Indiana Jones rænir örkinni aftur

Þá er farið að styttast í Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull (hrykalegur titill) og fyrsta sýnishornið komið. Það sýnir okkur Indiana Jones (Harrison Ford) ræna örkinni úr Raiders of the Lost Arc úr bandarísku vöruhúsi, og Cate Blanchett (fær líklega Óskarinn fyrir I'm Not There) sem svarthærðan rússneskan njósnara. Einnig má sjá Ray Winstone (Beowulf | The Proposition) bregða fyrir og þeim sem fær líklega hattinn eftir þessa mynd, ungstjörnunni Shia LaBeouf (Transformers | Disturbia) .

Það verður spennandi að sjá hvernig tekst til hjá Harrison Ford. Nýlega hefur bæði Bruce Willis (Live Free or Die Hard) og Sylvester Stone (Rocky Balboa | Rambo) tekist að endurvekja eigin ferla á sextugsaldri. Nú er vonandi komið að Fordinum að slá í gegn einu sinni enn, og leika svo kannski Han Solo úr Star Wars einu sinni enn. Mér líst ágætlega á þetta sýnishorn, en samt nokkuð ljóst að Spielberg er ekki að rembast við frumleika í þetta skiptið. 

Ætlar þú að sjá Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull í bíó?


Bloggfærslur 15. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband