Stórmyndir: Taxi Driver (1976) ***1/2
23.4.2007 | 19:57
Travis á viđ áráttuvandamál ađ stríđa. Hann reynir ađ leysa ţađ međ vinnunni, međ ţví ađ láta daga og nćtur líđa á međan hann keyrir leigubílinn. Stundum eftir vinnu skellir hann sér í bíó, og horfir ţá eingöngu á klámmyndir. Hann gerir sér ekki grein fyrir ţví hvernig hann er orđinn samdauna soranum á götunni.
Taxi Driver fjallar um leigubílstjórann Travis Bickle (Robert DeNiro), en hann ţjáist af svefnleysi og virđist hafa orđiđ fyrir einhverjum geđtruflunum í Víetnam stríđinu. Hann gerir ekkert annađ en ađ keyra um borgina, og vinnur eins lengi og hann hefur orku til. Hann keyrir um öll hverfi New York borgar og verđur vitni ađ öllu ţví ljótasta sem gerist á götum borgarinnar.
Dag nokkurn gengur gyđjan Betsy (Cybill Shepherd) framhjá honum og inn á kosningaskrifstofu ţar sem hún starfar ađ undirbúningi forsetaframbođs Charles Palantines öldungardeildarţingmanns (Leonard Harris). Viđ hliđ hennar starfar Tom (Albert Brooks) sem hefur meira en lítinn áhuga á henni. Ţegar Betsy bendir Tom á ađ leigubílstjóri fyrir utan skrifstofuna sé ađ horfa á hana, gengur hann út og ćtlar ađ ná tali af kauđa, en Travis gefur ţá í botn og keyrir í burtu.
Travis herđir sig síđar upp, gengur inn á kosningaskrifstofuna og býđur Betsy međ sér á kaffistofu. Hún ţyggur bođiđ og verđur strax hrifin af honum. Hún samţykkir síđan ađ fara međ honum í bíó nćsta kvöld. En ţegar Travis fer međ hana á klámmynd, móđgast hún sárlega og kemur sér í burtu.
Öldungardeildarţingmađurinn Palantine fćr far í leigubíl Travis og verđur á ađ spyrja hann hvađ ţađ er sem ađ honum finnst ađ mćtti betur fara í landinu. Travis segist í fyrstu ekki hafa neitt vit á stjórnmálum og ekkert hafa velt málinu fyrir sér, en ţegar ţingmađurinn krefur hann svara, segir Travis frá ţví hvađ honum finnst óţolandi hvađ allt er skítugt í New York, ađ ţađ ţyrfti ađ hreinsa til af götunum, losna viđ allan ţennan óţverra.
Eftir ţetta hefur Travis eignast nýtt áhugamál. Hann ćtlar ađ taka virkan ţátt í ađ hreinsa til á götunum. Hann áttar sig á hvar hann ćtlar ađ byrja ţegar unglingsstúlkan og vćndiskonan Iris (Jodie Foster) er dregin út úr bíl hans af hórmangara. Travis verđur sér úti um skotvop, kemur sér í gott líkamlegt form og setur markiđ hátt - ađ hreinsa götur New York.
Taxi Driver fjallar í raun um einmanaleika og firringu, og hversu ömurlegt og mannskemmandi ţađ getur veriđ ađ hrćrast í návist ósóma og glćpa.
Robert DeNiro sýnir slíka snilldartakta ađ ég trúi ţví ekki ennţá ađ hann skuli ekki hafa fengiđ Óskarinn. Einnig er leikstjórn Martin Scorsese međ ţví besta sem mađur hefur séđ. Ég vil alls ekki gera lítiđ úr Rocky, sem vann Óskarsverđlaunin ţetta áriđ, en Taxi Driver er mun betri mynd, ţrátt fyrir ađ Rocky sé glćsileg á eigin forsendum.
Ţađ er ekki spurning, ég mćli eindregiđ međ Taxi Driver. Hún er samt ekki fyrir alla. Ofbeldiđ í einstaka atriđum er algjörlega ófegrađ og hryllilegt ađ horfa upp á ţađ, sem ţýđir ađ ţessi annars feykigóđa mynd er ekki fyrir alla.
Óskarsverđlaunatilnefningar:
- Besti leikari í ađalhlutverki: Robert DeNiro
- Besta leikkona í aukahlutverki: Jodie Foster
- Besta tónlist: Berndard Hermann
- Besta kvikmynd

Taxi Driver vann engin Óskarsverđlaun, en Robert DeNiro leikur ţađ magnađa persónu og ţađ vel ađ óskiljanlegt er hvernig einhver annar gat stoliđ ţessum verđlaunum frá honum, en Peter Finch fékk verđlaunin áriđ 1977 fyrir hlutverk sitt í Network, en Rocky fékk Óskarinn sem besta kvikmyndin.
Leikstjóri:
Martin Scorsese
Handritshöfundur:
Paul Schrader
Helstu leikarar:
Robert DeNiro
Cybill Shepherd
Peter Boyle
Jodie Foster
Harvey Keitel
Albert Brooks