Nýjustu færslur
- Um líkama og sál - Í tilefni áttræðisafmælis föður míns, Bald...
- Hrós til þjónustuborðs Costco
- Hætturnar sem felast í fáfræði
- Mistök og það sem við getum lært af þeim
- Heimspeki í morgunmat: að byrja hvern dag með krefjandi spurn...
- Af hverju trúum við stundum blekkingum frekar en því sanna?
- Meðan bærinn okkar brennur
- Ekki er allt gull sem glóir, en samt veljum við það
- Ofurkraftar okkar
- Hvernig veljum við hvort við verðum góðar eða slæmar manneskjur?
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Eldri færslur
2024
2023
2021
2020
2019
2018
2017
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Stórt skref fyrir þjóðina... fram af kletti?
31.12.2009 | 00:10
Þetta er sorglegt mál.
Hvernig málið er afgreitt gagnrýni ég harkalega. Niðurstaðan er afar alvarleg mistök sem ganga algjörlega gegn ÖLLUM þeim kosningarloforðum sem VG og Samfylkin lofuðu fyrir hálfu ári. Ég velti fyrir mér hvort að þeir sem kusu þessa flokka sjái eftir sínum atkvæðum í dag.
Þetta er ekki það versta sem komið hefur fyrir þjóðina, segja sumir. Það er ekki eins og einhver hafi dáið. En það er eins og eitthvað hafi dáið. Þjóðarsálin kannski? Þetta er örugglega það versta sem þjóðin hefur gert sjálfri sér á minni ævi.
Í stað þess að nota tækifærið og fara í algjöra afeitrun, er dópistinn farinn að hjakka í sama farinu, ánægður með nýjasta fixið, og hugsar um allt annað en timburmennina sem bíða handan hornsins.
Mannlegir brestir eru að skapa aðstæður sem ekki verða teknar til baka.
Við erum dottin úr leik.
Kveð ég nú.
Alþingi samþykkti Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- AK-72
- ThoR-E
- Agnar Freyr Helgason
- Alfreð Símonarson
- Alvy Singer
- Anna
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Berglind Steinsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Dís
- Birna Guðmundsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Sæmundsson
- Björgvin Gunnarsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- Blogblaster
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bwahahaha...
- Börkur Gunnarsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Logi Sigurðsson
- Dofri Hermannsson
- Edda Sveinsdóttir
- Einar Indriðason
- Einar Jón
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Sara
- Eymar Plédel Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fararstjórinn
- FreedomFries
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gudrún Hauksdótttir
- Gulli litli
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Freyr Rúnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Sverrir Þór
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Erla Sumarliðadóttir
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Foster Hjartarson
- Gísli Tryggvason
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Karlsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Viðar
- Heidi Strand
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Ingvar Þór Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Johnny Bravo
- Jonni
- Jóhann Björnsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón V Viðarsson
- Jón Viktor Gunnarsson
- Jón Þór Bjarnason
- Jón Þór Ólafsson
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Karl Gauti Hjaltason
- Karl Tómasson
- Katan
- Ketill Sigurjónsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Heiða Valbergsdóttir
- Kolbrún Hilmars
- Konráð Ragnarsson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Hreinsson
- Kristján Kristjánsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Leikhópurinn Lotta
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magidapokus
- Magnús Árni Magnússon
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Kristjánsdóttir
- Millablog
- Neddi
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Kristinsson
- Ragnar Gunnarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Rannveig H
- Ransu
- Rut Sumarliðadóttir
- Róbert Björnsson
- Rúnar Már Bragason
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skafti Elíasson
- Skák.is
- Snorri Bergz
- Snuddi
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Steinki
- Steinn Hafliðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Arnarsson
- Sverrir Stormsker
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Helgason
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sólveig
- TARA
- Toshiki Toma
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tómas Þráinsson
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Víðir Ragnarsson
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- kiza
- mongoqueen
- Ásgerður
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Arnórsson
- Óskar Þorkelsson
- Óttar Felix Hauksson
- ÖSSI
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þröstur Helgason
- Þröstur Unnar
- Þóra Sigurðardóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórdís Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Agný
- Ari Jósepsson
- Árni Karl Ellertsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarki Þór
- Davíð Pálsson
- Dominus Sanctus.
- DÓNAS
- ESB og almannahagur
- Eygló
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- G Helga Ingadottir
- Gísli Sigurðsson
- Grétar Eiríksson
- Guðni Karl Harðarson
- Hafþór Baldvinsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Hörður Halldórsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jónatan Gíslason
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Lúðvík Lúðvíksson
- Marta B Helgadóttir
- Morgunblaðið
- Omnivore
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Antonsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Styrmir Reynisson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sævar Már Gústavsson
- Sölvi Breiðfjörð
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valur Arnarson
- Vestarr Lúðvíksson
Athugasemdir
Ég sé ekki eftir mínu atkvæði til VG. Tel ennþá að Steingrímur og félagar séu að gera sitt besta með hagsmuni þjóðarinnar í huga.
Gleðilegt ár !
Anna Einarsdóttir, 31.12.2009 kl. 00:19
Stjórnarandstaðan var að mínu mati algjörlega óábyrg og kjarklaus í málinu... hagaði sér eins og litlir krakkar sem brjóta rúðu í húsi, hlaupa svo í burtu og kenna svo þeim um verknaðinn sem vinna við það að setja nýtt gler í stað þess sem krakkaskammirnar brutu... algjörlega kjarklausir og neita allri ábyrgð.
Reyna svo að vinna atvkæði fólksins í landinu með lýðskrumi af verstu sort.
Brattur, 31.12.2009 kl. 00:21
Blóðugar hendur !!
Ómar Ingi, 31.12.2009 kl. 00:27
Anna... Sitt besta? En afhverju lögðu þeir ekki upp spíll á borð. Á stað þess leggja þeir allar reikningar og meira.. Eg treysti ekkert lengur VG, nema Ögmundi.
Andrés.si, 31.12.2009 kl. 00:31
> Þetta er sorglegt mál.
Hver var rót þess?
Nátthrafn (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 00:43
Eru allir búnir að gleyma að upphaflega Icesaveskuldin var í kringum 1200 milljarða en er nú komin í um 200 milljarða ? Að gjaldþrot Seðlabankans kostar okkur íslendinga 270 milljarða !!! Af hverju er það allt í lagi ? Reynið að setja hlutina í samhengi og skilja orsakir og afleiðingar.
Hengið síðan ekki bakara fyrir smið. Smiðurinn stofnaði ekki til skuldarinnar.
Anna Einarsdóttir, 31.12.2009 kl. 00:44
Afram Island!!!! Good luck now.......Now your Government has shown that they can be resposible......Now the doors will open.....It will take time but now Europe will be behind you and not against you.........Take it steady, but this was a great descision by the parliament that took over from the conservative mafia. Congratulations and good luck !!! Yeh !!!
Eirikur , 31.12.2009 kl. 00:48
Nei, Anna. En smiðurinn ber hins vegar fulla ábyrgð á þessum ófremdargjörningi. Það er deginum ljósara. Og þar að auki er Icesave skuldin alls ekkert komin niðurí 200 milljarða! Það fer barasta allt eftir því hvaðfæst fyrir eignir Landsbankans.
Nú verður þjóðin að treysta á andst..... kommann hann Ólaf Ragnar. Já, það verður að segjast eins og er að hann er ólíkindatól.
En ef hann samþykkir þetta sem lög er hann alls ekki samkvæmur sjálfum sér. Sé ekki hvernig hann ætti að réttlæta það fyrir þjóðinni.
Hann samþykkti fyrri útgáfu Icesave með sérstakri áritun þann 2. september sem lesa má hér á vef Indefence.is:
http://dl.dropbox.com/u/3133573/yfirlysing_forseta_islands_undirritud09_09_02.pdf
Það væri afar undarlegt ef hann samþykkti ekki þjóðaratkvæðagreiðslu miðað við allan þann fjölda sem fer fram á það. Ég held að þá færi fyrst allt upp í loft í landinu. Get vel ímyndað mér að ástandinu þá mætti líkja við borgarastyrjöld.
Páll Rúnar Pálsson (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 00:52
Framtíðin mun leiða hið sanna í ljós.
Hrannar Baldursson, 31.12.2009 kl. 00:54
Meinti Bakarinn (Anna sennilega líka) :o)
Páll Rúnar Pálsson (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 00:59
Hefur enginn áhyggjur af þessu ???
105 milljarða vextir af kúluláni Davíðs
Davíð Oddsson.
Miðvikudagur 30. desember 2009 kl 12:52
Höfundur: Ritstjórn DV (ritstjorn@dv.is)
Eitt síðasta verk Árna Mathiesen í starfi fjármálaráðherra var að taka 270 milljarða króna verðtryggt kúlulán til fimm ára með 2,5 prósent vöxtum. Var það gert til að yfirtaka skuldir Seðlabanka Íslands vegna taps á endurhverfum viðskiptum bankans. Fréttatilkynningu um þetta er að finna 12. janúar 2009.
Var um að ræða svokölluð „ástarbréf“ sem hinir föllnu bankar höfðu gefið út og var stærstur hluti þeirra kominn frá Icebank. Gjalddagi lánsins er 12. janúar árið 2014 með möguleika á fimm ára framlengingu sem þá myndi greiðast í janúar árið 2019.
Samkvæmt útreikningum sem gerðir voru fyrir DV miðað við þær forsendur sem koma fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar þarf ríkissjóður að greiða 27 milljarða króna í vexti og verðbætur af þessu láni árið 2009. Upphæðin lækkar síðan í 24 milljarða króna árið 2010. Á árunum 2011 til 2013 þarf síðan að greiða 18 milljarða króna ár hvert í vexti og verðbætur
Brattur, 31.12.2009 kl. 01:00
Páll Rúnar: "Það fer barasta allt eftir því hvað fæst fyrir eignir Landsbankans."
Það sem fæst fyrir eignir Landsbankans verður í beinu hlutfalli við það hversu mikið við borgum fyrir innlendu starfsemina (NBI hf.). Samkvæmt nýjustu tölum eru það á bilinu 4-500 milljarðar sem 95% endurheimtur upp í IceSave kosta okkur. Þetta þarf alltaf að taka með í reikninginn hvað svo sem spunavélar stjórnvalda segja um "góðar heimtur" af eignasafninu. Svo ætla snillingarnir sem stjórna þessu næst að henda 185 milljörðum af gjaldeyri til að leysa út eignir upp á "nokkra tugi" milljarða í Luxembourg. Samanlagður kostnaður skattgreiðenda af starfsemi Landsbankans frá einkavæðingu hans stefnir nú þegar hátt í 700 milljarða án tillits til vaxtakostnaðar.
Til samanburðar voru tekjur skattgreiðenda af einkavæðingu Landsbankans þ.e.a.s. kaupverðið ekki nema 25 milljarðar á sínum tíma. Þetta er afar mikilvægur mælikvarði því hann sýnir okkur tvennt: 1) hversu gríðarleg þensla varð í bankakerfinu í kjölfar einkavæðingar og 2) hvað við erum raunverulega að borga fyrir IceSave ekki bara beint til innstæðutryggingasjóðs heldur líka óbeint í gegnum skilanefnd Landsbankans.
Guðmundur Ásgeirsson, 31.12.2009 kl. 06:25
Íslenski þrælinn stígur ekki í vitið, og það sama má nú segja um flesta kjósendur VG. Sá FL-okkur hefur aldrei gáfulegar lausnir fram að færa, í raun bara drasl. Samspillingin er svo bara stórhættulegur EB flokkur. Formaður VG talaði allt öðru vísi fyrir hrun, en snérist svo eins og VINDHANNI 360 gráður, í flest öllum málum, það er afrek út af fyrir sig. Þjóðin & alþingi hefur sýnt fram á vilja í sumar að við viljum greiða tengt Icesave þó okkur beri í raun ekki lagaleg skylda til þess, þá viljum við axla "pólitíska & siðferðislega ábyrgð á okkar glæpamönnum" - en SteinFREÐUR & Svavar sömdu svo illa af sér að hér verður "frostavetur næstu 20 árin með tilheyrandi fátæk" - svo kalla þessir aular sig "Norræna velferðastjórn" - klækastjórn hjá vinstri mönnum, það liggur við að maður æli, aulaskapur þessa liðs er ótrúlegur. Þráinn Bertelsson talaði um fyrir rúmu ári síðan að það væri aumingjarskapur hjá ríkisstjórninni að vera á hjánum fyrir nýlenduveldum UK & Hollendinga. Svo segir hann nú (á hnjánum) að lengra verði ekki komist. Þetta lið er óborganlegt og leiksýningar þær sem þeir setja upp á alþingi eru yfirleit til háborinnar skammar.
Óli grís kan "klækastjórnmál & lýðskrum" enda vinstri maður í húð & hár. Óli var UMBOÐSMAÐUR útrásarskúrkanna og það fer vel á því að maður með "skítlegt eðli" samþykki þessi (ó)lög, gegn 70% vilja þjóðarinnar, það er ekki gjá, bilið er of stórt til að vera gjá, í raun bara "himinn & haf milli þings & þjóðar" enda skilur ekki þjóðin þá ÖMURLEGU verkstjórn Jóhönnu & SteinFREÐS í þessu skelfilega máli. Geta íslenskra stjórnmálamanna er til skammar, ef þetta lið væri að vinna fyrir einkafyrirtæki þá væri búið að reka það á staðnum. Óli grís á að SAMEINA þjóðina, en leppalúði er snillingur í að SUNDRA þjóðinni. Ég segi nú bara um okkar skítapakk - sorry - okkar stjórnmálamenn "helvítis fukking fukk".
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson, 31.12.2009 kl. 12:54
Magnaðar röksemdarfærslur hjá frú Önnu. Hún kaus Vinstri græna. Hugsanleg vegna photoshoppaðra glansmynda eins og mörgum hættir til. Ekki vegna kosningaloforða. Kosninganótt leið, og viti menn. Steingrímur sýndi sitt innra eðli og hagar sér eins og vindhani á mæni í ofsaroki. Hann varð Samfylkingarmaður. Samfylkingin hefur ekki svikið nein loforð eins og VG. En frú Önnu kemur það ekkert við. Steingrímur Júdas hefur stofnað sinn prívat Samfylkingarflokk innan VG með Samfylkingarstefnuskránni sem eru algerlega þveröfugar við þann flokk sem hann misnotaði fyrir kosningar. Hann er atkvæðaþjófur og brotamaður gegn lýðræðislegum rétti kjósenda Vinstri grænna, nema náttúrulega frú Önnu. Hún kaus ekki stefnu heldur glansmyndir. Hún er Samfylkingarmaður eins og Steingrímur "Júdas". Svo allt er í góðu á þeim bænum. Fyrir hana skiptir eitt máli og má kosta þjóðina allt. Hún vill ekki að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn komist að völdum til að afhenta vinum sínum auðlindirnar. Mun betra er að láta Breta og Hollendinga fá þær. Og svo náttúrulega Björgólf Thor og Jón Ásgeir. Hjá frúnni er mikill munur á kúk og skít. Fyrir það má fórna annarra manna börnum og landi.
En vill frú Anna gjöra svo vel að útskýra fyrir sumum hvers vegna er í lagi að klúðra málum vegna þess að einhver annar hefur gert það? Hvers vegna er í góðu lagi að svíkja þjóðina af því einhver annar hefur gert það? Getur hún sýnt nánari útreikninga og rökstuðning á kostnaði þjóðarinnar varðandi Seðlabankagjaldþrotsins og hins vegar Icesave? Er þá ekkert mál að bæta þeim fals reikningi á vegna þess að það er svo margt annað sem kostar okkur svo mikið? Er hún að lesa þetta beint úr glanslygaáróðursbæklingum stjórnarsinna, sem allir hafa verið hraktir af sérfræðingum?
Þessi aumingjalega og fáránlega rökleysa að halda því fram að Icesave skuldbindingin er í raun ekkert mál vegna þess að hún er svo og svo lítill hluti af heildarskuldum þjóðarinnar, er sorglegri en tárum tekur. Þegar matsfyrirtæki stjórnvalda meta að líkurnar eru 10% - 25% líkur á að þjóðin verði gjaldþrota. Það eru sömu líkur og að fjarlægð eru 5 skot af 6 úr sexhleypu og og skothylkjarúllunni snúið, byssuhlaupinu beint að gagnauganu og tekið í gikkinn. Þetta er það sem er kallað rússnesk rúlletta. Líkurnar á að hitta á skotið er það sama og gjaldþrot þjóðarinnar vegna Icesave. Ætli margir af Icesave aumingjunum á þingi myndu þora að spila rússneska rúllettu? Ætli þau hefðu tekið þá ákvörðun um að greiða frumvarpinu atkvæði sitt ef það tilheyrði láglaunastéttum þjóðfélagsins? Ætli það. Málið fyrir 70% þjóðarinnar sem heimtar að fá að kjósa um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu, snýst Icesave um áratuga ánauð, fólksflótta og afsal á auðlindum til Breta og Hollendinga. Hvort að stjórn haldi velli eða ekki er algert aukaatriði. En ekki fyrir frú Önnu sem kaus Vinstri græna. Sama hvaða stefna verður ofaná hjá Steingrími Júdas Sigfússyni. Hann er íslenskur "Quisling" eins og allir þeir sem frömdu landráðið. Þeir voru ósköp ræfilslegir ráðherrarnir á Bessastöðum í morgun.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 14:55
Þú ert aldeilis í illu skapi Guðmundur 2. Gunnarsson en ég hef reyndar aldrei séð þig öðruvísi á blogginu.
Fyrir mig skiptir mannorð meira máli en peningar. Fyrrverandi ríkisstjórn rústaði mannorði okkar á alþjóðavettvangi og það tek ég afar nærri mér. Nú vil ég reyna að endurheimta æru okkar, trúi því að það sé hægt með því að samþykkja þennan Icesave pakka sem skánað hefur verulega síðan sjálfstæðismenn sömdu haustið 2008 og svo er ég svo óendanlega bjartsýn að trúa því að við náum það miklu til baka af útrásarvíkingum eftir einhvern tíma að þjóðin verði á endanum ekki fyrir svo miklum skakkaföllum.
Ég vil þjóð minni allt hið besta, fyrirlít græðgi og vil sjá heiðarlegt og gott Ísland þar sem allir eiga sama tilveruréttinn. Ég vil að núverandi ríkisstjórn leiðrétti lán hins almenna borgara þannig að enginn líði fátækt. Og einhvern daginn get ég kannski borið höfuðið hátt og sagt aftur stolt; Ég er íslendingur.
Gleðilegt ár !
Anna Einarsdóttir, 31.12.2009 kl. 15:35
Anna. Þú ferð rangt með að Sjálfstæðisflokkurinn og þá líka Samfylkingin hafi samið um Icesave. Það eru hreinar lygar og þú ættir að athuga þinn gang með að selja þig svo ódýrt að halda slíku fram. Mas. Ingibjörg Sólrún sá sig tilneydda að reyna að drepa þessar lygar. Ef að þeim hafði tekist hið ómögulega, hvers vegna er verið að semja í dag? Ef einhver lagaleg skylda okkar væri í málinu, hvers vegna þarf að semja? Gef þér link og birti skrif Sigurðar Líndal lagaprófessor um þessa ódýru lygaveitu stjórnarflokkanna og sorglegt að sjá að ágætis fólk láti plata sig svona herfilega. Ma. tekur hann fyrir allar lygar um lagalega hlið málsins.
Langar að spyrja, hvers vegna er það sem Sjálfstæðisflokkurinn og forystumenn eins og Geir, Davíð, Árni Matt og Bjarni Ben gera og segja (hann var óbreyttur þingmannsstauli þegar hann vildi láta reyna á samningaleiðina sem hefur verið aðal röksemd Steingríms og stjórnarliða) ykkur svona stórkostlega sannindi? Hafið þið ekkert sjálf um málin að segja? Einungis gengið í smiðju handónýtra og sagt þetta er frábært. Það er rétt að hafa í huga að Alþingi nýtur ekki trausts nema 12% landsmanna samkvæmt nýlegri könnun. Hvers vegna að treysta fólki jafn rúnu trausti fyrir svona stórkostlegum ákvörðunum? Að 6% traust sem hlýtur að vera traustið sem þá stjórnarliðar njóta hlýtur að vera fullkomlega út í hött að ráði úrslitum um lífsafkomu fólks. Þeir sem eiga eftir að finna mest fyrir afleiðingunum er láglauna fólkið. Almenningur. Ekki þingmenn og fólk með hærri laun. Þeir sem bera ábyrgðina hvernig er komið fyrir þjóðinni.
Sigurður Líndal lagaprófessor skrifar:
Endilega leggðu fram heimildir um að fyrrverandi ríkisstjórn hafi rústað mannorði okkar erlendis. Nú vill svo til að ég starfa við að vera í miklum samskiptum við erlenda aðila við ágætlega upplýst fólk, og hef hvergi fengið nein viðbrögð á Icesave nema í Hollandi þar sem viðkomandi aðili vissi að vísu ekki mikið um málið og þá einungis Hollensku hliðina. Benti honum á að fara inn á heimasíðu hollenska fjármálaráðuneytisins og lesa þar það sem fjármálaráðherrann hélt fram í ræðu í nóvember eftir hrun að ábyrgðin væri EES en ekki okkar. Það fauk í hann að sjá hversu ómerkilega er hægt að snúa hlutunum. Danir gera grín af útrásartilburðunum, sem og Bretar, en það var alveg frá byrjun, og ekkert breyst.
Það vill svo til að flestar ef ekki allar þjóðir eru fyrst og fremst uppteknar af eigin kreppu ekki okkar, frekar en hvort og hvernig okkur reiðir af. Að sama skapi höfum við ekki hugmynd um hvað er að gerast í öðrum löndum. Samt er mikill munur á okkar þekkingu á högum annarra þjóða en þeir okkar, sem fæstar hafa hugmynd um hvar Ísland er. Um 50 þjóðir hafa orðið gjaldþrota frá stríðslokum. Mér er til efs að þú getur nefnt mér eina þeirra. Bak við gjaldþrotin töpuðust gríðarlegir fjármunir sem fylgdu milliríkjavandamál. Munurinn er sá að þar voru skuldir sannanlega fyrir hendi.
Þú eins og svo margir virðist ekki skilja að engar ógreiddar skuldir eru í tilfelli okkar með Icesave. Allt sem við hefðum getað gert var bannað samkvæmt EES samkeppnisreglum sem bankarnir störfuðu eftir. Forsetinn hefur gefið út yfirlýsingar erlendis að þeir störfuðu eftir reglum EES og Jóhanna hefur tilkynnt breska forsætisráðherranum að það er mat rísstjórnarinnar að okkur ber ekki lagaleg skilda til að greiða. Hversvegna ert þú á annarri skoðun? Hvers vegna gefast stjórnvöld upp? Samfylkingin (Alþýðuflokkurinn) var nákvæmlega á sömu skoðun og þú og stjórnvöld með að gefast upp fyrir stórveldunum í þorskastríðinu. Það mátti ekki styggja alþjóðasamfélagið stórkostlega. hefurðu lent í miklum vanda vegna þessa? En land og þjóð? Það sem er verið að gera er að ræna þjóðina og í leiðinni gera hana ábyrga fyrir glæp sem aldrei var farminn. Er löngu búinn að sjá að þú skilur ekki og munt aldrei skilja málið. En hugsanlega hjálpar meint "reiði" mín einhverjum öðrum? Slíkar hafa verið lygar og rangfærslurnar að ekki er hægt að sitja hjá. Læt fylgja lagagreinar sem þú og aðrir getað reynt að lesa og vonandi skilja, sem sýna svart á hvítu að réttur okkar er 100%, enda er verið að setja lög til að brjóta á þessum rétti okkar. svo einfaldan hlut hlýturðu að geta sett í samhengi.
Persónulega er mér slétt sama um hvort að stjórnin springi eða ekki. Munaði hársbreidd að ég kysi VG en sem betur fer gerði ekki, frekar en nokkurn aðra glæpastofnunina sem felur sig á bak við X - Eitthvað. Icesave hefur ekkert með að fella stjórnina að gera. Engan flokk hef ég séð sýna þá tilburði né nokkur yfirleitt reyna að nota tækifærið, nema náttúrulega spunatrúða stjórnarflokkanna sem virkar giska flott á litlu flokkspúddurnar sem hlaupa gargandi í allar áttir.
Hér eru góðar lagaskýringar um Icesave til að hjálpa fólki til að átta sig á hver er sannleikurinn. Afturámóti er ekkert óeðlilegt að við tökum á okkur með EES þjóðum á gölluðu regluverki sem allir eru sammála að er ástæða þessara hörmunga. En það verður að semjast á jafnræðisgrunni en ekki ofbeldisaðgerðum. Þar er mikill munur á. Það er enginn að tala um að borga ekki. Lög eru lög og hér á neðan er hægt að sjá hvað þau segja varðandi rétt okkar í málinu, sem er langt því frá lokið.
Takk fyrir og sömuleiðis gleðilegt ár.
http://altice.blog.is/blog/altice/entry/997598/
http://altice.blog.is/blog/altice/entry/991686/
http://altice.blog.is/blog/altice/entry/994965/
http://altice.blog.is/blog/altice/entry/993713/
http://altice.blog.is/blog/altice/entry/991686/
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 17:06
Ég er stoltur af íslenskum uppruna mínum og tel það stolt ekkert hafa með ICESAVE að gera. Hvort felst meiri æra í því að láta glæpamenn komast upp með glæpi sína og gefa þeim bara eftir á kostnað þjóðarinnar, eða segja "hingað og ekki lengra"?
Getur það virkilega verið dómur gegn græðgi þegar auðmönnum eru færðar upp í hendurnar auður þjóðarinnar? En eins og spekingurinn sagði:
Hrannar Baldursson, 31.12.2009 kl. 17:22
Mér finnst afar ólíklegt að Ólafur Ragnar hafni samningnum, enda er hann fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins og pólitískt á nákvæmlega sömu línu og þau Steingrímur og Jóhanna. Það væri ekki nema hann færi gegn eigin pólitískri sannfæringu, og það þætti mér afar merkileg og virðingarverð gjöf til þjóðarinnar, en ósennilegt.
Hrannar Baldursson, 31.12.2009 kl. 17:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.