Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2012
Þekkir þú einhvern sem hefur aldrei rangt fyrir sér?
13.8.2012 | 18:14
Heimspeki | Breytt 16.12.2014 kl. 09:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Hvers virði væri lífið án gagnrýnnar hugsunar?
10.8.2012 | 05:56
- Af hverju er eitthvað frekar en ekkert?
- Af hverju erum við til?
- Af hverju þessi ákveðnu lögmál og ekki einhver önnur? (Sjálfsagt átt við náttúrulögmál)
- Hvert er upphaf náttúrulögmálanna?
- Eru einhverjar undantekningar á náttúrulögmálunum, til dæmis kraftaverk?
- Er aðeins ein gerð lögmála möguleg?
- Albert Einstein: Það óskiljanlegasta við alheiminn er að hann er skiljanlegur.
Heimspeki | Breytt 16.12.2014 kl. 09:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hefur þú áhuga á gagnrýnni hugsun?
8.8.2012 | 19:32
Hér fyrir neðan fylgja nokkrar spurningar sem þú getur spurt þig, og getir þú svarað þeim öllum játandi, með hreinni samvisku, þá ertu gagnrýninn hugsuður, eða réttara sagt, manneskja sem getur verið gagnrýninn hugsaður hafirðu sankað að þér þeirri hæfni sem nauðsynleg er til að verða slíkur. Að hafa viðhorf í rétta átt er fyrsta skrefið, og sjálfsagt það síðasta líka.
Auðvelt er að rugla saman "gagnrýnni hugsun" og "gagnrýni". Gagnrýnin hugsun er viðhorf sem leitar sannleikans á uppbyggilegan hátt, en gagnrýni má stundum túlka sem hreinan efa, verkfæri til að rífa í sundur án þess að líma saman á ný. Ég hef meiri áhuga á gagnrýnni hugsun en hreinni gagnrýni sem slíkri.
Ef þú sérð fyrir þér tvær manneskjur, einni sem beitir gagnrýnni hugsun, og annarri sem beitir hreinni gagnrýni, geturðu auðveldlega fengið í hugann afar ólíkar manngerðir.
Hinn gagnrýni hugsuður hlustar vandlega á þann sem talar, veltir fyrir sér eigin viðhorfum um málið, og reynir að skilja málstað hinnar manneskjunnar af dýpt. Hinn gagnrýni hugsuður hefur minni áhuga á að komast að einni niðurstöðu, heldur en að rannsaka málið frá sem flestum hliðum, og komast þannig nær altækri þekkingu á viðkomandi málefni, án þess kannski að höndla slíka þekkingu endanlega. Hinn gagnrýni hugsuður stingur upp á hugmyndum sem geta dýpkað skilningsleitina.
Hinn hreini gagnrýnandi er ekki jafn gefandi manneskja. Hún dæmir út frá þeim hugmyndum sem hún hefur, og er ekkert endilega til í að rannsaka hvort að eigin dómgreind sé í góðu lagi eða ekki; þar sem það kemur gagnrýni á viðfangsefninu ekkert við að hennar mati. Slíkur gagnrýnandi er sannfærður um að eigin málstaður er hinn eini rétti, og að öndverðar skoðanir hljóti að vera rangar.
Og hér eru spurningarnar:
- Leyfirðu ímyndunaraflinu að njóta sín?
- Er hugur þinn opinn?
- Finnst þér nýjar og gamlar hugmyndir spennandi?
- Ertu til í að endurskoða eigin viðhorf?
- Kannastu við að hafa einhverja fordóma?
- Ertu til í að hlusta á nýjar hugmyndir frá öðru fólki?
- Ertu til í að hlusta á nýjar hugmyndir úr eigin huga?
- Ertu til í að leggja á þig rannsóknarvinnu til að finna áreiðanlegar upplýsingar?
- Ertu til í að meta þau sönnunargögn sem þú hefur og dæma í samræmi við þau, þó þau séu í andstöðu við fyrri skoðanir þínar og trú?
- Ertu til í að fresta ákvörðunum ef nægilegar upplýsingar eru ekki til staðar?
Heimspeki | Breytt 16.12.2014 kl. 09:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)