Flóttinn frá Grindavík: þegar hið ómögulega sprettur úr hinu mögulega

DALL·E 2023-11-10 22.49.25 - A vivid and dramatic scene depicting the evacuation of a town during an earthquake. In the foreground, a cowboy stands, looking back at the town. Behi

Þessi færsla er skrifuð óvenju seint, enda hefur verið nóg í gangi hjá okkur síðustu sólarhringana. Yfirleitt les ég einhverja smá heimspeki, skrifa spurningu og svara henni síðan á milli kl. 6 og 7:30 hvern morgun. Undanfarið hef ég verið að deila pælingunni með þeim sem hafa áhuga á að lesa hérna á blogginu, en hef einnig verið að deila spurningunni á Facebook. Ég hef skrifað færslu hvern einasta dag í meira en 600 daga og get ekki hugsað mér að sleppa henni í dag.

En dagurinn í dag er einn af þessum dögum þar sem hið ómögulega gerist, eitthvað sem er svo magnað að erfitt verður fyrir nokkurn að trúa því. 

Mörg verkefni voru samtímis í gangi eins og flesta daga, en eftir vinnudaginn og þegar ég kom heim, og settist niður til að velta fyrir mér næstu færslu, fór jörðin að skjálfa. Við konan mín erum að passa barnabörn á meðan foreldrar þeirra eru erlendis. Síðustu vikur hefur mikið skolfið í Grindavík og við orðin nokkuð sjóuð, getum auðveldlega greint á milli skjálfta frá 2 til 3 á Richter, og hvort þeir séu nálægt okkur eða í grennd við yfirborðið. Við erum skjálftamælar.

En það byrjaði að skjálfa, og það voru sterkari skjálftar en venjulega. Allt umhverfis hristist og skók ekki aðeins í nokkrar sekúndur eða mínútur, heldur í margar klukkustundir, og skjálftarnir voru ekkert að minnka. Þeir urðu sífellt stærri og virtust færast nær með hverri mínútunni. Þegar bækur fóru að fljúga úr hillum, glös að detta um koll, og skúffur að opnast um allt hús, og við gátum ekki róað okkur við að þetta væri bara draugagangur, og þegar við fréttum að Grindavíkur væri farinn í sundur, og þriggja og fimm ára stelpurnar okkar voru skelfingu lostnar, þá ákváðum við að pakka í töskur og keyra í Kópavoginn, gegnum Hveragerði.

Það er ekki nóg með að þetta gerðist, og þetta er ívið nóg. Ég hafði ætlað að sækja systur mína á Keflavíkurflugvöll um kl. 20:00, en við vorum á leið í andstæða eitt á þeim tíma, þannig að það plan gekk ekki alveg upp. Þar að auki eigum við von á nýju barnabarni og nokkuð líklegt er að stóra stundin renni upp í kvöld eða nótt.

En ekki klikkar færslan. Hún verður kannski ekki jafn full af pælingum og oft áður, en samt get ég sagt frá einni pælingu, nánast þema dagsins.

Þegar ég mætti til vinnu kl. 8 í morgun ræddi ég við einn starfsfélaga minn um það hvernig við værum að bregðast við jarðskjálftunum. Ég minntist á að maður gerði sitt besta til að stjórna því sem maður gæti, og það litla sem maður getur er að stjórna eigin rólyndi og einbeita sér að því sem maður getur sjálfur gert, en hafa ekki of miklar áhyggjur af því sem maður getur ekki stjórnað.

Þessir hlutir sem maður getur stjórnað eru reyndar svolítið mikilvægir, hlutir eins og viska og hugrekki, að gera það sem er rétt og láta ekki stjórnast af hræðslu og óöryggi. Ég er ánægður með þá ákvörðun að pakka í töskur og fara af stað, því það var það litla sem ég gat gert, til þess að hjálpa litlu krílunum að halda sinni eigin stillingu. Að vera í langri bílalínu á leið út úr bænum var svolítið sérstök sjón, daginn eftir að við horfðum á Venus og Mánanum hlið við hlið á stjörnubjörtum himni.

Nú erum við stödd á öruggum stað, krakkarnir að horfa á Lilo og Stitch, og ég loksins næstum búinn að leggja lokahönd á færslu dagsins.

Ekki nóg með það, við starfsfélagi minn lögðum lokahönd á námslýsingar á stórskemmtilegum námskeiðum sem við höfum byrjað að keyra við afar góðar undirtektir, Leikskólasmiðju og Umönnunarsmiðju, þar sem við þjálfum fólk sem flutt er til landsins að læra íslenskt fagmál tengdu þessu ólíka starfsumhverfi, og undirbúa þau þannig fyrir störf á þessum vettvangi. Við höfum unnið að þessu í marga mánuði, en samt virðist það svo smátt miðað við annað sem hefur gerst í dag.

Áður en þessi dagur varð að veruleika var hann ómögulegur, í það minnsta í mínum huga. Mér hefði aldrei dottið í hug, með öllu því ímyndunarafli sem ég hef, að það sem gerðist myndi gerast eins og það gerðist í dag. 

Þannig sprettur stundum það ómögulega úr því mögulega.

 


Jarðskjálftarnir í Grindavík: veruleiki og ímyndun

Í nótt héldu jarðskjálftar í Grindavík fyrir mér vöku frá kl. 12-4. Ég upplifði þá sem einn stanslausan skjálfta og oft lék húsið á reiðiskjálfi. Ég heyrði djúpar drunur koma á undan hverjum skjálfta, eins og einhver risastór hvalur úr eldi og...

Leitin að sjálfstæðri hugsun

Undanfarið hef ég verið að velta fyrir mér hvað það er sem ég met mest í þessu lífi, eitthvað sem hefur rist djúpt og leitt mig frá barnæsku til dagsins í dag. Svarið sem ég fann kom mér svolítið á óvart, því ég hef í raun aldrei komið þessu í orð fyrir...

Hvað kostar að vanrækja skyldur okkar og störf?

Ef við sinnum skyldum okkar ekki af alúð og ábyrgð getur það haft dýpri áhrif á okkur sjálf, nærumhverfið og samfélagið allt en okkur grunar í fyrstu. Hugsum okkur þrjár manneskjur sem eru að velta þessu fyrir sér, fagmann, verkamann og námsmann. Ef...

Að öðlast frelsi, hamingju og ró í þessum klikkaða heimi

Leitin að frelsi, hamingju og hugarró er kannski meiri sköpun en leit. Við þurfum að sníða okkur ákveðið hugarfar til að öðlast þessa hluti. Fyrsta skrefið er þá sjálfsagt að átta sig á að eitthvað er að, að af einhverjum ástæðum finnst okkur við ekki...

Við veljum það sem við erum hverja einustu stund

Að komast að því hvort hugmynd sé góð eða slæm er svolítið eins og að komast að því hvort matur sé góður eða slæmur, hvort hann lykti vel eða illa, hvort hann bragðist vel, hvort að hann líti vel út, hvort að áferðin fari vel í mann. Það er mun...

Hvernig vinahópurinn litar heimsmynd okkar

Það er góð hugmynd að kenna ungum börnum að lita og fræða þau aðeins um hvernig litirnir blandast saman. Yfirleitt uppgötva þau sjálf hvað gerist ef þau velja bjarta og glaðlega liti, þá lita þau bjartar og glaðlegar myndir. Ef þau velja hins vegar dökka...

Breyttu skapinu þínu, breyttu lífinu. 30 daga áskorun!

Epíktet skrifaði fyrir um 2000 árum að ef við misstum stjórn á skapi okkar, eða værum í skapi sem við vildum ekki vera í, þá gætum við breytt því. Hann segir þannig frá aðferðinni sem hann beitti á sjálfan sig í Samræðum sínum: “Ef þú vilt ekki...

Norræn hógværð: eitthvað sem Íslendingar mættu læra?

Í Noregi og Danmörku, og hugsanlega víðar á norðurlöndum, er nokkuð til sem kallað er ‘janteloven’, en það virðist vera ríkjandi viðhorf að gera lítið úr yfirburðum einstaklinga sem hafa náð langt á einhverju sviði, og gert grín að þeim þegar...

Um hamingjuna

Samkvæmt stóuspekingum er svarið nokkuð skýrt. Hamingjan finnst í dyggðum og því að lifa í samræmi við eigið eðli. Hún snýst um að sætta sig við það sem við getum ekki breytt og einbeita okkur að því sem við getum breytt. Með því móti getum við fundið...

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband