5. Óskarsverđlaunin: Grand Hotel (1932) ***

Ég ćtla ađ horfa á allar kvikmyndir sem valdar hafa veriđ besta myndin á Óskarsverđlaunahátíđum frá upphafi. Grand Hotel frá 1932 er sú fimmta í röđinni. 

Grand Hotel er drama um líf og örlög fimm manneskja sem fléttast saman ţegar ţau dvelja á glćsihóteli í einn sólarhring. Líf ţeirra allra mun gjörbreytast eftir ţennan stutta tíma, vegna ţess hver ţau eru, hvađ ţau vilja og hvađ ţau gera.

Barón Felix von Geigern (John Barrymore) er svikahrappur og ţjófur međ rómantískt hjarta. Ţegar hann laumast inn á hótelherbergi listakonunnar heimsfrćgu Grusinskaya (Greta Garbo) til ađ stela dýrmćtri hálsfesti, verđur hann ţess í stađ ástfanginn af ţessari fögru en óhamingjusömu konu. Baróninn átti stefnumót, sem hann svíkur, viđ Flaemmchen (Joan Crawford), fagra stúlku sem starfar sem einkaritari fyrir framkvćmdamanninn moldríka Preysing (Wallace Beery) sem ţráir ekkert heitar en ađ fá einkaritarann í bóliđ međ sér. Inn í söguna fléttast líf hins ólánsama Otto Kringelein (Lionel Barrymore) sem er einn af starfsmönnum Preysing en hefur nýlega fengiđ ađ vita ađ hann sé međ krabbamein og eigi stutt eftir ólifađ.

Ţó ađ sagan sé áhugaverđ á pappírnum nćr myndin ekki ađ koma henni nógu skemmtilega til skila. Greta Garbo og John Barrymore eru skráđ sem ađalleikarar, en ofleika bćđi.  Joan Crawford, Wallace Berry og ţá sérstaklega Lionel Barrymore standa sig vel í sínum hlutverkum.

Grand Hotel fjallar fyrst og fremst um áhrif peninga á líf fólks, hvernig ţeir ráđa úrslitum í örlögum ţess, sama hverjir mannkostir ţess eru. Grusinskaya á alltof mikiđ af peningum og er sama um ţá. Preysing er forríkur en vill vera ennţá ríkari. Kringelein hefur safnađ alla ćvi en vill losna viđ peninginn áđur en hann deyr. Flaemmchen er tilbúin í ađ selja líkama sinn fyrir peninga. Geigern gerir allt sem hann getur; svíkur, lýgur og prettar, til ađ fá pening. Og ađeins gestir međ peninga geta gist á Grand Hotel.

Allar eru persónurnar ađ leita eftir breytingu í lífinu, og halda ađ ţćr geti náđ ţessari breytingu fram á einu kvöldi. Grusinskaya er leiđ á lífinu, en telur sig finna mögulega fyllingu ţegar hún verđur ástfangin af Geigern baróni. Geigern barón heldur ađ hann geti leyst öll sín vandamál međ ţví ađ stela verđmćtum, sem hann ćtlar síđan ađ nota til ađ borga fjárhćttuskuldir; en handrukkarar eru á hćlum hans sem hóta lífi hans og limum borgi hann ekki fljótlega. Međal ţeirra sem gćtu útvegađ Geiger baróni pening er Otto Kringelein, sem er nákvćmlega sama um peninga, en vill bara skemmta sér almennilega áđur en hann hrekkur upp af. 

Flaemmchen er ađ leita eftir betri stöđu í lífinu og vonast til ađ geta bćtt erfiđa stöđu sína međ ţví ađ sofa hjá yfirmanni sínum, en Preysing er ţreyttur á eigin reglubundna líferni og vill lofta ađeins út međ ţví ađ sofa hjá Flaemmchen. 

Ţessi leit ađ skyndilausnum endar ađ sjálfsögđu međ ósköpum, og liggur einn hótelgestanna í valnum viđ sögulok.

Ég mćli međ ţessari mynd vegna handritsins, sem er vel skrifađ; en finnst ađ ţađ mćtti svosem endurgera hana međ leikurum eins og Jack Nickolson, Johnny Depp, Robin Williams, Nicole Kidman og kannski Scarlet Johansson.

 

Ađrar kvikmyndir sem valdar hafa veriđ besta mynd ársins:

Wings (1928) **** 

The Broadway Melody (1929) *1/2

All Quiet on the Western Front (1930) ****

Cimarron (1931) ***1/2

 

 

Smelltu hér til ađ lesa gagnrýni um fleiri kvikmyndir.

Bloggfćrslur 1. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband