Þýðingarverkefni með Roger Ebert

rogerebert_922192Þegar Roger Ebert veiktist af krabbameini fyrir nokkrum árum og þurfti að fara í aðgerð hófust samskipti okkar, þegar ég sendi honum einfalt stuðningsbréf með þeirri von að hann næði sér og kæmi aftur á ritsviðið fullur af krafti. Hann gerði það og skrifar jafnvel enn betri greinar í dag en hann gerði áður, og það er þó nokkuð fyrir mann sem hefur unnið til Pulitzer verðlauna fyrir ritstörf.

Síðan áhugi minn á kvikmyndum vaknaði fyrir alvöru hef ég stöðugt fylgst með kvikmyndagagnrýni Roger Ebert. Smekkur okkar á kvikmyndum er ekki nákvæmlega eins, en hann rökstyður smekk sinn og skoðanir af slíkri færni að maður getur ekki annað en dáðst að. Ef einhver hefur haft áhrif á hvernig ég hugsa og skrifa um kvikmyndir, þá er það Roger Ebert.

Hann hefur nú gefið mér leyfi til að þýða greinar hans og birta á íslensku. Ég hef byrjað starfið með því að birta þýðingar nýlegra greina á rogerebert.blog.is

Ég er reiðubúinn til að selja birtingarrétt á einstaka greinum, eða gera samning um vinnu við fjölda greina með útgefanda sem hefur áhuga á samvinnu. Með þessu móti er hægt að fá vitræna kvikmyndagagnrýni sama dag og áberandi kvikmynd er frumsýnd. Ef þú þekkir einhvern sem hefði áhuga á að birta slíkar greinar, láttu viðkomandi endilega fá nafn mitt og netfang HBaldursson "hjá" gmail.com eða bentu þeim á bloggsíðuna rogerebert.blog.is.


Bloggfærslur 14. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband