Spurning 1: er réttlætanlegt að flytja fólk úr landi af þeirri ástæðu einni að það er ekki fætt á landinu og hefur ekki alist upp á svæðinu?

Mér finnst rétt að spyrja þessarar spurningar af þeirri einföldu ástæðu að dýpst inni er ég alltof mikið mannúðarpakk. Mér finnst að fólk ætti að geta flutt til þess lands sem það langar til og hafa strax sömu réttindi og þeir sem fæddust í landinu.

Kannski er það vegna þess að ég sé heiminn í svolítið rómantísku ljósi. Ef mig langaði að flytja til Indlands, Afríku eða Argentínu þætti mér eðlilegt að lenda ekki strax í lágstétt, bara vegna uppruna míns. Mannréttindasáttmáli sameinuðu þjóðanna er skrifaður í þeim anda að það sem skiptir allra mesta máli er að við séum öll manneskjur og að okkur beri að sýna mannvirðingu. Árás á æru okkar og sjálfsvirðingu er álíka alvarleg, ef ekki alvarlegri en árás á líf manns, því þekkt er að sumir fórni lífi sínu fyrir æruna. Um það getum við lesið í Íslendingasögum.

En af hverju í ósköpunum erum við að búa til þessar reglur, um að öllum þeim sem koma til landsins megi án rökstuðnings senda aftur til síns heima? 

Eru þessar reglur settar til að vernda okkur gegn hervaldi annarra þjóða eða hryðjuverkamönnum, eða vel menntuðum einstaklingum sem leita sér friðsæls lífs? 

Af hverju þurfum við að apa hugsunarlaust eftir alþjóðlegum reglum um að verja landamærin erlendum öflum, hvort sem að um fólk eða vörur er að ræða? 

Til hvers þurfum við þessi landamæri?

Mér finnst virðingarvert þegar manneskja flyst til þessa erfiða lands og ætlar að búa hérna. Þarf slíkt fólk ekki einfaldlega sýnilegan stuðning og hlýju frekar en kalt lögregluvald sem hlustar ekki á einstaklinginn, bara vegna þess að lögin eru skýr? Mér finnst það ekki góð ástæða.

Af hverju þurfum við endilega að flokka okkur í stéttir? 

Af hverju höfum við meiri tilhneigingu til að loka heiminum heldur en opna hann? Mér finnst eins og þessu hafi verið öfugt farið fyrir um tíu árum, og þá fór allt að blómstra. Nú höfum við snúið blaðinu við, ætlum að loka okkur af og deyja í friðsælli eyðimörk einsleitrar menningar.

Ég bið þig um að svara spurningunni, annað hvort í athugasemd eða með því að smella á skoðunarkönnunina hér til hliðar.

51XC7B5N5WL

Um daginn keypti ég mér spurningabók í Bandaríkjunum, sem mér finnst svolítið sniðug. Ég notaði tvær spurningar úr henni um daginn, en ég hef hugsað mér að þýða spurningar úr bókinni og leggja fyrir íslenska bloggheiminn. Þessi bók heitir "The Book of Questions" og er eftir Gregory Stock.

Reyndar er þessi spurning mín eigin, því að ég hef verið að velta þessu fyrir mér að gefnu tilefni: "Er réttlætanlegt að flytja fólk úr landi af þeirri ástæðu einni að það er ekki fætt á landinu og hefur ekki alist upp á svæðinu?"

 

Myndir:

The Book of Questions: Amazon.com

Frelsisstyttan: Healey Library

Litað handaband: Freytag Family Web Page

Apartheit: MGraphX


Þögnin og svefninn (smásaga um ofbeldi og ást)

1. Ég bauð mig fram í pólitískt embætti og tapaði. Mig grunar að þeir hafi svindlað. Ég mótmælti. Barátta mín fyrir betri menntun og hjúkrun var á enda. Sjálfur hafði ég unnið við þróunarstarf og kynntist þar ljúfasta fólki í heimi, frá smáeyju við...

Hancock (2008) *1/2

Ég reyni að hafa það sem reglu að ef ég ætla að gagnrýna eitthvað eða einhvern, þá verð ég að byrja á að því að segja eitthvað jákvætt og gott. Sýnishornin fyrir Hancock eru flott. Já. Ansi flott. Reyndar meðal flottustu sýnishorna sem ég hef séð fyrir...

20 bestu vísindaskáldsögurnar í kvikmyndum, 9. sæti: Gattaca

Loksins er komið að stundinni sem allir hafa beðið eftir. Aðeins 9 kvikmyndir eftir á listanum. 9. besta vísindaskáldsaga allra tíma í kvikmyndum er kvikmynd sem tókst að hrífa mig með í ferðalag víðáttumikið ferðalag manns með hjartagalla , Gattaca...

Hvernig geturðu deilt ljósmyndum á Netinu án mikillar fyrirhafnar eða kostnaðar?

Hefur þér einhvern tíma dottið í hug að sniðugt væri að setja ljósmyndir þínar á vefinn og deila með fjölskyldum og vinum, en hætt við þegar þú áttaðir þig á að myndirnar færu inn á vefsvæði í eigum annarra, og viðkomandi gætu því nýtt myndirnar eins og...

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband