10 bestu ofurhetjumyndirnar: 2. sćti: The Incredibles (2004)
1.10.2007 | 21:15
Ótrúlega fjölskyldan innheldur fimm međlimi, fjölskylduföđurinn, Herra Ótrúlegan (Craig T. Nelson) sem hefur ofurkrafta, móđurina, Teygjustúlku (Holly Hunter) sem getur teygt líkama sinn nánast óendanlega langt, og svo börnin Fjólu (getur gert sig ósýnilega og búiđ til skjöld utan um sig og sína), Skot (getur hlaupiđ ótrúlega hratt) og Jóa Jóa (getur skipt um ham).
Vegna skađabótamála og óvinsćlda hefur ofurhetjum veriđ bannađ ađ klćđast ofurhetjubúningum og lifa nú hversdagslegu lífi. Herra Ótrúlegur starfar í tryggingabransanum sem ráđgjafi sem ekki má gefa góđ ráđ, ţví ađ ţá tapar fyrirtćkiđ. Hann tollir hvergi í starfi ţví hann hefur hugarfar hetjunnar sem lćtur sér annt um ţá sem veikir eru fyrir. Ţađ gengur ekki í samfélagi ţar sem vinnuferlar og ósnertanleg fagmennska skipta öllu máli.
Ţegar ofurhetjur taka upp á ţví ađ hverfa er ljóst ađ ekki er allt međ felldu. Ofurskúrkurinn Sjúkdómseinkenni (Jason Lee) hefur tekiđ upp á ţví ađ tćla til sín ofurhetjur og drepa ţćr međ fullkomnum vélmennum sem hann hefur hannađ. Herra Ótrúlegur gengur í gildruna, en tekst ađ sigrast á vélmenninu sem ćtlađ er ađ drepa hann. Ţegar verkefninu lýkur er honum bođiđ í kvöldverđ og starf; ađ berjast viđ svona vélmenni. Ţađ sem hann veit ekki er ađ vélmennin safna upplýsingum um hann ţannig ađ nćsta útgáfa verđur sífellt líklegri til ađ sigrast á honum.
Kemur ađ ţví ađ hann rćđur ekki viđ ofurskúrkinn, sem fangar hann og gefur skúrksrćđuna sem er svo ómissandi í James Bond bíómyndum. Teygjustúlkan kemst ađ ţví ađ eiginmađur hennar er í vanda staddur og fer í björgunarleiđangur, Skot og Fjóla smygla sér međ. Flugvél ţeirra er skotin niđur, en ţau komast lífs ađ og halda ótrauđ í átt ađ eyjunni ţar sem fjölskylduföđurnum er haldiđ nauđugum.
Tćknibrellur og ţrívíddargrafíkin er međ ţví besta sem sést hefur á tjaldinu. Persónurnar eru hver annarri betri, samtölin smellpassa og hasaratriđin koma adrenalíninu í gang; sérstaklega ţar sem Skot hleypur undan fleygum illmennum á einhvers konar ţyrlum.
Leikstjóra The Incredibles, Brad Bird, tekst ţađ sem fáum teiknimyndaleikstjórum hefur tekist síđustu árin, fyrir utan japanska snillinginn, Hayao Miyazaki og Pixargúrúinn John Lasseter; hann gerir sína ađra mynd ađ meistaraverki, og sem er ekkert síđri en hans fyrsta mynd, The Iron Giant (1999). Einnig sló hann aftur í gegn međ Ratatouille (2007). Brad Bird er nafn sem vert er ađ fylgjast međ í framtíđinni.
Hvernig get ég variđ ţađ ađ nćstbesta ofurhetjumyndin ađ mínu mati skuli vera teiknimynd? Ég ver ţađ ekki, kíktu bara á ţessa mynd, helst međ pottţéttri upplausn, pottţéttu hljóđi og á stórum skjá - og ţú sérđ ekki eftir ţessum 115 mínútum.
Ţýđingar á ofurhetjunöfnum:
Mr. Incredible = Herra Ótrúlegur
Elastigirl = Teygjustúlka
Violet = Fjóla
Dash = Skot
Jack Jack = Jói Jói
Syndrome = Sjúkdómseinkenni
10 bestu ofurhetjumyndirnar:
2. sćti: The Incredibles (2004)
3. sćti: Spider-man (1999-2003)
4. sćti: The Matrix (1999-2003)
6. sćti: X-Men ţríleikurinn (2000-2006)