The Exorcism of Emily Rose (2005) ***1/2


Kaţólskur prestur  (Tom Wilkinson) er ákćrđur fyrir manndráp af gáleysi. Ákćrandinn telur hann hafa drepiđ unga stúlku ţegar hann reyndi ađ sćra úr henni illan anda, en lćknar höfđu gefist upp á ađ finna leiđir gegn kvillum hennar, og ţví var leitađ til prests.

Verjandi hans er trúlaus lögfrćđingur (Laura Linney) sem hefur áhuga á fáu öđru en eigin frama. Viđ rannsókn málsins fara dularfullir hlutir ađ gerast sem vekja hana til umhugsunar um eigin trúleysi.

Í málsvörn prestsins er fjallađ um heim ţar sem púkar, englar, Guđ, píslarganga og andsetning eru raunverulegir hlutir; en ţessi hugmyndaheimur tekst á viđ veruleika réttarins sem fjallar um sannleika, trú, sannfćringu, persónulegar og faglegar ákvarđanir.

Ţađ er spennandi ađ fylgjast međ hvernig ţessir tveir heimar takast á í leit ađ sameiginlegum umrćđugrundvelli. Var stúlkan í raun og veru andsetin, eđa er presturinn bara einhver klikkađur gaur sem drap stúlkuna viđ ađ framkvćma vafasamar sćringar? Getur veriđ ađ presturinn hafi bjargađ sál stúlkunnar međ ţví ađ losa hana undan ţrćlkun líkamans? Hvort er meira virđi, sál eđa líkami? Eru sál og líkami kannski eitt og hiđ sama?

Til ađ auka viđ spennuna verđur ekki ađeins presturinn, heldur lögfrćđingurinn skotmark ţessa illa anda, hvort sem hann er raunverulegur eđa sálrćnt fyrirbćri.

Laura Linney og Tom Wilkinson leika sín hlutverk sérlega vel. Myndinni er leikstýrt af Scott Derrickson. Ţetta er önnur mynd hans í fullri lengd. Sú fyrsta hét Hellraiser: Inferno, og fékk frekar slaka dóma. En nćsta mynd hans mun líklega ákvarđa feril hans, en hún verđur jólamynd áriđ 2008 međ Keanu Reeves í ađalhlutverki, en ţađ er endurgerđ hinnar klassísku The Day the Earth Stood Still.

The Exorcism of Emily Rose er alls ekki fyrir börn og viđkvćmar sálir.


Bloggfćrslur 23. október 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband