Hvernig getur aprílgabb verið sorglegt, djúpt eða fyndið?
1.4.2008 | 21:49
SORGLEGT GABB
Ég er hrifnari af góðlátlegu gríni heldur en gríni með grimmd. Til dæmis fór ég í hálfgerða fýlu út af aprílgabbi mbl.is um niðurhal á kvikmyndum, því að niðurhal á glænýjum kvikmyndum er mögulegt víðs vegar um heiminn, bara ekki á Íslandi.
Það er til dæmis hægt að kaupa kvikmyndir á iTunes.com hafirðu bandarískt kreditkort, og sömuleiðis er hægt að kaupa kvikmyndir frá amazon.com og hala þeim niður sértu staðsettur í Bandaríkjunum eða í þeim löndum sem hafa gert samning um að gera þetta mögulegt.
Mér fannst Google grín mbl.is hins vegar nokkuð gott. Ég held að það gæti nefnilega komið sér ansi vel að geta sent tölvupóst til fortíðarinnar. Þá hefði ég til dæmis getað sent mér tölvupóst og sagt mér að skipta peningum mínum í Evrur rétt fyrir gengisfellinguna um daginn, og þá væri ég bara í fínum málum í dag.
Svo hefur maður líka gert ýmis mistök um ævina, og þá væri gott að geta sent sjálfum sér verkefni til að koma í veg fyrir hin og þessi mistökin þar sem að maður var því miður ekki vitur fyrr en eftirá. Hugsið ykkur bara möguleikana.
FYNDIÐ GABB
En besta aprílgabb dagsins fannst mér þessi auglýsing frá ELKO. Útskýringar óþarfar.
![]() |
Varstu gabbaður í dag? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hver er munurinn á vel heppnuðu og misheppnuðu aprílgabbi?
1.4.2008 | 08:17
Í gærkvöldi, rétt eftir miðnætti, fékk ég skilaboð frá fyrrum nemanda mínum um að annar fyrrum nemandi hafi orðið fyrir bíl og óvíst væri um líf hans. Ég spurði hvort hann væri að grínast, enda kannast ég við (mis)skilning hans á húmor. Hann svaraði játandi, að ég hefði hlaupið 1. apríl vegna þess að ég spurði.
Ég sagði honum að mér þætti þetta ekki fyndið. Hann sagði að víst væri þetta fyndið. Dýpra fórum við ekki.
Nú spyr ég þig, lesandi góður, var það sem ungi maðurinn gerði gott aprílgabb?
Dæmi um gott aprílgabb:
Árið 1957 var tilkynnt á hinum virðulega miðli BBC að vegna hagstæðs veðurfars liðinn vetur og útrýmingu á spaghettí-arfa, væri Spaghettí uppspretta í Sviss einstaklega góð. Sýnt var myndband þar sem svissneskir bændur týndu spaghettí af trjám. Margir áhorfendur hringdu til BBC og vildu fá að fræðast meira um hvernig þeir gætu ræktað eigin spaghettí tré. BBC svaraði þessum spurningum með þeim hætti að best væri að setja nokkur spaghettístrá í dollu með tómatsósu og vona það besta. Myndbandið fyrir neðan sýnir gabbið:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)