Raunverulegur möguleiki á heimsmeistaratitli fyrir Íslendinga

Góđir möguleikar á heimsmeistaratitli fyrir Íslendinga, en mér finnst nóg um hversu mikiđ er lagt á börnin.  (Sigurđur Bragi Guđmundsson)

 

Tékkland: HM í Pardubice # 4

Dagur 5:  

Í dag fengu Íslendingar tékknesku U-14 sveitina og lögđu hana 4-0. Jóhanna Björg vann sinn andstćđing eftir laglega sókn á kóngsvćng. Patti sigrađi af miklu öryggi. Palli vann međ einstakri heppni, og Gummi lagđi sinn andstćđing létt.

Á morgun verđur teflt viđ Qatar, fyrst U-16 sveitina og síđan U-14. Ljóst er ađ ţetta eru lykil viđureignir ţar sem heimsmeistaratitill liggur undir. 

Ég mun senda inn fréttir á morgun af gengi okkar manna.

Stađan er ţannig í U-14 flokki:

  • 1. sćti: Salaskóli 11,5
  • 2. sćti Qatar -  8,5
  • 3. sćti Portugal 8,0 

Fyrir utan ađ hafa veriđ ađ tefla allt ađ tvćr skákir í dag, allt ađ fjóra tíma í senn, hafa börnin veriđ ađ stúdera ţrjá til fjóra tíma á dag eftir skákirnar til ađ lćra af ţeim. Ţau sýna einstaklega mikinn áhuga og dugnađ, viđ erfiđar ađstćđur, enda hóteliđ ekki loftkćlt og hitinn 35 gráđur. Börnin halda enn góđri einbeitingu ţrátt fyrir bćđi mikinn kliđ og lćti í skákhöllinni, auk mikils hita. Hitinn gćti veriđ Qatar í hag; en spáđ er um 37 stiga hita á morgun, en börnin úr Salaskóla eru vel undirbúin, hafa borđađ vel, sofiđ vel og haldiđ góđum aga, ţannig ađ ţetta verđur ćsispennandi.

Mér finnst gott hvađ Hrannar heldur góđum aga á svefnvenjum, matarćđi, kurteisi, stundvísi, og góđri háttsemi. (Sigurđur Bragi Guđmundsson) 

Meira á morgun...

Bloggfćrslur 15. júlí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband