Viltu eignast 50 tommu fislétt "sjónvarpstæki" á kr. 41.669 ?

Þar sem ég vinn í hátæknifyrirtæki lendi ég oft í mjög skemmtilegum samræðum í matartímum við fólk sem fylgist afar náið með nýjustu tækni og vísindum. Ein slík samræða fjallaði um 50 tommu fislétt "sjónvarpstæki" sem hægt er að kaupa á amazon.com og iwantoneofthose.com.

Reyndar er þetta ekki hefðbundið sjónvarpstæki, heldur gleraugu sem maður setur á nefið á sér, getur tengt í Ipod eða DVD spilara og notað til að horfa á bíómyndir. Það að horfa í þessi gleraugu gefur sömu tilfinningu og að sitja inni í stofu og horfa á 50 tommu sjónvarpstæki. 

Þetta finnst mér að sjálfsögðu vera hin mesta snilld, og kíkti á hvað tækið kostaði. Það er á $244.95 og eftir innflutning með ShopUSA kostar græjan í heildina kr. 41.669,- sem mér finnst ágætis verð fyrir sjónvarpstæki sem maður getur horft á hvar sem er og hvenær sem er.

Þessar græjur heita ezVision Video iWear og langar mig ekki lítið til að prufa þessar græjur. Þó hafa gagnrýnendur svipaðra tækja minnst á að eftir um klukkustundar notkun fer þeim að finnast þetta frekar þungt - og sumir hafa kvartað undan ógleði. Sumir kvarta ekki undan neinu og finnst þetta frábært. 

En hvað um það, spennandi tæknigræja sem verður líklega innan skamms vinsæl. Ég held að þetta eigi eftir að slá í gegn.

ipod-video-goggles

 

Ég vil taka það fram að ég er ekki að auglýsa neitt af þessum fyrirtækjum sem ég minnist á né hagnast á því þegar smellt er á tenglana. 


Bloggfærslur 28. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband