Bestu vísindaskáldsögurnar í kvikmyndum, 14. sćti: Back to the Future
6.12.2007 | 20:34
Áfram međ listann um 20 bestu vísindaskáldsögurnar í kvikmyndum. Nćsta mynd er léttari í tón en mađur á ađ venjast ţegar vísindaskáldsögur eru annars vegar, og reyndar er meira lagt upp úr fjölskyldutengslum en vísindunum sjálfum. Vísindin í Back to the Future snúast um tímavél sem Doc Emmett Brown hannar, en Marty McFly notar og lendir í heimi ţar sem hann er jafnaldri foreldra sinna. Brátt verđur hann ađ traustasta vini föđur síns og móđir hans verđur ţađ skotin í honum ađ honum er vart huguđ tilvist.
Ţađ er skemmtilega leikiđ međ ţverstćđur tímaferđalaga, persónurnar eru eftirminnilegar og sagan spennandi. Ţađ er varla hćgt ađ biđja um meira. Ţađ var reyndar gert og fylgdu tvćr lakari framhaldsmyndir í kjölfariđ.
Back to the Future (1985) ****
Unglingurinn Marty McFly (Michael J. Fox) á í miklum erfiđleikum međ tímastjórnun, eins og algengt er međal unglinga. Hann sefur oft yfir sig og mćtir of seint í skólann. Hann ţráir ađ verđa tónlistarmađur en skortir kjark til ađ senda inn upptökur sínar af hrćđslu viđ höfnun.
Foreldrar Marty eiga viđ mikil vandamál ađ etja. Ţau ná engan veginn saman. Móđir hans, Lorraine, drekkur mikiđ og er of ţung; og fađir hans, George (Crispin Glover) hefur látiđ gamlan skólafélaga sinn, Biff (Thomas F. Wilson) komast upp međ einelti í áratugi og ţannig tapađ sjálfsvirđingunni.
Marty ćtlar ađ taka kćrustu sína Jennifer (Claudia Wells) í sumarbústađ ţegar Biff lendir í árekstri á fjölskyldubílnum međ bjór viđ hönd. Ţađ er semsagt töluvert mikiđ í uppnámi hjá strák.
Besti vinur Martys er léttgeggjađi vísinda- og uppfinningamađurinn Doc Emmett Brown (Christopher Lloyd). Ţeir kynntust nokkrum árum áđur en Marty fćddist ţegar Doc hjálpađi honum ađ ferđast inn í framtíđina. Hann hefur nefnilega fundiđ upp tímavél sem lítur út eins og DeLorean sportbíll.
Ţegar líbverskir hryđjuverkamenn komast ađ ţví ađ Doc hefur stoliđ frá ţeim töluverđu magni af plútóníum, sem ţeir ćtluđu ađ nota í kjarnorkusprengju, plaffa ţeir hann niđur međ vélbyssum. Marty er nćsta skotmark en honum tekst ađ flýja inn í tímavélina og 30 ár aftur í tímann. Ţar sem hann tók ekkert plútóníum međ til fortíđarinnar kemst hann ekki til baka.
Hann leitar ađ Doc Brown og tekst ađ sannfćra hann um tilvist tímavéliarinnar og ferđalagiđ, og saman ćtla ţeir ađ koma Marty aftur til framtíđarinnar. Ţađ er ţarna sem Doc Brown hittir Marty ófćddan í fyrsta sinn.
Marty hafđi áđur en hann fann Doc Brown rekist á George föđur sinn og komiđ óvart í veg fyrir ađ hann hitti Lorraine, móđur Marty, í fyrsta sinn. Ţađ sem verra er, Lorraine verđur yfir sig hrifin af Marty - sem sér fram á ađ hans eigin tilvist mun mást út ef honum tekst ekki ađ ná foreldrum sínum saman.
Ţađ er frekar erfitt mál ţar sem mamma hans lítur ekki viđ hinum óframfćrna George. Ekki batnar ástandiđ ţegar Biff hinn nautheimski ţrjótur kemur stöđugt í veg fyrir samrćmingaráform Marty.
Marty ţarf ađ leysa ţessi vandamál fyrir klukkan 22:04, en ţá mun eldingu ljósta niđur í klukkuturn sem gefur tímavélinni fćrt ađ fleyta honum til framtíđarinnar. Framtíđ hans veltur á ađ leysa nokkur vandamál á réttum tíma, sem er nokkuđ krefjandi vandamál fyrir ungling sem hefur enga stjórn á eigin tíma. Lykilţáttur í lausn vandans er eitt flottasta kjaftshögg kvikmyndasögunnar.
Tćknilega er Back to the Future afbragđsvel unnin. Persónurnar eru eftirminnilegar og stórskemmtilegar; svo og vandamálin sem Marty ţarf ađ leysa. Sagan gengur fullkomlega upp á endanum, allir lausir endar hnýttir vel saman og síđan opnađir upp á gátt rétt áđur en myndinni lýkur. Ég hef sérstaklega gaman af endi sem gefur ímyndunaraflinu lausan tauminn. Gerđar voru tvćr framhaldsmyndir sem fjallađ verđur um fljótlega.
Sýnishorn 1 úr Back to the Future:
Sýnishorn 2 úr Back to the Future:
Bestu vísindaskáldsögurnar í kvikmyndum:
14. sćti: Back to the Future
15. sćti: Serenity
16. sćti: Predator
17. sćti: Terminator 2: Judment Day
18. sćti: Blade Runner
19. sćti: Total Recall
20. sćti: Pitch Black