Eru 89% allra íslenskra fyrirtækja að hruni komin hvað reksturinn varðar?

Af 30.000 fyrirtækjum á landinu standa 11% þeirra sterkt. Nú þekki ég ekki skala Creditinfo, en geri ráð fyrir að einnig sé um að ræða möguleika eins og 'meðal', 'veikt', 'mjög veikt' og hugsanlega 'mjög sterkt'. Þessar upplýsingar vantar í fréttina.

Ég get skilið að sá sem skrifaði þessa frétt vill hugsanlega vera svolítið jákvæður, en fréttin er flutt eftir undarlegum formerkjum. Það er afar auðvelt að misskilja hana þannig að maður gefi sér að andstæða fullyrðingarinnar sé sönn, að fyrst 11% fyrirtækja standi sterkt, þá standi 89% fyrirtækja veikt. Hins vegar leyfi ég mér að efast um að málið sé svo einfalt, og grunar að hérna hafi verið laumað inn falskri neikvæðri frétt í jákvæðu ljósi, eins öfugsnúið og það hljómar.

Langaði bara að velta þessu fyrir mér, en mér finnst merkilegra við þessa 'frétt' hvað hún segir ekki, heldur en hvað hún segir.

 

Um 3.400 fyrirtæki teljast í lagi eftir bankahrunið

Fyrstu niðurstöður úttektar Creditinfo benda til þess að um 3.400 fyrirtæki í landinu standi sterkt hvað reksturinn varðar. Þetta eru um 11% þeirra nærri 30 þúsund fyrirtækja sem eru á hlutafélagaskrá.

Flest þessara fyrirtækja eru á höfuðborgarsvæðinu, eða um 2.400, en miðað við heildarfjölda fyrirtækja á hverju landsvæði virðast hlutfallslega flest fyrirtæki vera í lagi á Norðurlandi eystra, eða 15%.

Athugun Creditinfo náði ekki til stærstu bankanna og þau sem ekki komast í þennan flokk stöndugra fyrirtækja eru félög á vanskilaskrá og svonefnd skúffufyrirtæki, eða eignarhaldsfélög sem ekki eru í neinum rekstri.

Sjá nánar í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.


mbl.is Um 3.400 fyrirtæki teljast í lagi eftir bankahrunið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband