Er MJ að slá í gegn aftur?

michael-jackson

Ég man þegar "Thriller" kom út og fór með bróður mínum í Bræðurna Ormson þar sem auglýst var að hið stórmerkilega myndband við "Thriller" yrði frumsýnt. Það var frumsýnt og endursýnt, og svo endursýnt margoft. Vincent Price fór laglega með draugalínur upphafslínurn og lokaði laginu skemmtilega. Þarna fékk maður að sjá MJ umbreytast í uppvakning, með bestu mögulegu tæknibrellum, í leikstjórn John Landis sem hafði gert "American Werewolf in London", mynd sem var mikið talað um en ég mátti ekki sjá vegna aldurs. Þetta var dagurinn sem ég uppgötvaði Michael Jackson. Hann uppgötvaði hins vegar aldrei mig. Þetta varð til þess að ég keypti vínilplötuna Big, átti uppáhaldslag með MJ og Paul McCartney, "Say say say," og keypti mér meira að segja geisladiskana HisStory þegar þeir komu út, og síðan DVD diskana síðar. Hann náði til mín, og það er ekki auðvelt að ná sambandi við mig. Trúðu mér.

12 árum síðar var ég staddur í Bandaríkjunum þar sem fólk kepptist um að tala illa um Michael Jackson og mikið notað af orðum eins og 'monster' og 'freak'. Ég botnaði ekkert í kananum. Það var sagt að MJ væri skrímsli sem misnotaði börn. Slíkar ásakanir voru auðveldar fyrir fólk sem girnist ekkert annað en peninga, enda lék MJ sér mikið með börnum. Hvort sem hann var sekur eða ekki, þá voru ásakanirnar óumflýjanlegar. 

Hann var ekki aðeins kallaður skrímsli vegna vináttu sinnar við börn, heldur vegna útlitsins og útlitið skiptir því miður afar miklu máli í heimi þar sem efnið er andanum æðra, en hann var þegar orðinn afmyndaður í framan vegna mikilla lýtaaðgerða. Reyndar held ég að pepsíslysið sem hann lenti í þar sem hár hans og andlit brenndust illa, hafi hugsanlega neytt hann í slíkar aðgerðir, einfaldlega til að hann gæti mögulega haldið áfram að vinna, og þar sem þær hafi misheppnast, hafi hann reynt sitt ýtrasta til að komast í lag og farið í ótal aðgerðir, lamið þannig hausnum við sama vegginn endalaust, og með sömu útkomu og eftir að hafa lamið hausnum endalaust í vegg. En allt kom fyrir ekki.

Í dag sér maður fullt af krökkum hérna í Noregi taka Moonwalk dans og raula lagstúfa úr MJ lögum, og ekki má gleyma að heimildarmynd um hann er að slá virkilega í gegn og fær dúndurdóma, eins og lesa má í gagnrýni Roger Ebert, sem ég hef þýtt hér.

Ég er ekki mikill aðdáandi Michael Jackson, en finnst tónlistin hans frábær. "This Is It" virðist vera öflugur minnisvarði reistur þessari stjörnu, minnisvarði sem virðist sýna hann í öðru ljósi en maður reiknaði með. Kvikmyndinni er leikstýrt af Kenny Ortega, þeim sem gerði Zac Efron að stórstjörnu  með "High School Musical" þríleiknum (hann verður líklega enn stærra nafn eftir "Me and Orson Welles" sem kemur fljótlega í bíó).

Það er enginn ákveðinn tilgangur með þessari bloggfærslu. Ég varð einfaldlega að hrífast með straumnum sem gengur í Moonwalk bylgjum af slíkri nákvæmni að maður getur varla staðið kyrr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Ég verð að segja að ég er nokkuð svipaður og þú með MJ , en músik hans of dansar hafa haft áhrif á mig eins og alla sem hafa eitthvað fylgst með á þessum tíma.

Þessi mynd er alger gullmoli fyrir svokallaðar MJ viftur , já ef þú hefur einhvertíma haft virkilega gaman að músikinni og dönsum og ert forvitin af hverju MJ viftur misstu.

THIS IS IT.

Ómar Ingi, 30.10.2009 kl. 00:20

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Örverpið mitt ætlar að draga mig í bíó um helgina til þess að sjá þessa mynd.  Hún fékk skyndiáhuga á MJ við dauða hans, hún hafði ekkert vitað um MJ fyrir dauða hans.  Það hefur greinilega orðið vakning, hjá unga fólkinu okkar. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.10.2009 kl. 00:27

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Jamm, mig langar meira að segja að sjá þessa. :) Aldrei þessu vant langar mig í bíó.

Hrannar Baldursson, 30.10.2009 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband