Guillermo Del Toro leikstýrir The Hobbit eftir J.R.R. Tolkien

Eins og flestir vita er The Hobbit forsaga The Lord of the Rings, sem Peter Jackson leikstýrđi viđ fádćma undirtektir. Ţar sem ađ Peter Jackson er fastur í öđrum stórverkefnum, međal annars leikstjórn og framleiđslu á Tinna, ásamt Steven Spielberg, hefur Jackson samţykkt ađ vera framkvćmdastjóri verkefnisins (executive producer ef ég skil ţađ hlutverk rétt).

Ég man ţegar fyrst var tilkynnt ađ Peter Jackson myndi leikstýra The Lord of the Rings, ţá tók hjarta mitt kipp, enda ţekkti ég hans eldri myndir og vissi ađ hann smellpassađi sem leikstjóri. Ég skrifađi meira ađ segja ritgerđ um ţetta val á writtenbyme.com, ţar sem ég skrifađi greinar í nokkur ár. Ţar voru margir í vafa um hvort ég hefđi rétt fyrir mér. Eflaust eiga einhverjir eftir ađ efast um del Toro fyrir The Hobbit, en ekki ég.


Veriđ er ađ rćđa viđ mexíkóska leikstjórann Guillermo del Toro um ađ leikstýra The Hobbit, og verđur hún ţá gefin út í tveimur hlutum sem teknir verđa upp samtímis. Ađ mínu mati er ţetta einfaldlega frábćrt val á leikstjóra, enda hefur del Toro sýnt frábćrt vald á sögum sem krefjast einhvers myrkurs og húmors samtímis. Allar myndir hans hafa ţó ekki slegiđ í gegn, og ţar á međal Hellboy, sem samt á sína góđu spretti, og Blade II. Aftur á móti gerđi hann hinar stórkostlegu dramahrollvekju El Espinazo del Diablo (Mćna Djöfulsins) og hina frábćru El Laberinto del Fauno (Völundarhús Pans). Ég hef lesiđ The Lord of the Rings á tíu ára fresti síđan ég var sextán ára gamall, og The Hobbit oftar.

The Hobbit fjallar um ćvintýri Bilbo Baggins, gamla frćnda Frodo. Galdrakarlinn Gandálfur býđur ţrettán dvergum í heimsókn til Bilbós, en ţeir ţurfa ađ fá hann međ sem ţjóf í leit ađ fjársjóđi sem varinn er af drekanum Smaug. Bilbo er ekkert sérstaklega hrifinn af ćvintýrum, og er meira fyrir ađ sötra te, en hann lćtur sig hafa ţađ og slćst međ í hópinn. Áđur en hann veit af er hann farinn ađ berjast viđ risakóngulćr, tröll, orka og úlfa, Gollúm og drekann ógurlega klóka, auk ţess ađ hann ţarf ađ takast á viđ óvćnt vandamál í eigin hóp. Endar bókin á eftirminnilegu stríđi á milli fimm herja.

Nú getur mađur fariđ ađ hlakka til.

 

Teikningarnar eru eftir Alan Lee, af vefsetrinu TheOneRingNet


Bloggfćrslur 28. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband