Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Myndir þú misnota þér aðstæður til að græða ógeðslega mikið?

 

 

Hagsmunaárekstrar eiga sér stað þegar einhver nýtur trausts í ákveðinni stöðu, en upplifir að hagur þeirra sem hann vinnur fyrir og eigin hagur fara ekki saman. Það getur verið erfitt fyrir hvern sem er að gera upp á milli þess sem kemur manni vel og kemur fyrirtæki manns vel.  Spilling sprettur upp þegar einstaklingur velur eigin hag umfram hag þeirra sem hann starfar fyrir.

 

Dæmi:

 
 
 
1) Kennari lætur afar slakan nemanda ná prófi með smá 'hjálp' vegna þess að nemandinn er ættingi eða kennarinn nennir ekki að standa í einhverju veseninu sem fylgir því að fella.

Hver tapar? 

Nemandinn, kennarinn og þjóðfélagið, (hvort sem að þetta kemst upp eða ekki - afleiðingarnar verða hugsanlega eitthvað róttækari komist þetta upp).

Hver græðir?

Nemandinn, tímabundið, og kennarinn því að hann á inni greiða, komist þetta ekki upp.

 


2) Lögfræðingur er ráðinn til að sækja mál gegn fyrirtæki, en bróðir hans hefur ábyrgðarstöðu í fyrirtækinu. Lögfræðingurinn ákveður að vinna ekki málið, sama hvað upp kemur, því hann vill ekki eyðileggja fjölskylduböndin.

Hver tapar?

Réttlætið og ákærandinn (sama hvort þetta kemst upp síðar eða ekki).

Hver græðir?

Fjölskyldan og hinn ákærði (ef þetta kemst ekki upp).

 

 

3) Ráðherra starfar við að taka ákvarðanir um stuðning við alþýðu eða ákveðna stofnun. Hann á hluta í viðkomandi stofnun, og ákveður því að styðja stofnunina frekar en alþýðuna.

Hver tapar?

Alþýðan og þjóðin, máttlaus gagnvart þessu.

Hver græðir?

Ráðherra og stofnunin, hvort sem að þetta kemst upp eða ekki.

 

 

4) Starfsmaður á ferð erlendis fyrir fyrirtæki ákveður að vera nokkrar nætur til viðbótar á fullum daglaunum og án þess að borga nokkurn kostnað sjálfur og ákveður að skella sér á ströndina og skoða sig aðeins um.

Hver tapar?

Fyrirtækið og starfsmaðurinn þegar þetta kemst upp.

Hver græðir?

Starfsmaðurinn ef þetta kemst ekki upp.

 

 

5) Dómari í knattspyrnuleik ákveður að gefa liðinu sem hann heldur með víti, en hann hefur líka veðjað á sigur þess.

6) Starfsmaður á kassa í verslun stingur öðru hverju þúsundkall í vasann.

 

Hvað myndir þú gera ef þér væru boðnar 300 milljón krónur fyrir að koma alþýðu landsins á hausinn?

 

 

Myndir:

Gordon Gecko: Dealbreaker.com

Kennari og nemandi: www1.moe.edu.sg

Táknmynd réttlætis: Amazing People

Mótmælin: fangelsum spillta stjórnmálamenn: No, really ... Do you fancy us?

Baðströnd: annaljos.blogcentral.is

Rauða spjaldið: Refblog.com

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband