Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Valdabrellur eða formgalli?

Að hæstaréttardómarar geti blásið af úrslit lýðræðislegra kosninga vegna formgalla er svipað og ef knattspyrnudómari blési af leik á síðustu mínútu vegna þess að einhver lína á vellinum var skakkt máluð, eða gáfumenni tæki þá ákvörðun að fjall því það skyggði á sólina. Þetta er ekki ósvipað því að jólin yrðu blásin af vegna þess að dómari kemst að þeirri niðurstöðu að jólasveinninn sé ekki til, og að það sé ákveðinn formgalli á jólahaldinu.

Ætlar fólk virkilega að láta bjóða sér svona skrípaleik?

Nú virðist ljóst að frá þessum degi verður hægt að kæra allar kosningar sem fram fara á Íslandi og fáist dómarar sem allir eru á móti kosinni ríkisstjórn, munu þeir hafa vald til að ógilda kosningar þar til vænlegri úrslit koma í ljós.

Er þetta nýjasta trikkið til að halda völdum?


Birgitta Jónsdóttir á forsíðu Wired.com

Birgitta Jónsdóttir hefur vakið heimsathygli vegna sjálfboðaliðsstarfa fyrir Wikileaks og er grein um stefnuna gagnvart Twitter, þar sem krafist er aðgangs að öllum Twitterfærslum Birgittu frá 2009, á forsíðu Wired.com

Það er merkilegt hvernig leynd er réttlætt til að vernda opinbera starfsmenn, á meðan íslenskur veruleiki segir okkur að leyndin hafi verið notuð til að vinna skuggaverk bakvið tjöldin, þá af einhverjum stjórnmálamönnum, opinberum starfsmönnum, útrásarvíkingum, eigendum banka og starfsmönnum þeirra.

Því miður hefur fólki sem fer með völdin ekki verið treystandi fyrir leyndinni, þó að þeim hafi verið treyst í blindni.

Leynd er frekar vandmeðfarið kvikyndi, getur verið mögnuð þegar vel er farið með hana, en stórskaðleg þegar hún er misnotuð. Eiginlega eins og kjarnorka.

Kíktu á fréttina um Birgittu í Wired hérna.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband