Hvað gerist ef allir hæfir kennarar hætta kennslustörfum?

bekkjarkeppni%20%ED%20sk%E1k%20004

Áður en ég reyni að svara þeirri spurningu vil ég gera lista yfir nokkrar af þeim hæfniskröfum sem einkenna góða kennara:

Þetta er alls ekki tæmandi listi. En allt þetta er satt um grunnskólakennara. Kennarar þurfa að vera gífurlega hæfileikaríkir einstaklingar til að annast börn á áhrifaríkan og góðan hátt. Það er kraftaverki líkast að enn skuli vera til kennarastétt miðað við þá mótstöðu sem hún hefur fengið frá þjóðfélaginu sem hún vill ekkert annað en styrkja. 

Kennarar þurfa að geta...

  • ... hugsað vel um hlutina og rætt við nemendur út frá öðrum sjónarhornum en sínu eigin.
  • ... borið saman og greint á milli ólíkra kenninga í ólíkum faggreinum
  • ... rætt um þróun sem stöðugt á sér stað í ólíkum faggreinum
  • ... kynnt uppruna hugmynda og hugtaka
  • ... gefið tilvísanir fyrir frekari lestur og rannsóknir
  • ... kynnt staðreyndir og hugtök frá skyldum faggreinum
  • ... lagt áherslu á skilning hugtaka

Kennarar þurfa að vera skipulagðir, skýrir og... :

  • ... geta útskýrt þegar það á við
  • ... vera vel undirbúnir
  • ... halda fyrirlestra sem auðvelt er að skilja
  • ... þarf að svara spurningum af varkárni og nákvæmni
  • ... gera samantektir á meginhugmyndum
  • ... skilgreina markmið fyrir hverja kennslustund
  • ... tilgreina hvað hún eða hann telur mikilvægt

Kennarar þurfa að geta stjórnað hópum og...

  • ... hvatt til samræðu í hóp
  • ... boðið nemendum að deila þekkingu sinni og reynslu
  • ... skýrt hugsanir með því að tiltaka rök
  • ... boðið nemendum að gagnrýna hans eða hennar eigin hugmyndir
  • ... vitað hvenær hópurinn á erfitt með að skilja hann eða hana
  • ... hafa áhuga og umhyggju fyrir gæðum eigin kennslu
  • ... fá nemendur til að nota hugtök til að sýna skilning

Kennarar þurfa að geta einbeitt sér að einstaklingum og...

  • ... hafa einlægan áhuga á nemendum sínum
  • ... vera vingjarnlegir við nemendur sína 
  • ... ná sambandi við nemendur sem einstaklinga
  • ... þekkja og heilsa nemendum fyrir utan skólatíma
  • ... vera aðgengilegur nemendum fyrir utan skólatíma
  • ... vera góður ráðgjafi fyrir viðfangsefni óháð námsefni
  • ... virða nemendur sem manneskjur

Fjölbreytileiki/áhugi

  • Kennari þarf að vera fjölbreytileg og kraftmikil manneskja
  • Kennari þarf að geta kynnt viðfangsefni á áhugaverðan hátt
  • Kennari virðist njóta þess að kenna
  • Kennari er áhugasamur um viðfangsefnin
  • Kennari þarf að virðast hafa gott sjálfstraust (erfitt þegar lítil virðing er borin fyrir starfi hans)
  • Kennari þarf að geta beitt röddinni með ólíkum áherslum
  • Kennari þarf að hafa kímnigáfu


100%20daga%20h%E1t%ED%F0%20008

Ef hæfileikaríkir kennarar hætta allir störfum mun fjölbreytileiki í skólastarfi hrynja. Námsefnið verður aðalatriðið, og þá á ég ekki við djúpa þekkingu á viðfangsefninu sem slíku, heldur fyrst og fremst hæfni til að komast í gegnum skólabækurnar og ná árangri á prófi. Nemandinn verður aukaatriði. Ólíklegt er að börnin tækju þátt í sérstökum verkefnum eða fengju að kynnast námsefni sem er námsskrá og kennslubókum framandi. Að missa leiðtoga sem sífellt sýna frumkvæði, viljum við missa slíkt fólk úr skólastofunni með börnum okkar? Viljum við ekki hæfasta mögulega fólkið? Eða er okkur bara sama og gætum alveg eins hugsað okkur að skilja börnin okkar eftir fyrir framan sjónvarpstæki eða leikjatölvu allan daginn?

Mig grunar að þekking almennings á kennarastarfinu sé frekar grunn, og þætti gaman að heyra hvað kennarar og nemendur hafa að segja. Ég hef örugglega gleymt fullt af mikilvægum eiginleikum kennara. En þá er bara að nota athugasemdirnar óspart og bæta við.

Ég hef á tilfinningunni að ég þurfi miklu meiri tíma til að koma orðum að því sem ég er að hugsa, en ég læt þetta duga í bili.

Heimildir: Characteristics of Effective Teachers


mbl.is Heimili og skóli lýsa yfir áhyggjum af viðræðuslitum kennara og launanefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli Karl sé búinn að sjá Super Size Me?

Mér finnst merkilegt hvernig stjórnmálamenn eru allt í einu tilbúnir að banna hitt og þetta. Fyrst er það VG gegn öllu klámi og svo Karl Bretaprins gegn McDonalds. Hvers eiga klám og McDonalds að gjalda? Og af hverju eru stjórnmálamenn og aðalsmenn eins...

Þessi blessaða heimspeki er alls staðar

"Ég mæli með því að enginn skuli gefast upp á góðu verki. Við veljum öll ákveðna leið til að vera í þessum heimi. Sum okkar gera suma hluti vel, en aðra hræðilega illa. Við eyðum helmingi ævi okkar í að leita eftir öllu því RÉTTA - réttu menntuninni,...

The Queen (2006) ***

The Queen er engin snilldarmynd. Hún er ágætis afþreying sem fjallar um frægasta fólk Bretlandseyja, og reyndar snilldarvel leikin af Helen Mirren í hlutverki Elísabetar Bretadrottningar. Ekki má gleyma framúrskarandi leik Michael Sheen í hlutverki Tony...

Niðurstöður Óskarsins: klúður!

Mín spá var í 25% samræmi við niðurstöður akademíunnar, sem þýðir annað hvort að ég hef ekkert vit á kvikmyndum eða að smekkur minn á kvikmyndum sé gjörólíkur smekk bandarísku akademíunnar, eða eitthvað allt annað sem mér dettur einfaldlega ekki í hug....

Ghost Rider (2007) ***1/2

Þetta finnst mér frábært. Gagnrýnendur á netinu og í fjölmiðlum almennt hafa gjörsamlega misþyrmt Ghost Rider. Eins og staðan er í dag fær hún aðeins 27% viðurkenningu sem góð mynd á rottentomatoes.com, vefsíðu sem reiknar út meðaltal jákvæðni eða...

Hryllilegt spark sem Terry fékk í höfuðið

Ég sá þennan leik og þetta ljóta spark sem Terry fékk undir kjálkann. Þegar Terry stökk að boltanum með höfuðið á undan, og ætlaði líklega að skalla boltann í netið, kom varnarmaður Arsenal að og þrykkti undir höfuð Terry eins og ef um bolta væri að...

Óskarsverðlaunaspá Hrannars

Í kvöld rennur stóra stundin upp í Hollywood. 79. Óskarsverðlaunahátíðin mun eiga sér stað og fullt af kvikmyndum og fagmönnum í Hollywood og víðar verðlaunaðir fyrir afrek sín með kvikmyndalistinni.  Ég hef reynt að komast yfir flestar af þeim myndum...

The Departed (2006) ***

Það er hrein tilvililjun að ég skuli leigja The Departed (2002) og Infernal Affairs (2002) á sama degi. Ég mundi ekki það sem ég hafði einhvern tíma heyrt, að The Departed væri endurgerð Infernal Affairs . En ég komst að því í dag og verð að segja að...

Little Miss Sunshine (2006) ***1/2

Nú hlýtur þessu bráðum að ljúka. Hverjar eru líkurnar á því að maður horfi á þrjár myndir í röð og allar þeirra eru hörkugóðar? Little Miss Sunshine er einfaldlega stórskemmtilega gamanmynd um ástina á nánustu ættingjum, sem enginn ætti að láta fram hjá...

Uppeldi, fræðsla og menntun

Hafsteinn Karlsson skrifar frábæra grein í dag, Á skólinn að sinna uppeldi eða menntun? Mig langar nánast til að vísa í hverja einustu málsgrein sem hann skrifar, en það gengur víst ekki. Spurningin hvort að skóli eigi að vera fræðslustofnun,...

Infernal Affairs (Mou gaan dou) (2002) ****

Infernal Affairs hefst á þessum orðum: "Hið versta af hinum átta vítum er kalla hið endalausa helvíti. Það merkir endalausar þjáningar." Infernal Affairs er um hið eilífa stríðs milli hins góða og þess illa, þeirra réttlátu og þeirra ranglátu....

Mexíkó - Ísland: 1-0

Í Mexíkóborg á nánast hver einasta fjölskylda hund sem gætir heimilisins. Í Reykjavík sjást hundar varla lengur. Maður getur ekki annað en hugsað til barnæskunnar í Breiðholtinu, þegar hundar voru meðal leikfélaga, - og þeir voru skemmtilegir leikfélagar...

Letters From Iwo Jima (2006) ****

Letters From Iwo Jima er stórgóð kvikmynd með djúpum og áhugaverðum persónum sem allar spretta fram ljóslifandi og maður getur ekki annað en haft mikla samúð með eða andúð á. Sögusviðið er það sama og í Flags Of Our Fathers mynd sem gerð var samhliða, af...

Hópþrýstingur gagnvart hóteli

Þessi síðasta flétta í sögunni um yfirvofandi klámráðstefnu er gífurlega áhugaverð og spennandi. Var þessi ákvörðun eigenda Hótels Sögu tekin á siðferðilegum forsendum eða efnahagslegum?  Eða geta efnahagslegar forsendur hugsanlega verið siðferðilegar?...

Gott eða grikk: Öskudagur í andarslitrum

"Gott eða grikk?" Drakúla og Grýla stóðu í dyragættinni hjá mér.  Ég átti ekkert nammi heima og bjóst því alveg eins við að þau myndu gera mér einhvern grikk. Þess í stað ypptu Drakúla og Grýla öxlum og löbbuðu í burtu. Mér varð hugsað til öskudags úr...

Þjóð í fjötrum fortíðar?

Sífellt er reynt að takmarka getu Írana til nýtingar á kjarnorku, og þá formlega séð vegna ótta við að þeir muni nota kjarnorkuna til framleiðslu kjarnorkuvopna. Skiptir ekki máli þó að ætlun Íransstjórnar sé tengd friðsællri nýtingu á kjarnorkunni, og...

Einelti er stríð

"Ég hafna ofbeldi vegna þess að þegar það lítur út fyrir að vera af hinu góða, er hið góða aðeins tímabundið; en hið illa sem af því hlýst varanlegt." (Mahatma Gandhi, þýð. HB) Í gærkvöldi horfði ég á kvikmyndina Full Metal Jacket , eftir Stanley...

Strax forvitinn!

Það verður spennandi að fylgjast með hvernig hönnunin á þessum Þór verður. Verður hann fyndin teiknimyndafígúra eða hetjulegur eins og í Marvel teiknimyndasögunum? Þessi mynd mun standa og falla með því hversu vel hannaður Þór verður. Alltaf gaman að...

Klám og siðgæði

"Sakleysi er svo sannarlega dásamlegur hlutur. Annars vegar er mjög sorglegt að það geti ekki viðhaldið sjálfu sér og auðvelt er að draga það á tálar. Jafnvel viska - sem samanstendur meira af hegðun en þekkingu - hefur þörf á vísindum, ekki til að læra...

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband