Ný kvikmyndasíða

Ég hef lengi tamið mér að skrifa um allar kvikmyndir og sjónvarpsþætti sem ég sé, og allar bækur sem ég les. Þetta hvetur mig til að vanda valið á afþreyingarefni og gefur því nýja vídd, því alltaf virðist ég uppgötva eitthvað nýtt þegar ég skrifa.

Síðasta árið hef ég skrifað töluvert af kvikmyndagagnrýni á moggabloggið við afar góðar viðtökur, og komist í kynni við fleira fólk sem hefur gaman af að pæla í bíómyndum. Þetta hefur orðið til þess að á mannafundum finnst alltaf eitthvað umræðuefni, ef ekki yfir borðinu, þá af blogginu. Sem er gaman.

En nú hef ég ákveðið að venda mínu kvæði í kross og skrifa gagnrýni á ensku. Mig langar til að stækka lesandahópinn um leið og ég æfi mig við að hugsa og skrifa á ensku. Að sjálfsögðu mun ég samt halda áfram að blogga á íslensku, en líklega ekki jafnmikið um kvikmyndir og áður.

Ég keypti mér enn eitt lénið hjá snilldarfyrirtækinu Lunarpages fyrir síðuna Seen This Movie! og hef þegar birt þar nokkra dóma um sumarmyndirnar í ár, sem og aðrar ágætar kvikmyndir. Ég á eftir að þróa síðuna töluvert áfram, en held að þetta sé fínt upphaf.

Kíktu á þetta hafirðu áhuga.

 

Sumarmyndirnar sem ég hef rýnt eru þessar:

Get Smart (2008) ***1/2

The Incredible Hulk (2008) ***

Kung Fu Panda (2008) ***1/2

The Happening (2008) **


Bloggfærslur 29. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband