Óskarsverðlaunin 2009 - Úrslit og innskot frá Mickey Rourke

Ég vil byrja þennan pistil á þakkarræðu Mickey Rourke frá síðasta laugardagskvöldi, þar sem hann tók við verðlaunum fyrir besta aðalhlutverk karlmanns í sjálfstæðri kvikmynd.
 
 
Annars voru úrslitin á Óskarsverðlaununum þannig:
 
Mitt val: Slumdog Millionaire
Sigurvegari: Slumdog Millionaire
SÁTTUR
 
Mitt val: Mickey Rourke
Sigurvegari:Sean Penn
 
ÓSÁTTUR
Mickey Rourke sýndi frammistöðu sem aldrei verður leikin eftir og enginn leikari hefði getað gert það sem hann gerði í þessu hlutverki. Aftur á móti tel ég hlutverk Sean Penn ekki hafa verið jafn krefjandi, þó að hann sé stórgóður leikari.
 
Mitt val: Angelina Jolie
Sigurvegari:Kate Winslet
 
SÁTTUR
Winslet sýndi framúrskarandi leik í Revolutionary Road og mjög góðan í The Reader, en mér fannst Angelina Jolie samt slá henni við í Changeling - en alls ekki ef skoðuð er frammistaða hennar í Wanted.

Besti leikari í aukahlutverki
Mitt val: Michael Shannon
Sigurvegari:Heath Ledger
 
SÁTTUR
Þetta var fyrirsjáanlegur sigur Ledger, en andlát hans á mikinn þátt í þessum sigri, án nokkurs vafa. Samt var Michael Shannon frábær í Revolutionary Road.
 
Besta leikkona í aukahlutverki
Mitt val: Viola Davis
Sigurvegari: Penélope Cruz
 
SÁTTUR
Get ekki verið annað en sáttur þar sem ég hef ekki séð Vicky Christina Barcelona.
 
Besta leikstjórn
Mitt val: Danny Boyle fyrir Slumdog Millionaire
Sigurvegari: Danny Boyle fyrir Slumdog Millionaire
 
SÁTTUR
 
Besta frumsamda handrit
Mitt val: In Bruges
Sigurvegari: Milk
 
ÓSÁTTUR
Morðið á Milk er látið líta út fyrir að vera pólitísk valdbeiting gegn samkynhneigðum, og sannleikurinn virðist svolítið teigður með því að gera Milk að meiri hetju en hann var í raun og veru. En svona er dramatíkin. 
 
Besta aðlagaða handrit
Mitt val: Doubt
Sigurvegari: Slumdog Millionaire
 
SÁTTUR
 
Besta teiknimyndin
Mitt val: Bolt
Sigurvegari: WALL-E
 
SÁTTUR
Gat ekki farið öðruvísi, en Bolt er samt skemmtilegri teiknimynd en WALL-E. Ég stend við það.
 
Besta kvikmyndatakan
Mitt val: The Dark Knight
Sigurvegari: Slumdog Millionaire
 
ÓSÁTTUR
Kvikmyndatakan í The Dark Knight var frumleg og skemmtileg, en hins vegar var kvikmyndatakan úr Slumdog Millionaire nánast afrit af brasilísku snilldinni Cidade de Deus.
 
Besta klippingin
Mitt val: Slumdog Millionaire
Sigurvegari: Slumdog Millionaire
 
SÁTTUR
 
Besta sviðsmyndin
Mitt val: The Dark Knight
Sigurvegari: The Curious Case of Benjamin Button
 
ÓSÁTTUR, en samt ekki. Það besta við Benjamin Button var sviðsetningin, en myndin fannst mér bara ekki nógu góð til að eiga heima í Óskarskapphlaupinu.
 
Bestu búningar
Mitt val: Revolutionary Road
Sigurvegari: The Duchess
 
SÁTTUR, enda hef ég ekki séð The Duchess.
 
Besta föðrun
Mitt val: The Dark Knight
Sigurvegari: The Curious Case of Benjamin Button
 
ÓSÁTTUR, förðunin í Benjamin Button var gervileg og dró of mikla athygli að sjálfri sér.
 
Besta kvikmyndatónlist
Mitt val: WALL-E
Sigurvegari: Slumdog Millionaire
 
SÁTTUR
 
Besta lagið
Mitt val: Down to Earth úr WALL-E
Sigurvegari: Slumdog Millionaire
 
ALVEG SAMA
 
Besta hljóð
Mitt val: The Dark Knight
Sigurvegari: Slumdog Millionaire
 
SÁTTUR
 
Besta hljóðblöndun
Mitt val: Iron Man
Sigurvegari: The Dark Knight
 
SÁTTUR
 
Bestu tæknibrellur
Mitt val: Iron Man
Sigurvegari: The Curious Case of Benjamin Button
 
ÓSÁTTUR  - Horfðu á þessar tvær myndir hlið við hlið og dæmdu aftur. Iron Man hefur framúrskarandi tæknibrellur og ef réttlæti væri til í heiminum þá hefði hún tekið þetta. En réttlætið er greinilega ekki til og því verðum við að búa það til.

mbl.is Viltu vinna milljarð? sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband