Verður gróandi þjóðlíf með þverrandi tár?

 

 

 

Ég vil óska lesendum mínum og bloggvinum, stjórn og stjórnarandstöðu, vinum og vandamönnum, nær og fjær, aðallega fjær, farsæls árs sem er að renna í garð.

Með von um að ár eins og það sem er að líða endurtaki sig ekki að minnsta kosti næstu þúsund árin.

Þegar þetta er skrifað hafa 50.252 skráð sig á InDefence listann til að skora á forseta Íslands að samþykkja ekki nauðasamninginn þar sem erlendur kröfuhafar fá aðgang að íslenskum skattpeningum til að borga skuldir útrásarvíkinga og banka sem fóru á hausinn. 

Smelltu hér til að heimsækja vefsetur InDefence.

 

Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð!
Vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn!
Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans
þínir herskarar, tímanna safn.
Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár,
og þúsund ár dagur, ei meir;
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn og deyr.
Íslands þúsund ár,
Íslands þúsund ár!
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn og deyr.

Ó guð, ó guð! Vér föllum fram
og fórnum þér brennandi, brennandi sál,
guð faðir, vor drottinn frá kyni til kyns,
og vér kvökum vort helgasta mál.
Vér kvökum og þökkum í þúsund ár,
því þú ert vort einasta skjól.
Vér kvökum og þökkum með titrandi tár,
því þú tilbjóst vort forlagahjól.
Íslands þúsund ár,
Íslands þúsund ár!
Voru morgunsins húmköldu, hrynjandi tár,
sem hitna við skínandi sól.

Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð!
Vér lifum sem blaktandi, blaktandi strá.
Vér deyjum, ef þú ert ei ljós það og líf,
sem að lyftir oss duftinu frá.
Ó, vert þú hvern morgun vort ljúfasta líf,
vor leiðtogi í daganna þraut
og á kvöldin vor himneska hvíld og vor hlíf
og vor hertogi á þjóðlífsins braut.
Íslands þúsund ár,
Íslands þúsund ár!
verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár,
sem þroskast á guðsríkis braut.

 

Ljóð: Matthías Jochumsson

Mynd: Botanischen Institut

 


Er Þráinn Trójuhestur Samfylkingarinnar?

Nú er ljóst að einkavæðing bankanna var einungis til þess gerð að fámennur hópur eignaðist allar skattgreiðslur Íslendingar og nú hefur verið réttlætt að þeir fái skattpeninga sem arðgreiðslur. Eignir til fárra, skuldir til allra. Hljómar vel fyrir...

Stórt skref fyrir þjóðina... fram af kletti?

Þetta er sorglegt mál. Hvernig málið er afgreitt gagnrýni ég harkalega. Niðurstaðan er afar alvarleg mistök sem ganga algjörlega gegn ÖLLUM þeim kosningarloforðum sem VG og Samfylkin lofuðu fyrir hálfu ári. Ég velti fyrir mér hvort að þeir sem kusu þessa...

Hvort er ICESAVE smámál eða stórmál?

Einkafyrirtækið Landsbankinn, sem keyptur var af einstaklingum fyrir lán sem tekið var hjá öðrum banka og aldrei greitt til baka, stofnaði lánaútibú í útlöndum og bauð hærri vexti á innistæður en nokkur annar banki í heiminum. Fólk lagði grunlaust inn...

Samhugur þjóðarinnar eða samvinna tveggja stjórnmálaflokka?

Hvort skiptir meira máli? Ég er alveg ruglaður á þessu. Flokkaheill umfram almannaheill? Ríkið mætti gefa frá sér völdin í hendur þjóðstjórnar. Það er enginn tími fyrir flokkadeilur eins og staðan er í dag. Þér er velkomið að skrifa þína skoðun í...

Júní 2009: ICESAVE: Er Ísland orðið að breskri nýlendu?

Þessi grein fékk flestar athugasemdir í júní síðastliðnum, 16 talsins: ICESAVE: Er Ísland orðið að breskri nýlendu? 6.6.2009 | 14:11 Hvernig getur ríkisstjórn sem hefur umboð til 4 ára frestað vanda í 7 ár? ICESAVE hefur verið leyst fyrir ríkisstjórnina,...

Maí 2009: Don Hrannar skrifar frá Noregi: Heimsborgari eða heimborgari?

Þessi grein fékk flestar athugasemdir í maí síðastliðnum, 30 talsins: 1. Don Hrannar skrifar frá Noregi: Heimsborgari eða heimborgari? 3.5.2009 | 11:44 Ég er feginn að vera kominn með fjölskyldu mína úr landi, þó að mikil óvissa bíði okkar. Við höfum...

Rökin fyrir ICESAVE?

Á gangstéttinni undir ljósastaur sem logar ekki lengur liggur róni með brúnan bréfpoka vafinn um flösku. Í snjónum er gulur blettur. Þessa manneskju er að dreyma. Ljóshærður þingmaður, Álfur út úr Arnarhóli, er að flytja þrumuræðu úr sjónvarpstæki sem...

Hvort er spilling meðvituð eða ómeðvituð?

"Þessa síðustu daga hefur land okkar úrkynjast; mútur og spilling orðin daglegt brauð; börn hlíða ekki lengur foreldrum sínum; og heimsendir nálgast greinilega hratt." -Assýrísk leirtafla, um 2800 fyrir Krist Maður ákveður ekki einn daginn að verða...

Sönnun Dan Brown á tilvist Guðs í "The Lost Symbol"

Ég er enginn sérstakur aðdáandi Dan Brown eða ævintýra hins aðgerðarlitla fræðimanns Robert Langdon, sem leysir málin með því að hugsa frekar en að berja fólk og skjóta. Eins og að hugsun getir verið áhugaverðari en framkvæmd? Ég las á sínum tíma...

Apríl 2009: Ný lög í boði VG: Foreldrum eða forsjáraðilum er óheimilt að beita barn líkamlegum eða andlegum refsingum, þ.m.t. refsingum í uppeldisskyni

Þessi grein fékk 109 athugasemdir í apríl, en þá lagði VG fram lagatillögu sem bannaði foreldrum að refsa börnum sínum. Mér fannst þetta stórmerkileg tillaga, og jafnframt absúrd, þó að eftir töluverðar lagfæringar hafi tillagan ekki gengið jafn langt og...

Mars 2009: Hvernig Samfylkingunni tókst að tapa mínu trausti

Heldur áfram upptalning mín á þeim greinum sem fengu vöktu öflugustu viðbrögðin. Eftir á að hyggja sé ég hvað sorglegt er að greiða atkvæði til alþingiskosninga þegar þingmenn þeir sem komast til valda fara ekki einu sinni eftir eigin loforðum, þó að...

Febrúar 2009: Hannes Hólmsteinn ásakar ríkisstjórn um valdarán í Wall Street Journal

Þessi grein fjallar um öfgafullan flutning á hinum íslensku mótmælum, sem leiddu til nýrra kosninga og stjórnarskipta, á meðan réttast hefði að mínu mati verið að efna til þjóðstjórnar og ýta pólitískum hagsmunum til hliðar. Ég er enn á þeirri skoðun í...

Janúar 2009: Hverju er eiginlega verið að mótmæla?

Ég vil rifja upp þær greinar mínar sem hlotið hafa flestar athugasemdir á árinu sem er að líða. Þessi fyrsta grein fékk 34 athugasemdir, sem á frekar skondinn hátt fjölluðu margar bæði um gæði greinarinnar og lengd hennar, en fæstar beinlínis efni...

Gleðileg jól

Gleðileg jól! Þetta hefur verið vindasamt ár. Ár mikilla breytinga. Breytinga sem voru nauðsynlegar. Nauðsynlegar sem viðbrögð við ofbeldi. Ofbeldi sem beitt var gegn heilli þjóð. Þjóð sem þarf að safna kröftum. Kröftum sem nýta skal til vegferðar....

5 bestu jólagjafirnar í ár

Hérna snjóar mikið. Trjágreinar skreyttar jólasnjó. Alveg eins og þetta á að vera. Ég hef tekið saman lista af þeim jólagjöfum sem ættu að vera vinsælar á hverju ári, og við ættum að vera nógu þakklát til að þiggja. Bros til allra Góð kveðja til vina...

Kunna íslenskir þingmenn og almenningur ekki að hlusta og hugsa gagnrýnið?

Það hefur verið afar áberandi á Alþingi Íslendinga upp á síðkastið að þjónar þjóðarinnar sem starfa þar við að setja saman lög fyrir þegna þessa lands, virða ekki grundvallaratriði gagnrýnnar hugsunar: að hlusta og vinna saman . Ástæðurnar fyrir því að...

Avatar (2009) *****

"Avatar" ætti að fá 15 tilnefningar til Óskarsverðlauna og vinna þær allar. Hugsaðu "Lord of the Rings", "Star Wars", "Lord of the Rings," og svo aftur um "Star Wars". Bættu síðan við góðum skammti af "Terminator" og "Aliens" hasar, og síðan smá rómantík...

Sama hvaðan gott kemur?

-T.S. Eliot "Stærstu svikin felast í að breyta rétt á röngum forsendum." Síðan hvenær skiptir það einungis máli að varan hefur verið keypt og kaupmaðurinn fengið peninginn í vasann, en ekki það að neytandinn situr uppi með gallaða vöru sem hann fær ekki...

Á lestarstöð í norrænu velferðarríki

Þau lágu á gólfinu. Maður og kona. Líklega um þrítugt. Krímug í framan. Einbeitt á svip. Með sótsvartar hendur. Neglurnar horfnar. Höfðu þær verið klipptar af? Þau voru á grúfu. Föt þeirra tætt. Að skafa happdrættismiða. Manneskjur streymdu framhjá þeim....

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband