Mannlegt eðli: að verða meira manneskjur

DALL·E 2023-11-30 10.28.40 - A contemplative cowboy in a symbolic landscape, representing the struggle to understand and live according to human nature. The cowboy, embodying wisd

Tré vaxa og blóm blómstra, þau nærast á jörð og regni. Dýr fæðast, þroskast og deyja, þau geta hreyft sig til að nærast og fjölga sér. Fuglar fljúga, fiskar synda, ormar skríða og ljónin liggja í leti undir pálmatré. Lífið snýst oft um að næla sér í næsta bita, eins og reyndar hjá mannfólkinu.

Við vitum kannski meira um það hvað mannlegt eðli er, en þá þurfum við kannski að horfa í það sem gerir okkur að meira manneskjum heldur að því sem gerir okkur meira að dýrum. Græðgi, grimmd og hugsunarleysi gæti flokkast sem eitthvað dýrslegt, en það sem gerir okkur meira að manneskjum eru allt aðrir hlutir, og ég tel að leiðin að manneskjunni sé í gegnum dyggðirnar.

Helstu styrkleikar manneskjunnar, nokkuð sem við gleymum alltof oft að velta fyrir okkur felst í því hversu vel við getum hugsað um stórt sem smátt, elskað hvert annað og sjálf okkur, þekkt okkar eigin tilfinningar og hjálpað hvert öðru. Við getum tengst á ólíkan hátt, eins og hin dýrin getum við fjölgað okkur, en við getum tengt huga okkar saman með tungumáli og fjarskiptatækni sem er engu lík.

Einnig erum við frjáls til að velja á milli þess sem er rétt og rangt. Veljum við rangt, þá sköpum við vandræði, veljum við rétt, þá sköpum við örlítið betri heim. Við eigum það líka til að leita ekki bara eftir fæði og fjölgun, og tryggja það að fjölskylda okkar nái árangri í lífinu, heldur sækjumst við líka eftir merkingu í lífinu, við leitumst við að hugsa betur og gagnrýnið, við reynum stöðugt að bæta samskipti, samvinnu og samveru með öðru fólki.

Við höfum siðferðisvitund, sem snýst um að gera ekki einungis það sem er gott fyrir mann sjálfan, heldur einnig aðra í samfélaginu, sem og jafnvel fyrir allt mannkynið. Bestu dæmin um manneskjur eru þær sem gera þetta vel. Við reynum flest að átta okkur á muninum á því rétta og ranga, og sjáum skýrt hvaða afleiðingar það hefur að lifa lífinu illa og lifa því vel, bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið.

Það er stundum sem dýrslegar hvatir ná völdum á fólki, sem byggir á hatri, grimmd, fordómum og samanburði við aðra, að maður þurfi alltaf að vera númer eitt, alfa-dýrið, og þetta má sjá í stjórnmálamönnum sem vilja ráða yfir öllu hinu fólkinu, og vilja móta heiminn samkvæmt þessari dýrslegu mynd, því sem gerir okkur meira að dýrum og manneskjum, baráttunni fyrir fæði og fjölgun. Þessar hvatir má sjá í flestum harðstjórum og einræðisstjórnum, og reyndar líka í flokkum innan lýðræðisríkja, og í raun finnst mér það siðferðileg skylda okkar sem viljum vera mannleg, að berjast gegn slíkum völdum.

Að heimurinn sé sífellt mannlegri er það sem menntakerfin snúast um, er það sem heimspekin, trúarbrögðin, vísindin og fræðin berjast fyrir. Og hvað eftir annað í sögu mannkyns, birtast öfl sem reyna að rífa niður hið mannlega og þess í stað gera heiminn dýrslegri, grimmari, meira tengdum efni en anda.

Kannski mannlega eðlið felist í því að gefa öllum manneskjum tækifæri til að vera manneskjur, gefa dýrum tækifæri til að vera dýr og gefa plöntum tækifæri til að vera plöntur?

 


Hvaða gagn gerir samviskan?

Ég veit að ég hef samvisku, einhvers konar siðferðilegan áttavita sem hjálpar mér að átta mig á hvað er gott og hvað er vont að gera. Samviskan lætur mig vita ef ég ætla að gera eitthvað sem er ekki alveg nógu gott, en virðist vera hlutlaus þegar kemur...

Af hverju við ættum að segja hvað okkur finnst

Ekkert okkar hefur fullmótaðar eða fullkomnar skoðanir um alla mögulega hluti. Stundum eru skoðanir okkar nokkuð góðar og stundum frekar vondar. Hvort sem þær eru góðar eða vondar, þá er gott að tjá hvort tveggja. Ef við tjáum þær góðu þá erum við líkleg...

Hvalurinn og blindu mennirnir

Dag einn í litlu sjávarplássi voru sex blindir vinir að ræða saman um hvalveiðar. Þeir áttu í hatrömmum umræðum um af hverju ætti að leyfa hvalveiðar og af hverju ætti að banna þær, þar til einn þeirra spurði, “Hefur einhver ykkar séð hval?”...

Að trúa eða ekki trúa: í leit að jafnvægi

Hvernig finnum við gullna meðalveginn á milli þess að treysta og að efast? Hvernig hefur sú ákvörðun að treysta eða efast áhrif á hvernig við meðtökum nýjar upplýsingar og lærum um heiminn? Hvernig hefur slíkt áhrif á þekkingu okkar og trú? Mig langar að...

Er til dæmi um algilda staðhæfingu sem, er, var og verður alltaf sönn?

Málið með algildar staðhæfingar er að það þurfa að vera aðstæður, reglur og sameiginlegur skilningur á tungumálinu til þess að einhver ein alhæfing getur alltaf verið sönn. Til dæmis gætum við sagt að ef við teljum saman hornin í þríhyrningum þá verði...

Af hverju andmæla sumir staðreyndum?

Við fáum upplýsingar okkar héðan og þaðan, úr reynslu okkar, eða úr því sem við skynjum, dreymum og hugsum. Við fáum þær úr sögum sem gætu virst sannar og verið ósannar og úr sögum sem gætu virst ósannar og verið sannar. Við fáum upplýsingar úr tónlist,...

Hver er munurinn á námi og kennslu?

“Ef við kennum í dag eins og við kenndum í gær stelum við morgundeginum frá nemendum okkar.” - John Dewey. Lýðræði og Menntun. 1916. Í menntavísindum er gerður greinarmunur á námi og kennslu. Samt virðist þessi greinarmunur ekki alltaf vera...

Hvað er skylda?

Þegar nasistar komust til valda í þýskalandi gengu margir til liðs við þá og héldu að það væri þeirra skylda að þjóna þýska ríkinu. Hvort sem þeir vissu það eða ekki, þá var önnur skylda æðri. Sú skylda var að þjóna mannkyninu og góðum vilja eftir bestu...

Hvað er ekki hægt að kenna?

Þú getur ekki kennt einhverjum að elska einhvern annan. Þú getur ekki kennt einhverjum að elska íþrótt sem honum líkar ekki. Þú getur ekki kennt einhverjum að upplifa tilfinningar þínar. Þu getur ekki kennt einhverjum visku, hugrekki, réttlæti eða aðrar...

Það sem skiptir mál: veraldleg og andleg gæði

Í gær bauðst systir mín, stjúpsonur og vinur minn til að fara með að húsi mínu sem statt er ofan á hraunfljóti sem flæðir beint undir húsinu. Ég var snortinn af því að þau buðu mér, en þáði boðið frá vini mínum, en hann á stóran bíl sem gat ferjað...

Veljum frið frekar en afbrýðisemi

Afbrýðisemi er tilfinning sem getur sprottið upp þegar við sjáum að einhver annar eignast hlut eða fær tækifæri sem okkur finnst að við ættum sjálf að hafa fengið. Afbrýðisemi er oft kölluð leiðinlegasta syndin eða lösturinn því hún veldur þeim sem hefur...

Stóískt hugarfar: innri styrkur gegn ytra mótlæti

Nú standa Grindvíkingar í þeirri íþrótt að fá að fara inn á heimili sitt með nokkurra daga millibili og kannski fá að sækja eitthvað af eigum sínum. Það er til dæmis ekkert sjálfsagt að eiga sinn eigin borðbúnað, þar með talið Italaglös og Múmínbolla,...

Íslands hugrökku hjörtu: að finna æðruleysi í náttúruhamförum

Grindvíkingum hefur mikið verið hrósað upp á síðkastið fyrir æðruleysi. Það sama var reyndar upp á teningnum þegar Vestmannaeyjagosið reið yfir, snjóflóð síðustu ár og áratugi, þetta heyrðist í Suðurlandsskjálftanum og þegar Eyjafjallajökull gaus....

Að sjá ljósið úr vitanum í lífsins ólgusjó

Á morgun fæ ég tækifæri til að heimsækja heimilið mitt. Fæ fimm mínútur til að fara inn, stinga í poka, og koma mér svo út aftur. Ástæðan fyrir fimm mínútum sýnist mér vera nokkur skýr. Átta manns fara í bifreið hjálparsveitarinnar og stoppað er fyrir...

Tilfinningadoði og æðruleysi: Grindvíkingar berjast fyrir tilveru sinni

“Það er skrýtin tilfinning að þurfa að yfirgefa heimilið sitt sem maður er búinn að setja þrotlausa vinnu í til að eiga gott og fallegt heimili fyrir fjölskylduna, maður getur eiginlega ekki lýst því hvernig manni líður, ef ég tala fyrir hönd...

Afbrot ljósmyndara RÚV í Grindavík: dyggðir og lestir þegar kemur að skilningi og blaðamennsku

Í dag reyndi ljósmyndari RÚV að brjótast inn á yfirgefið heimili í Grindavík. Hvernig honum datt þetta í hug veit ég ekki, en þarna var hann að brjóta alvarlega af sér í starfi, með því að fremja innbrot, sem virðist stafa af því að hann vildi ná góðum...

5 mínútur til að bjarga því sem bjargað verður

Nauðsynlegustu eigurnar sóttar Dagurinn í dag er dagurinn sem ég fann að ég var háður yfirvaldi meira en oftast áður, og minnti mig svolítið á dag fyrir rúmum 20 árum í Mexíkó þegar hermaður bankaði upp á heima hjá mér, rétti mér sveðju og skipaði mér að...

Í dag vitum við ekki hvort við séum heimilislaus

Það er svo margt sem við vitum ekki. Fyrir tveimur dögum bjó ég á heimili mínu þar sem ég settist daglega í þægilegan skrifstofustól, kveikti á tölvu, greip bók úr hillu og tók til við að lesa. Á því augnabliki datt mér ekki í hug að tveimur dögum síðar...

Grindvíkingar: flóttafólk í eigin landi og æðruleysið

Gærdagurinn var súrrealískur og framhaldið er það líka. Við flúðum Grindavík um kl. 19:00 þar sem barnabörn sem við gættum voru orðnar óttaslegnar vegna jarðskjálfta, og við vildum umfram allt koma þeim í skjól. Neyðarástand var í bænum en á algjörlega...

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband