Samkvæmt þinni reynslu, hvort er betra að búa á Íslandi eða í útlöndum?

Ég hef heyrt fjölmarga halda því fram að betra sé að búa á Íslandi en í útlöndum, en margir af þessum fjölmörgu hafa ekki upplifað hvað það er að búa í öðru menningarsamfélagi, í annarri menningu, með öðru tungumáli.

Það er mjög spennandi að búa í ólíku menningarsamfélagi, en það getur verið mjög krefjandi og erfitt, og stundum freistandi að flytja aftur heim, einfaldlega heimþráarinnar vegna, til að geta hugsað með öðru fólki á íslensku.

Reyndar er spurning hvort að moggabloggið sé ekki einfaldlega búið að leysa þetta mál og gerir fjarlægum Íslendingum mögulegt að finnast þeir vera nálægt.


Bloggfærslur 22. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband