Predator 2 (1990) **
13.11.2007 | 21:54
Síđasta mynd sem ég fjallađi um var Predator frá 1987. Hún hefur getiđ af sér tvö afkvćmi og ţađ ţriđja er á leiđinni. Fyrsta afkvćmiđ var hin alltof obeldisfulla og ósmekklega Predator 2, sem fjallađ er um hér fyrir neđan. Nćst kom hin hrykalega lélega Aliens vs. Predator (2004) og nćsta jóladag verđur framhaldiđ, Aliens vs. Predator: Requiem, frumsýnd.
Predator 2 er sjálfstćtt framhald. Ţađ er minnst á atburđi fyrstu myndarinnar í framhjáhlaupi.
Ófremdarástand ríkir í Los Angeles. Glćpaklíkur vađa uppi drulludópađar og ţrćlvopnađar. Margir lögreglumenn eru drepnir á dag og allt í upplausn. Ţađ er engu líkara en ađ viđ séum stödd í heimi Robocop eins og hann birtist okkur í Paul Verhoeven útgáfunni.
Danny Glover leikur ofurlögguna Mike Harrigan. Hann veđur inn í hóp glćpamanna sem drita eins og brjálćđingar úr öllum hugsanlegum byssutegundum. Danny Glover teppir gluggana á bílnum sínum međ skotheldum vestum, brýtur af bílstjórahurđina og laumar sér ţannig upp ađ ţeim til ađ bjarga tveimur föllnum félögum. Honum tekst ađ komast aftan ađ bófunum og plaffar ţá alla í spađ.
Veiđivera úr geimnum fylgist spennt međ hvernig Danny Glover leysir úr málunum. Ţar hefur hún fundiđ verđugan andstćđing, finnst henni, en áhorfandinn á bágt međ ađ trúa ţví. Veran drepur nokkur bófagengi á sinn yfirnáttúrulega hátt og ţegar hún hefur drepiđ nokkrar löggur sem eru félagar Glovers, ţá ákveđur hann ađ ţetta sé orđiđ persónulegt, og ćtlar heldur betur ađ taka í lurginn á kvikindinu.
FBI fulltrúinn Peter Keyes (Gary Busy) truflar stöđugt rannsóknina, ásamt hópi ţrjóta sem inniheldur međal annarra Garber, sem leikinn er af Adam Baldwin, stórskemmtilegum leikara sem hefur ekki fengiđ nóg af góđum tćkifćrum. FBI gaurarnir vilja ná skrýmslinu lifandi og ađ sjálfsögđu renna ađgerđir ţeirra úr í sandinn og reynast hiđ versta klúđur, sem ađeins Danny Glover getur reddađ.
Fínir leikarar birtast í aukahlutverkum, sem standa sig reyndar misjafnlega vel. Ţar er vćntanlega frćgastur Bill Paxton, sem brá reyndar einnig fyrir í The Terminator sem pönkari, en hann ofleikur löggu sem hefur alltof mikiđ sjálfsálit. Maria Conchita Alonso og Ruben Blades eru hins vegar nokkuđ góđ sem ađstođarmenn Danny Glover, en Danny kallinn stendur sig best ţeirra allra. Hann sýnir flotta takta, ţó svo ađ hann sé langt frá ţví ađ vera trúverđugur í sínu hlutverki.
Predator 2 er ekki jafn spennandi og hún er óhugnanleg. Ţađ er alltof mikiđ af tilgangslausu drápi og tilviljunarkenndum augnablikum. Stundum er eins og geimskrýmslinu takist ađ vera á tveimur stöđum samtímis, sem gengur náttúrulega engan veginn upp. Ţađ ađ skrýmsliđ leggi Danny Glover í einelti af öllum ţeim vopnuđu gaurum sem birtast í myndinni er líka frekar ósennilegt.
Tćknilega er Predator 2 óađfinnanleg, en hún hefur bara ekki upp á neitt nýtt ađ bjóđa. Reynt var ađ blanda saman Lethal Weapon og Alien, en ţađ gengur bara ekki alveg upp. Hugmyndin ágćt svosem, en sjálfsagt of erfiđ í framkvćmd.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 21:59 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)