Ólafur Stefánsson: Við hleypum engum neikvæðum hugsunum að. Það er annaðhvort sigur eða BLEEP!

Það var gaman að fylgjast með lokamínútum leiksins, en spennan var óbærileg og ómetanlegt þegar Björgvin Páll Gústavsson varði hvert skotið á fætur öðru og Alexander Petterson, Guðjón Valur Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson skáru sig í gegnum pólsku vörnina eins og hnífur gegnum volga smjörklípu.

Það allra besta við íslenska liðið finnst mér hið góða hugarfar sem birtist í fyrsta leik þeirra gegn Þjóðverja. Þeim hefur tekist að halda í það, og gera sitt allra besta til að hugsa um hvern leik sem æfingaleik fyrir þann næsta. Þannig halda þeir ró sinni, en maður veit að sigurviljinn er þeim í brjósti borinn þannig að það er engin þörf til að hamra alltaf á mikilvægi þess að sigra. Við vitum það öll.

 


 

 

Næsti æfingaleikur verður annað hvort við Suður Kóreu eða Spán. Það verður spennandi að fylgjast með þeim leik, og óskandi að íslenska landsliðið taki honum einfaldlega sem æfingaleik fyrir næsta leik á eftir, sama hvort að það verður um 1. sætið eða 3. sætið.

Mér fannst einstaklega gaman að hlusta á Ólaf Stefánsson segja frá hugarfarinu eftir leikinn, þar sem hann tók skýrt fram að þeir hleyptu engum neikvæðum hugsunum að. Og notaði orðið BLEEP í stað þess að minnast á þann möguleika að hægt væri að tapa. 

Það er ljóst að íslenska þjóðin getur lært heilmikið af strákunum okkar, og þeim til heiðurs ætla ég ekki að hleypa neinum neikvæðum hugsunum að í dag, - ekkert frekar en aðra daga. 


mbl.is Ísland í undanúrslit á ÓL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég hélt við hefðum unnið Rússa í fyrsta leik.  En annars góð greining.

Marinó G. Njálsson, 20.8.2008 kl. 08:37

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Þetta er náttúrulega mikill misskilningur hjá þér, Marínó. Við unnum Þjóðverja með góðu hugarfari gegn Rússum í 1. leiknum.

Nei, annars hárrétt hjá þér og takk fyrir leiðréttinguna.

Hrannar Baldursson, 20.8.2008 kl. 08:54

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Jebb þetta er frábær frammistaða. Og gaman að sjá hve þeir virðiast vera samtaka í að gera bara sitt besta, með ánægju og jákvæðni.

Þröstur Unnar, 20.8.2008 kl. 15:23

4 identicon

Eins og smjör gegnum smjör?

Örn (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 17:29

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

Örn: greinilegt að ég þarf að ráða mér prófarkarlesara - annars er þetta smjör gegnum smjör svolítið skemmtileg mynd. Auðvitað átti þetta að vera hnífur.

Þröstur: Já, gaman að þessu.

Hrannar Baldursson, 20.8.2008 kl. 21:21

6 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Alltaf gaman að heyra viðtöl við Óla. Aldrei eins og þessi hefðbundnu íþróttaviðtöl. Hann var sérstaklega víraður í þessu viðtali og ég hlá dátt.

Páll Geir Bjarnason, 21.8.2008 kl. 00:45

7 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Ólafur er einstaklega jákvædur drengur eins og fadir hans sem ég kannast vid frá í gamladaga tegar hann var læknir á Sudrueyri og spiladi fótbolta med mínum fyrrverandi.Leikgledin skín af tessum strákum og satt er tad vid skulum bara taka  okkur tá til fyrirmyndarHlakka óstjórnlega til ad sá leikinn á morgunn.

Stórt knús inn í gódann dag og segjum áfram ísland

Gudrún Hauksdótttir, 21.8.2008 kl. 11:27

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hér er sko ekkert nema jákvæðni í gangi, allt bleep er bannað.  Óska þeim góðs gengis áfram og bíð spennt eftir leiknum næsta.  Cinco Dancer 

Ásdís Sigurðardóttir, 21.8.2008 kl. 14:14

9 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Hversu stór hluti þjóðarinnar heldur þú að muni fylgjast með á morgun? Mér finnst nefnilega allir vera að springa úr stolti og áhuga. Fólk er íi unnvörpum farið að plana áhorf á vinnustöðum og margir ætla að taka sér "frí" og skreppa heim eða kannski í Sambíó eða Smáralind. Drengurinn minn á t.a.m. að sækja stundartöfluna sína klukkan 13:30 - einhvernveginn held ég að hann (og fleiri)..muni mæta óvenju seint til þess.

Áfram Ísland!

Anna Þóra Jónsdóttir, 21.8.2008 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband