Bloggađ frá Bandaríkjunum # 2 - Langur akstur, ungir snillingar og ný wikisíđa

Ég ók frá Minneapolis til Holdrege bćjar í Nebraska međ ţví ađ elta GPS leiđbeiningar í 10 klukkustundir. Ţessi grćja virkađi undravel, hún spáđi fyrir um klukkan hvađ ég yrđi kominn á stađinn. Skekkjumörkin voru innan fimm mínútna, sem er gott miđađ viđ 945 km. leiđ.

Minneapolis_Holdrege

Kennsla byrjađi kl. 8:30 á mánudagsmorgni. Fagiđ er rökfrćđi og heimspeki. Nemendurnir eru  allir afburđarnámsmenn sem sóttu sérstaklega um ađ komast á sumarnámskeiđiđ. Rúmlega 500 ungmenni sóttu um, en um 125 komust inn. Um 100 nemendur sóttu um rökfrćđinámskeiđiđ hjá mér, en ađeins 14 komust ađ.

Logicsmall

Ţessir ungu snillingar hafa rćtt áhugaverđ málefni, en svo virđist sem ađ meginţemađ í ár snúist um verund og tilvist. Í dag komu ţau fram međ ţá kenningu ađ verund tilheyri veruleikanum sem tímahugtak (time), en ađ tilvistin tilheyri veruleikanum sem svćđishugtak (space). 

Viđ skráum eitthvađ af spurningum og svörum inn á wiki-vefsvćđi sem ég bjó til fyrir hópinn: http:livefreeblog.com/logic og lítur út fyrir ađ vefsíđan verđi nokkuđ öflug miđađ viđ ađ gerđ hennar hófst síđasta mánudag.

Á mánudagskvöldiđ var haldin ljóđakeppni (poetry slam) ţar sem ljóđskáld lesa frumsamin ljóđ og fá einkunn frá dómurum fyrir. Ţetta form var fundiđ upp ţegar fólki fór ađ leiđast hversu mikiđ innan í sér mörg snilldarskáld voru viđ upplestur. Ţar á eftir var haldin spurningakeppni, ţar sem allar spurningarnar fjölluđu um fólkiđ sem tekur ţátt í námskeiđinu ţetta áriđ. Á ţriđjudagskvöldiđ var svo fariđ í keilu, ţar sem undirritađur náđi 128 stigum, sem ég er bara nokkuđ sáttur viđ. Í kvöld verđur keppt í blaki og verđ ég í kennaraliđinu, en nemendurnir eru ansi öflugir, og unnu kennarana í fyrra. 

Ég hef til allrar hamingju ekki haft neinn tíma til ađ horfa á sjónvarp, og hef ekki mikinn tíma til ađ blogga, enda fer ég út ađ borđa eftir hálftíma.

Bestu kveđjur til bloggvina.


Bloggfćrslur 13. júní 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband