Af hverju er eldsneyti allt í einu orðið svona dýrt?

gas-pump

Þegar ég var í Bandaríkjunum síðustu tvær vikurnar spurði ég marga þessarar spurningar. Margir ypptu öxlum og svöruðu: "Bush". Aðrir héldu því fram að þetta væru aðgerðir sem tengdust spákaupmennsku í fjármálaheiminum.

Spáum aðeins í þetta. Í Bandaríkjunum kostaði lítrinn af bensíni um 23 cent árið 1999  (um kr. 20), en er í dag um 1 dollar (kr. 82). Þetta þýðir að verðið hefur hækkað um 400% á kjörtímabili Bush, og að vonum er hann ekki vinsælasti maðurinn í Bandaríkjunum þessa dagana. En þar er samt kannski verið að hengja bakara fyrir vínarbrauðsgerðarmann.

Nýjustu hækkanirnar hafa ekki verið raktar til náttúruhamfara, styrjalda eða hryðjuverka, heldur til spákaupmennsku sem orðið hefur til vegna stærri markaðar. Eftirspurn eftir hráolíu hefur aukist gífurlega þar sem Indverjar og Kínverjar hafa stóraukið eldsneytisnotkun, og fólk er tilbúið að borga mjög háar upphæðir til að halda vélum sínum gangandi.

Það er einfaldlega verið að prófa hversu mikið eigendur komast upp með að hækka verðið og svo framarlega sem að fólk kaupir eins og ekkert hafi í skorist, sjá þeir enga ástæðu til að hækka ekki verðið. Reyndar er hafin rannsókn á þessu máli í Bandaríkjunum og búið að leggja fyrir þingnefnd, þar sem að ef þetta er satt, og þessum fyrirtækjum stjórnað af Bandaríkjamönnum, gætu viðeigandi verið dæmdir í fangelsi fyrir fjársvik og landráð til margra ára.

Ég vona bara að íslensku olíufélögin séu ekki að leika sér að okkur líka, en hækkanir hérna heima hafa verið jafnvel enn öfgafullri en erlendis síðustu vikurnar, og ég spyr hvort að verið sé að fylgjast með af löggildum aðilum hvort að þessar hækkanir séu eðlilegar og í samræmi við gengisbreytingar (sem bankar virðast hafa valdið) og hærra hráolíuverð (sem olíufyrirtæki virðast hafa valdið).

Ég get ekki annað séð en að stórfyrirtæki eins og bankar og olíufyrirtæki séu að verða versti óvinur fólksins, þar sem þau hlíta engu siðferði, en hugsa einungis um ebitu og bættan hag eigenda. Er kominn tími til að spyrja sig hvort að fólkið stjórni kerfinu eða kerfið fólkinu?

Það þarf varla að rifja upp hvað gerist þegar heilar þjóðir fara af stað með slíkar pælingar.

En svo eru líka til kaldar pælingar um að þetta sé einfaldlega leynivopn repúblikanaflokksins til að halda völdum, með því að koma með töfralausn rétt fyrir kosningar, og auka þannig vinsældir eigin frambjóðanda.

 

Áhugaverðar pælingar um hækkanirnar:

 

3 leiðir til að lækka bensínverð





Sannleikskorn frá Mike Gravel:

 

Meiri snilld frá Mike Gravel, sem mun reyndar ekki verða í forsetaframboði, þar sem að hann tapaði í forkosningum - en hér spáir hann í kerfið og að úrslit kosninga hafi verið ráðin fyrir löngu síðan þar sem að demókrataflokkurinn og repúblikanaflokkurinn sé í raun stjórnaður af sama fólkinu:


Bloggfærslur 26. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband