3:10 to Yuma (2007) ****
6.2.2008 | 19:42
Dan Evans (Christian Bale) er bláfátćkur nautgripabóndi sem er viđ ţađ ađ fara á hausinn vegna mikilla ţurrka. Hann skuldar 200 dollara en getur ekki borgađ á réttum tíma. Hollander (Lennie Loftin) lánađi Evans peninginn upphaflega, en hefur meiri áhuga á ađ eignast land Evans heldur en ađ fá endurgreitt, ţví ađ hann sér fram á ađ geta stórgrćtt á landeigninni ţegar lestarteinar verđa lagđir yfir svćđiđ. Hann sendir ţrjótinn Tucker (Kevin Durand) til ađ brenna hlöđu Evans.
Ţegar Dan Evans lćtur ţrjótana ganga yfir sig án ţess ađ gera neitt í málinu, er fjórtán ára sonur hans, William (Logan Lerman) vonsvikinn og sár út í heigulshátt föđur síns, og lćtur hann pabba sinn heyra ţađ. Stolt Dan Evans, sem misst hefur annan fótinn og hefur fengiđ örorkustyrk vegna ţess, hefur veriđ illa sćrt. Honum finnst hann hafa brugđist fjölskyldu sinni.
Ţegar Dan og synir hans tveir verđa vitni ađ ráni á hestvagni ţar sem fjöldamorđinginn og útlaginn Ben Wade (Russell Crowe) og gengi hans, hefur notađ nautgripi Evans til ađ stoppa vagninn, og Wade tekur af ţeim hesta ţeirra, verđur William enn sárari út í föđur sinn en áđur, og finnst hann vera mesti heigull í heimi. Dan er aftur á móti skynsamur ađ taka enga áhćttu međ syni sína tvo sér viđ hliđ á móti heilu glćpagengi.
Einn lifir af árásina á vagninn, mannaveiđarinn Byron McElroy (Peter Fonda), og fer Dan međ hann sćrđan í nćsta bć. Ţegar yfirvöldum tekst ađ handsama Ben Wade, og Dan eru bođnir 200 dollarar til ađ fylgja honum ađ lestinni sem fer nćsta dag kl. 3:10 til Yuma, ákveđur hann ađ slá til, - enda hefur hann engu ađ tapa og til alls ađ vinna.
Sex manns ákveđa ađ fylgja Ben Wade ađ lestinni, Dan Evans, mannaveiđarinn McElroy, ţrjóturinn Tucker, dýralćknirinn hugdjarfi Doc Potter (Alan Tudyk), auđkýfingurinn Grayson Butterfield (Dallas Roberts) og bóndasonurinn William Evans eltir ţá án ţeirra vitundar. Ţessi hópur á eftir ađ lenda í miklum ćvintýrum á leiđinni ađ lestinni, en ţeir ţurfa ađ kljást viđ ýmsar hćttur á leiđinni, og ţá allra verstu gengiđ hans Ben Wade, sem er rétt á eftir ţeim međ hinn grimma og trygga Charlie Prince (Ben Foster) í forystu.
Ţađ áhugaverđasta viđ söguna er hvernig gagnkvćm virđing verđur til á milli ţeirra Dan Evans og Ben Wade, sem ţróast upp í eitthvađ allt annađ og meira en samband fanga og varđar, eftir ţví sem ađ ţeir lifa af fleiri hćttur og hafa lćrt meira um hvorn annan.
Christian Bale og Russell Crowe sýna báđir stórgóđan leik, og eru studdir af frábćrum leikarahóp ţar sem Peter Fonda stendur upp úr, eins og persóna dregin upp úr hvađa Clint Eastwood vestra sem er. Ég skil ekki af hverju 3:10 to Yuma var ekki tilnefnd til Óskarsverđlauna sem besta kvikmyndin.
Í lokin kemur í ljós ađ lestin til Yuma er ekkert endilega lestin sem Dan Evans hefur hugsađ sér ađ koma Ben Wade í, heldur myndhverfing fyrir hina ţröngu og beinu leiđ. Mér fannst frummyndin frá 1957 hörkugóđ, en 2007 útgáfan ennţá betri.
Sýnishorn:
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 20:00 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)