Um það sem við höfum og það sem við höfum ekki

Image

Sum okkar þráum sífellt meira og sum okkar viljum aðeins það sem við þegar höfum. Að þrá sífellt meira má tengja við græðgi og samkeppni, en að vilja það sem við höfum má tengja við sátt og þakklæti. Að þrá sífellt meira er tengt við efnisleg gæði en að þrá það sem við höfum er tengt við andleg og siðferðileg gæði. Stundum er þrá eftir því sem við höfum ekki kallað metnaður og þrá eftir því sem við höfum ekki kallað metnaðarleysi.

Efnisleg gæði eru takmörkuð, þar erum við að tala um peninga, völd og fallega hluti, en andleg og siðferðileg gæði eru ótakmörkuð, en þar erum við að tala um dygðir, góðan vilja, hugrekki, seiglu og margt sambærilegt.

Sum okkar halda kannski að tilgangur lífsins tengist því að sækjast eftir efnislegum gæðum. Sem reyndar er ósköp tilgangslaust í sjálfu sér því þegar við föllum frá munum við ekki halda þeim gæðum.

En hvað um andlegu og siðferðilegu gæðin, verður eitthvað eftir af þeim þegar við höfum fallið frá? Er einhver tilgangur með þeim? Hvað skilur kennsla eftir, skáldsaga eða ritgerð, það eru andleg gæði. Og hvað um góðmennskuna, að hjálpa fólki í neyð, að gera það sem er rétt, mun það skila sér útfyrir líf og dauða?

Efnislegu gæðin eru eitthvað sem virka fyrir okkur hér og nú, en andlegu og siðferðilegu gæðin virðast alltaf eiga við, og eru ekkert endilega tengd einni manneskju, heldur heild okkar, samfélaginu, jafnvel mannkyninu.

 


Um fyrirmyndina þig

Stundum finnst okkur við sjálf vera miðja alheimsins, að augu allra beinist að okkur, að hegðun okkar, hverju við segjum, ákvörðunum okkar; að einhver sé alltaf að dæma okkur. Það er að hluta til statt, en að mestu ósatt. Það er frekar ólíklegt að...

Um siðferði og markmiðasetningu

Gamalt orðtæki sem hægt er að rekja aftur til 11. aldar í aðeins annarri mynd segir að vegurinn til heljar sé lagður í góðum tilgangi. Þessi hugmynd er rakin til abbotans heilags Bernarðs frá Clairvaux. Stundum lendum við í aðstæðum þar sem við þurfum að...

Um gagnrýni og traust

Það er mikilvægt að treysta þeirri manneskju sem gefur þér lof að skammir, og þetta samband vex ef þú getur leitað til hennar og spurt hvað það var sérstaklega sem henni fannst lofsvert eða hvað var svona illa gert. Gefi manneskjan ekki færi á slíkum...

Um lygar og veruleikann

Hver kannast ekki við að fólk sjái veruleikann á afar ólíkan hátt, og jafnvel að einn atburður sé túlkaður með harðri dómgreind sem á sér engar stoðir í veruleikanum? Síðan þegar sönnunargögn eru skoðuð kemur í ljós að það var eitthvað annað sem réð för...

Um hið góða og illa

Við getum verið dugleg að fordæma hluti og manneskjur sem hafa ekkert með okkur að gera. Einhver er með lélegan fatasmekk, einhver tekur fáránlegar ákvarðanir, einhver annar fíkill, annar glæpamaður, hinn lygari, og annað verra. Við getum í huga okkar...

Um fangelsi hugans

Vandamálið með þrjósku er að hún lokar úti nýjar hugmyndir og upplýsingar, sem virkar þannig eins og manneskja sem hefur lent í fangelsi og þarf að dúsa þar, en þrjósan er ennþá meiri harmleikur, því það er manneskjan sjálf sem dæmir sig í fangelsi,...

Um þrjósku og stöðnun

Hver þekkir ekki þrjósku týpuna, einhvern sem hefur tekið ákvörðun og stendur síðan við hana sama hvað, nema kannski þegar það hentar honum ekki prívat og persónulega? Ég vil halda því fram að á meðan þrjóska getur gefið okkur ákveðinn skýrleika, því hún...

Um manneskjur og hluti

Þegar við flokkum manneskjur, þá erum við að merkja þær eins og hluti. Þegar við merkjum fólk eftir litarhætti, trúarbrögðum, þjóðfélagsstöðu, eða hverju sem er; þá erum við ekki að koma fram við viðkomandi eins og manneskju, heldur eins og viðkomandi sé...

Um tilvist okkar

Um daginn ræddum við konan mín um tilgang lífsins, og henni var einhvern veginn þannig að orði: “Ég neita að trúa því að við séum bara til, til þess eins að búa til börn og koma þeim á fót.” Mér finnst afar vænt um þessa pælingu hennar, því...

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband