótmćlin gegn honum í haust sem leiđ, og ţetta eru greinar sem ég get stađiđ viđ enn í dag:

9. október 2008: Á ađ reka Davíđ Oddsson, leggja hann í einelti og ásaka hann um ófarir bankanna?

18. október 2008: Má ég vinsamlegast mótmćla mótmćlunum gegn Davíđ Oddssyni?


Bloggfćrslur 3. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband