Það eru fjórir möguleikar í stöðunni:
1 SKYNSEMI
Hafna því algjörlega að íslenska þjóðin skuldi ICESAVE reikninganna og hafna öllum samningum sem skuldsetja þjóðina. Þetta þýðir að eigendur og ábyrgðarmenn Landsbankans séu ábyrgir fyrir þessu, og að þeir verði að borga, annað hvort með peningum eða fangelsisvist.
Afleiðingar: hert verður á rannsókn fjármálaglæpa af alþjóðlega samfélaginu. Íslandi verður einungis kennt um hversu illa fór ef þjóðin hindrar rannsóknina.
Pólitísk markmið þess sem vill þennan kost: hugsanlega réttlæti og þróun á íslensku samfélagi.
Hér er mikilvægt að hafa sannleikann að leiðarljósi og berjast fyrir réttlæti með kjafti og klóm. Hætta tæknilegri lögfræði, spádómafræðum hagfræðinnar og pólitík sem kom okkur upphaflega í vandann, og standa við okkar sannfæringu, sem er byggð á traustum rökum.
2 KAPÍTALISMI
Hafna því algjörlega að íslenska þjóðin skuldi ICESAVE reikningana en samþykkja samt samninga sem skuldsetja þjóðina. Þetta þýðir að ábyrgð skuldanna færist frá sönnum ábyrgðarmönnum og eigendum og yfir á íslensku þjóðina.
Afleiðingar: kröfuhafar víða um heim friðaðir, en þetta verður líka til þess að þeir sem bera hina sönnu ábyrgð komast undan, og að íslenska þjóðin tekur á sig gífurlegar skuldir sem munu koma niður á lífsgæðum þeirra, sem er allt í lagi svo framarlega sem þú ert á móti efnislegum lífsgæðum.
Pólitísk markmið þess sem vill þennan kost: ójafnvægi þar sem útrásarvíkingar fá annað tækifæri til að eignast aftur það sem þeir höfðu áður glatað, og gefa þeim tækifæri til að eignast ennþá meira, eins og til dæmis heimili þriðjungs íslensku þjóðarinnar sem mun þá sjálfsagt þurfa að borga þeim leigu.
3 FASISMI
Samþykkja að íslenska þjóðin skuldi ICESAVE reikningana en samþykkja ekki samninga sem skuldsetja þjóðina. Þetta mætti kalla ábyrgðarleysi, enda ber hverjum og einum sem skuldar, að greiða sínar skuldir.
Afleiðingar: kröfuhafar víða um heim reiðast og Íslendingar stimplaðir sem gjörspillt þjóð. Gengur ekki upp á alþjóðavettvangi nema þjóðin hafi öflugan her á bakvið sig.
Pólitísk markmið þess sem vill þennan kost: völd.
4 KOMMÚNISMI
Samþykkja að íslenska þjóðin skuldi ICESAVE reikningana og samþykkja samninga sem skuldsetja þjóðina. Þetta gæti hljómað sem ábyrg afstaða, en á röngum forsendum, þar sem ekki hefur enn verið sýnt fram á af hverju íslenska þjóðin skuldi ICESAVE reikningana.
Afleiðingar: Skattar hækka á Íslandi, laun verða jöfnuð, eignir landsmanna jafnaðar. Afleiðingin er kommúnismi.
Pólitísk markmið þess sem vill þennan kost: líklegast að útrýma skökku lífsgæðamati og efnishyggju sem hefur verið ríkjandi meðal íslensku þjóðarinnar. Burt með fína jeppa og flott hús. Inn með gömlu gildin.
Niðurstaða:
Aðeins pólitíkusar með ákveðnar hugsjónir/forsjárhyggju og hagsmunaaðilar gætu samþykkt 2, 3 og 4, enda á íslenska þjóðin ekki að skuldbinda sig til að greiða fyrir svik eigenda og ábyrgðarmanna einkafyrirtækis.
Ekki bara heilbrigð skynsemi velur 1, heldur er það svo augljóslega eina rétta leiðin í stöðunni.
Ástæðan er sára einföld:
Þeir sem stofna til skuldbindinga eiga að svara fyrir þær. Það á ekki að yfirfæra þær yfir á saklaust fólk. Verði það gert erum við að tala um raunverulegan glæp, sem á sér að sjálfsögðu hliðstæðu í sögunni eins og flest annað.
Þá er mér efst í huga augnablikin þegar þjóðir höfnuðu eignarhugtakinu vegna óendanlega mikils pirring á óréttlætinu sem sprottið hafði upp í kringum það, og höfnuðu því með öllu til að innleiða kommúnisma, upp í huga minn skýst Kína, Sovétríkin og Kúba.
Ef við samþykkjum að skuldbindingarinnar séu íslensku þjóðarinnar, þá erum við einfaldlega búin að tapa skákinni og getum horft aftur á veginn, til fortíðar sem sumt fólk virðist dýrka sem einhvers konar framtíðarlausn.
Ef þessar pælingar eru á einhvern hátt óskynsamlegar, ósannfærandi eða villandi, vinsamlegast leiðréttið þær, því að ég skrifa þetta af heilum hug, án þess að fylgja ákveðinni stjórnmálastefnu og án hagsmuna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (39)
Kann ríkisstjórnin ekki að tefla pólitíska skák? (Um afleik nafna míns: Hrannars B.)
4.8.2009 | 09:41
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Af hverju skjóta þeir fótbrotna hesta, lóga hundum sem hafa bitið frá sér, en gefa spilltum bönkunum eilíft líf?
3.8.2009 | 20:45
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Er rangt að segja það sem satt reynist?
2.8.2009 | 16:50
Bloggar | Breytt 3.8.2009 kl. 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hrunið og dómstóll götunnar: Hverjir eru sekir og hverjir saklausir?
1.8.2009 | 09:28
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)