Ólafur Stefánsson: Við hleypum engum neikvæðum hugsunum að. Það er annaðhvort sigur eða BLEEP!

Það var gaman að fylgjast með lokamínútum leiksins, en spennan var óbærileg og ómetanlegt þegar Björgvin Páll Gústavsson varði hvert skotið á fætur öðru og Alexander Petterson, Guðjón Valur Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson skáru sig í gegnum pólsku vörnina eins og hnífur gegnum volga smjörklípu.

Það allra besta við íslenska liðið finnst mér hið góða hugarfar sem birtist í fyrsta leik þeirra gegn Þjóðverja. Þeim hefur tekist að halda í það, og gera sitt allra besta til að hugsa um hvern leik sem æfingaleik fyrir þann næsta. Þannig halda þeir ró sinni, en maður veit að sigurviljinn er þeim í brjósti borinn þannig að það er engin þörf til að hamra alltaf á mikilvægi þess að sigra. Við vitum það öll.

 


 

 

Næsti æfingaleikur verður annað hvort við Suður Kóreu eða Spán. Það verður spennandi að fylgjast með þeim leik, og óskandi að íslenska landsliðið taki honum einfaldlega sem æfingaleik fyrir næsta leik á eftir, sama hvort að það verður um 1. sætið eða 3. sætið.

Mér fannst einstaklega gaman að hlusta á Ólaf Stefánsson segja frá hugarfarinu eftir leikinn, þar sem hann tók skýrt fram að þeir hleyptu engum neikvæðum hugsunum að. Og notaði orðið BLEEP í stað þess að minnast á þann möguleika að hægt væri að tapa. 

Það er ljóst að íslenska þjóðin getur lært heilmikið af strákunum okkar, og þeim til heiðurs ætla ég ekki að hleypa neinum neikvæðum hugsunum að í dag, - ekkert frekar en aðra daga. 


mbl.is Ísland í undanúrslit á ÓL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband