The Dark Knight gegn Titanic: hversu líklegt er að The Dark Knight sökkvi Titanic?

Titanic (1997) er tekjuhæsta mynd allra tíma, en hún náði að hala inn rétt rúmum 145 milljörðum króna í miðasölu um allan heim þó að hún hafi verið 194 mínútna löng. Mikið hefur verið spáð í hvort að The Dark Knight muni ná henni, en mér finnst það afar hæpið, þó að hún hafi náð inn tæpum 48 milljörðum króna á þremur vikum, enda er hún 42 mínútum styttri en Titanic, aðeins 152 mínútur að lengd. Wink

Reyndar segir tölfræðin að því styttri sem myndin er, því líklegri er hún til að græða, þar sem að hún getur verið á fleiri sýningum yfir daginn. En svo reynist það öfuga satt. Allar myndanna á topp tíu listanum eru nefnilega vel yfir tveir tímar að lengd, nema JurassicPark sem er rétt rúmir tveir - ætli hún hefði ekki orðið klassísk ef Spielberg hefði nennt að hafa hana þriggja tíma langa. Langar myndir virðast verða að meiri viðburðum í huga fólks.

 

Röð
Kvikmynd
Miðasala um allan heim
Á íslensku
1. 
Titanic (1997) 
kr. 145.906.350.000,-
145 milljarðar, 906 milljónir og 350 þúsund
2. 
The Lord of the Rings: The Return of the King (2003) 
kr. 89.772.930.534,-
89 milljarðar, 772 milljónir, 930 þúsund og 534 krónur
3. 
Pirates of the Caribbean: Dead Man's Chest (2006) 
kr. 84.296.443.926,-
84 milljarðar, 296 milljónir, 443 þúsund og 926 krónur
4. 
Harry Potter and the Sorcerer's Stone (2001) 
kr. 77.008.302.335,-
77 milljarðar, 8 milljónir, 302 þúsund og 335 krónur
5. 
Pirates of the Caribbean: At World's End (2007) 
kr. 76.193.130.084,-
76 milljarðar, 193 milljónir, 130 þúsund og 84 krónur
6. 
Harry Potter and the Order of the Phoenix (2007) 
kr. 74.491.568.847,-
74 milljarðar, 491 milljónir, 568 þúsund og 847 krónur
7. 
Star Wars: Episode I - The Phantom Menace (1999) 
kr. 73.329.130.500,-
73 milljarðar, 329 milljónir, 130 þúsund og 500 krónur
8. 
The Lord of the Rings: The Two Towers (2002) 
kr. 73.267.200.000,-
73 milljarðar, 267 milljónir og 200 þúsund krónur
9. 
Jurassic Park (1993) 
kr. 73.116.150.000,-
73 milljarðar, 116 milljónir og 150 þúsund krónur
10. 
Harry Potter and the Goblet of Fire (2005) 
kr. 70.929.454.562,-
70 milljarðar, 929 milljónir, 454 þúsund og 562 krónur
39.
The Dark Knight (2008)
kr. 47.901.810.273,-
47 milljarðar, 901 milljónir, 810 þúsund og 273 krónu

 

Titanic er epísk og afar rómantísk stórslysamynd.

 

Sjö af efstu tíu eru fantasíur:

Lord of the Rings II (179 mínútur) og III (201 mínútur)

Pirates of the Caribbean II (150 mínútur) og III (168 mínútur)

Harry Potter I (152 mínútur), IV (157 mínútur), og V (138 mínútur)

 

Tvær af efstu tíu eru vísindaskáldsögur:

Star Wars: Episode I - The Phantom Menace (133 mínútur)

Jurassic Park (127 mínútur)

 

Og svo er það The Dark Knight, sem má strangt til tekið flokka sem vísindaskáldsögu en ætti samt frekar að flokka sem ofurhetjumynd.

 

Heldur þú að The Dark Knight nái Titanic í miðasölu?

 

 

The Dark Knight sýnishorn:

 

Titanic sýnishorn:


Er Geir Haarde að dissa bloggara?

 

Það sem mér finnst merkilegast við þessa tilvísun er hvernig Geir H. Haarde jafnar bloggsamfélaginu við stjórnarandstöðuna. Mætti ekki telja slíkt mat á valdi bloggara af jafn merkum manni til stórtíðinda? Veltum þessu aðeins fyrir okkur:

 

„Þetta svokallaða aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar sem stjórnarandstaðan og hinir og þessir á blogginu tala um er nú meðal annars að bera þann ávöxt að vöruskiptajöfnuðurinn í síðasta mánuði var jákvæður og við fáum mjög fína umsögn frá Financial Times vegna afkomu bankanna.“ (Geir H. Haarde)


Hvert er hlutverk stjórnarandstöðunnar?  

Stjórnarandstaðan eru allir þeir þingmenn sem náðu inn á þing eftir kosningar og eru ekki í meirihluta. Þeir hafa rétt til að láta í sér heyra og gagnrýna á virkan hátt það sem þeim finnst illa gert af stjórninni. Því miður fer það orð af stjórnarandstöðunni að þeir mótmæla öllu bara til að mótmæla og sóa þannig tíma þingsins í vitleysu. Þeirra hlutverk er að veita ríkisstjórninni aðhald, en það er nokkuð ljóst að stjórnin hlustar lítið á stjórnarandstæðuna og öfugt. Ákvarðanir eru teknar á bakvið tjöldin og atkvæði hafa fallið löngu áður en þau eiga sér stað formlega, sama hver hefur hvað að segja og hver er með eitthvað múður. Ég trúi að það viðhorf sé ríkjandi á Alþingi að ekki skuli hlusta á andstæðinginn af það mikilli alvöru að hann geti haft áhrif á gang mála.

 

 

Þar sem að stjórnarandstaðan er ekki að virka, er að brjótast út úr skelinni nýtt og merkilegt afl, sem enginn getur látið fram hjá sér fara vilji þeir vera með í umræðunni, og það er gagnrýniafl bloggsamfélagsins. Megin kostir bloggara umfram formlega stjórnarandstöðu er að þeir eru af öllum stéttum samfélagsins og eru ekkert endilega í andstöðu við stjórnina þó að þeir séu gagnrýnir á mál hennar, þeir geta reyndar líka verið í andstöðu og haft góða hluti að segja. Bloggarar eins og ég er fólk sem skrifar aðeins í frítíma sínum. Yfirleitt skrifa ég eina grein á kvöldin og les hana síðan yfir næsta morgun áður en ég fer í vinnu. Í vinnunni hef ég lítinn tíma til að fylgjast með blogginu, enda hef ég þar öðrum hnöppum að hneppa.

En bloggarar ólíkt stjórnarandstöðuþingmönnum fá ekki greitt fyrir að tjá sínar skoðanir, við gerum þetta til að fylla í einhverja eyðu sem hefur myndast í samfélaginu. Loks getur almenningur tjáð sig af fúsum og frjálsum vilja þannig að allir hafa aðgang að þeirra skoðunum, nánast samtímis, á meðan fólk þurfti á síðustu öld að senda greinar í blöð, sem síðan voru birtar eftir samþykki ritstjóra og birtust jafnvel seint, og þá breyttar frá upprunalegri mynd vegna plássleysis. Þessi vandamál eru ekki lengur til staðar.

Bloggari getur sent frá sér grein strax og hún hefur verið rituð, og þarf ekki aðra gagnrýni en þá sem að lesendur vilja skilja eftir í athugasemdardálkum.

Það eru breyttir tímar.

 

 

Eru bloggarar léttvæg rödd hins fljótfærna almúga sem stjórnast af múgsefjun og tilfinningaofsa; og er upptekinn við að blogga um kisuna sína og eigin vandamál?

Málið er að engir tveir bloggarar eru eins. Við erum jafn ólík og einstaklingarnir eru margir. Sum blogg eru grunn og önnur djúp, sum blogg skemmtileg og önnur leiðinleg, sum blogg eru jafnvel fróðleg á meðan önnur þykja heimskuleg, og sum vel skrifuð en önnur það illa rituð að erfitt getur verið að lesa textann. En öll þessi blogg eiga það sameiginlegt að sá sem bloggar breytist, viðkomandi lærir hratt af eigin mistökum ef áhugi er fyrir hendi og viðkomandi hefur athugasemdarkerfið sitt opið.

Málið er að þeir sem loka athugasemdakerfinu eða gefa sér tíma til að hafna eða samþykkja athugasemdir eru ekki raunverulegir bloggarar. Þeir halda það bara. Þeir eru að halda í hugarfari tengdu Vef 1.0, úreltri hugsun þar sem upplýsingar voru festar á netinu og nánast jafn fastar og útgefnar bækur. Vefur 2.0 hins vegar krefst dínamískrar hugsunar og gefur ölum tækifæri til virkrar þátttöku.

 

Bloggið er sjálfsagt lýðræðislegasta leið sem komið hefur fram til að gefa fólki tækifæri á að tjá sínar skoðanir og hugmyndir um samfélagið. Við þurfum ekki lengur að vera flokksbundin til að það sé hlustað á okkur, við þurfum ekki annað en að hugsa skynsamlega og hafa eitthvað mikilvægt til málanna að leggja til að valdhafar og fólkið í landinu leggi við hlustir. Hvað getur verið slæmt við það?
 
Bloggið er að breyta íslensku samfélagi, af því að í fyrsta sinn er hlustað á venjulega einstaklinga sem hafa engra pólitískra hagsmuna að gæta, það er farið að hlusta á einstaklinga sem eru ekki fréttnæmir á neinn annan hátt.

Stóra spurningin hlýtur að vera: hvort gera bloggarar ríkinu gagn eða ógagn?

Ég tel þá bloggara sem gagnrýna af hreinskilni og heiðarleika vera að taka þátt í lýðræðislegri samræði. Dæmin hafa sýnt að fólk hlustar á þá sem skrifa af einlægni og hreinskilni, og síar út þau blogg sem hafa raunverulegt gildi.

Á heildina litið held ég að þjóðarsálin birtist í blogginu.

Það sem þjóðin er að hugsa, og viðbrögð hennar við ranghugmyndum eða góðum hugmyndum, við öfgum og óréttlæti, mannúðarverkum og skynsemi. Einhvern veginn verður skynsemin ofan á eftir að fjöldinn hefur rætt saman á skipulegum grundvelli og ekki látið tilfinningar hlaupa með sig í gönur. Og við erum að læra á þennan miðil og við erum að læra hratt.

Þeim sem hafa eitthvað að fela eða eru óöruggir með sjálfa sig, gæti þótt steðja ógn af blogginu. Málið er að þessir einstaklingar mættu frekar taka þátt í bloggsamræðum og láta eigin skoðanir í ljós, jafnvel undir dulnefni, bara svo þeir finni meiri tengingu við fólkið í landinu. Í fyrstu fannst mér flott hjá ráðherranum Birni Bjarnasyni að blogga, og hélt að hann væri í takt við tímann. Síðan skoðaði ég færslur hjá honum og ætlaði að gera athugasemd en gat það ekki því hann hafði lokað fyrir athugasemdirnar. Ég hef ekki lesið hann síðan, því ef hann er ekki tilbúinn að hlusta á mig, af hverju ætti ég að vera tilbúinn til að hlusta á hann?

Bloggið er hluti af nýju samskiptaferli. Sjónvarpið og útvarpið eru liðin tíð, því sjónarhorn þeirra eru of takmörkuð. Í stað þess að fá eitt formlegt sjónarhorn matað ofan í þig, þarftu að pæla í hlutunum, átta þig á hvað er rétt og hvað rangt, og kafa virkilega djúpt ofan í hlutina til að móta eigin skoðanir. Youtube og DVD hefur tekið við af sjónvarpinu, Facebook af símaskránni og bloggið af dagblöðunum. Þetta er einfaldlega næsta skref í þróuninni. Sjálfsagt kemur næsta skref aftan að okkur rétt eins og Vefurinn 2.0 er að koma aftan að þeim sem hugsa bara eigin hugsanir, en ekki með öðrum. Ég hef sett mér að vera viðbúinn slíkum breytingum og gæta mín á að festast ekki í sama farinu, halda huganum opnum og vera sveigjanlegur.


Tímar Vefsins 2.0 og virðing fyrir skoðunum samborgara hafa rutt sér leið inn í íslenskt samfélag. Svo er textinn og bókstafurinn allt í einu orðinn að lifandi máli aftur. Íslenskan hefur fundið sér öfluga fótfestu þar sem að tungumálið virðist sameina okkur sem aldrei fyrr.
 
Hvað getur verið slæmt við það?

 

 

Myndir:

Geir Haarde (Silfur Egils)
Alþingi (Ögmundur.is)
Hönd á skjá (Info4Security)
Púlsinn tekinn með lyklaborði (Highlight HEALTH 2.0)
Þjóðarsálin (mi2g)
Veraldarsamfélagið (The Fetzer Institute)


Bloggfærslur 6. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband