Hvað er í bíó, núna?
8.11.2009 | 21:38
Það er fullt af skemmtilegum myndum í bíó, og nokkrar sem komið hafa mjög á óvart og slegið í gegn. Sérstaka athygli vekur Woody Harrelson sem uppvakningabani og hræódýr draugamynd sem virðist hræða líftóruna úr flestum þeim sem voga sér að sjá hana. Síðustu dagar Michael Jackson koma einnig á óvart og þriðja ísöldin skemmtilegri en fyrstu tvær til samans.
Ég hef verið að þýða greinar eftir kvikmyndarýninn Roger Ebert, sett þær inn á rogerebert.blog.is og miðað við þær myndir sem eru í bíó. Kíktu á listann hérna fyrir neðan til að fræðast um þær myndir sem eru enn í sýningu.
Smelltu á titlana til að lesa dómana.
This Is It (2009) ****
Vel gerð og skemmtileg heimildarmynd um síðustu mánuði hins nýlátna Michael Jackson þar sem hann sýnir á sér óvæntar hliðar. Leikstýrð af Kenny Ortega, sem gerði High School Musical myndirnar, en til gaman má geta að vinnuheiti High School Musical var Grease 3.
Roman Polanski: Wanted and Desired (2008) ***1/2
Áhugaverð heimildarmynd um erfitt líf Roman Polanski, hvernig hann lifði seinni heimstyrjöldina af sem pólskur drengur og missti meðal annars móður sína sem myrt var í útrýmingarbúðum nasista, hvernig hann varð frægur kvikmyndaleikstjóri í Hollywood, hvernig fylgjendur Charles Manson myrtu eiginkonu hans og ófætt barn, hvernig hann nauðgaði og var sóttur til saka, fangelsaður og síðan flúði Bandaríkin, en segir ekki frá því hvernig hann var handsamaður á dögunum og mun líklega verða framseldur til Bandaríkjanna þar sem yfir honum vofir hugsanlega fimmtíu ára dómur fyrir að hafa flúið réttvísina.
Orphan (2009) ***1/2
Hrollvekja um stúlku sem lætur Damien í Omen myndunum, son skrattans, líta út eins og leikskólakrakka.
Nokkurs konar gamanmynd með Matt Damon sem byggð er á súrrealískum en jafnframt sönnum atburðum um fyrirtækja- og fjármálaspillingu. Ef þér fannst barnalánin hjá Íslandsbanka eitthvað til að hneykslast yfir, kíktu þá á þessa til að hneykslast ennþá meira.
Zombieland (2009) ***
Woody Harrelson leiðir hóp uppvakningaslátrara í þessari gamanhrollvekju gegnum Bandaríkin sem hafa orðið uppvakningum að bráð. Aðeins örfáar manneskjur hafa lifað óbreyttar af, og gefa áhorfendum ráð í léttum dúr um hvernig lifa skuli af uppvakningaplágur.
Law Abiding Citizen (2009) ***
Gerald Butler leikur fjöldamorðingja sem myrðir fólk utan fangelsisveggja á meðan hann er lokaður í einangrunarklefa innan í fangelsinu, enda fólk svo útreiknanlegt þessa dagana, sérstaklega þegar fólk flest eru flatar persónur í svona spennutrylli.
Couples Retreat (2009) **
Misheppnuð gamanmynd um fólk sem fer á paradísareyju til að leysa persónuleg vandamál sín. Geisp.
Fame (2009) **
Misheppnuð söngvamynd byggð á snilldarsöngvamynd.
Up (2009) ****
Ef þú hefur gaman af bíómyndum um gamlan kall og unga skáta sem svífa um í húsi sem haldið er uppi af milljón blöðrum eða svo, og hefur gaman af gömlu Indiana Jones myndunum, þá áttu eftir að skemmta þér vel á þessari. Fyrstu tíu mínúturnar eru með því besta sem gert hefur verið í heimi teiknimynda, og sjálfsagt kvikmynda yfir höfuð. Algjört listaverk. Og skemmtileg.
Toy Story (1995) ****
Ef þú hefur ekki séð Toy Story ertu ekki viðræðuhæf(ur).
Ice Age: Dawn of the Dinosaurs (2009) ***1/2
Betri en fyrstu tvær Ice Age myndirnar til samans. Kemur skemmtilega á óvart, sérstaklega þar sem henni tekst að víkka út heim sem áður virtist heldur takmarkaður. Simon Pegg blæs nýju lífi í myndina með persónu sem er hálfur Tarzan og hálfur Ahab skipstjóri, í eilífðarbaráttu við stærsu risaeðlu í heimi. Svona eins og barátta Scrat við akornið, sem ætti reyndar að fá sérstök verðlaun fyrir góðan leik.
9 (2009) ***
Gífurlega vel gerð mynd sem gerist í heimi þar sem mannkynið hefur verið máð af yfirborði jarðarinnar, og eftir sitja 9 litlar tuskudúkkur og eitt stykki gjöreyðingarvélmenni.
Flokkur: Kvikmyndir | Facebook
Athugasemdir
Hva er kallinn kominn á klakann ?
Annars er ég bara nokkuð ánægður með gjöfina þína ; = )
Ómar Ingi, 8.11.2009 kl. 21:42
Álitlegt.
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.11.2009 kl. 23:03
Ómar: er alltaf á klakanum, sama hvar ég er staddur í heiminum. Er ennþá í Noregi.
Sigurður: Jamm.
Hrannar Baldursson, 9.11.2009 kl. 09:12
Við erum með hættulega svipaðan smekk svona fyrir utan nokkrar eðal myndir í den.
Ómar Ingi, 10.11.2009 kl. 17:15
Ómar:
Hrannar Baldursson, 10.11.2009 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.