Nýjustu færslur
- Af hverju krefjast raunveruleg góðverk alltaf áreynslu?
- Um líkama og sál - Í tilefni áttræðisafmælis föður míns, Bald...
- Hrós til þjónustuborðs Costco
- Hætturnar sem felast í fáfræði
- Mistök og það sem við getum lært af þeim
- Heimspeki í morgunmat: að byrja hvern dag með krefjandi spurn...
- Af hverju trúum við stundum blekkingum frekar en því sanna?
- Meðan bærinn okkar brennur
- Ekki er allt gull sem glóir, en samt veljum við það
- Ofurkraftar okkar
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2024
2023
2021
2020
2019
2018
2017
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
100 ára kreppa?
18.10.2009 | 07:48
Þar sem ekki verður hægt að klára greiðslur á Icesave árið 2024 eins og fyrirvarar gerðu áður ráð fyrir, þá væri áhugavert að vita hversu langan tíma tekur að borga þessa reikninga, þessa reikninga sem er ein af grunnforsendum þess að ég ákvað að flytja úr landi, enda vil ég ekki taka þátt í að borga skuldir óreiðumanna, né að börn mín lendi í sömu súpunni.
Ennþá skil ég ekki af hverju þessari ríkisábyrgð er ekki algjörlega hafnað og farið á eftir þeim sem að græddu óhóflega á þessu, enda augljóst að peningarnir sem lánaðir voru bankanum hafa ekki bara gufað upp, þó að þeir sem haldi þeim í dag takist að leyna þeim og virðist ætla að komast upp með glæpinn á kostnað íslensku þjóðarinnar, að minnsta kosti í bili.
Peningar gufa ekki bara upp, frekar en að þeir vaxa á trjánum.
Ríkisstjórnir ólíkra landa eiga ekki að deila um hver borgar. Þær eiga að rannsaka hvert peningurinn fór og draga þá til ábyrgðar sem hafa svikið þessar háu fjárhæðir út úr saklausu fólki víða um heim. Mistök fyrri ríkisstjórnar var að tryggja skuldbindingar á innlendum innistæðum allra reikninga bankanna, sem gerði kröfur erlendra innistæðueigenda réttlætanlega.
Það er búið að borga íslenskum innistæðueigendum til baka á kostnað skuldara, á kostnað ríkisstofnana, með hærri sköttum og með ófyrirsjáanlegum samdrætti næstu árin, með sköpun vinstri ríkisstjórnar sem virðist því miður engu skárri en sú hægri. Það er mikil skriða óréttlætis í gangi og það virðist erfitt að spyrna við henni.
Þessi skriða virðist hafa hafist með óstjórnlegri græðgi meðal þeirra sem áttu mikið og vildu ekki bara meira, heldur margfalt meira. Henni var haldið við eftir að bankarnir hrundu með því loforðið ríkisstjórnarinnar að þetta fólk myndi ekki tapa peningum sínum af innlendum reikningum, og hefur orðið til þess að erlendir eigendur geri að sjálfsögðu sömu kröfu, enda afar varhugavert að gera upp á milli fólks í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi vegna þjóðernis þess eða búsetu.
Það sem vantar er réttlæti, kalt og hart.
Icesave-fyrirvörum breytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- AK-72
- ThoR-E
- Agnar Freyr Helgason
- Alfreð Símonarson
- Alvy Singer
- Anna
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Berglind Steinsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Dís
- Birna Guðmundsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Sæmundsson
- Björgvin Gunnarsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- Blogblaster
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bwahahaha...
- Börkur Gunnarsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Logi Sigurðsson
- Dofri Hermannsson
- Edda Sveinsdóttir
- Einar Indriðason
- Einar Jón
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Sara
- Eymar Plédel Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fararstjórinn
- FreedomFries
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gudrún Hauksdótttir
- Gulli litli
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Freyr Rúnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Sverrir Þór
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Erla Sumarliðadóttir
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Foster Hjartarson
- Gísli Tryggvason
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Karlsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Viðar
- Heidi Strand
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Ingvar Þór Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Johnny Bravo
- Jonni
- Jóhann Björnsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón V Viðarsson
- Jón Viktor Gunnarsson
- Jón Þór Bjarnason
- Jón Þór Ólafsson
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Karl Gauti Hjaltason
- Karl Tómasson
- Katan
- Ketill Sigurjónsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Heiða Valbergsdóttir
- Kolbrún Hilmars
- Konráð Ragnarsson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Hreinsson
- Kristján Kristjánsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Leikhópurinn Lotta
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magidapokus
- Magnús Árni Magnússon
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Kristjánsdóttir
- Millablog
- Neddi
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Kristinsson
- Ragnar Gunnarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Rannveig H
- Ransu
- Rut Sumarliðadóttir
- Róbert Björnsson
- Rúnar Már Bragason
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skafti Elíasson
- Skák.is
- Snorri Bergz
- Snuddi
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Steinki
- Steinn Hafliðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Arnarsson
- Sverrir Stormsker
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Helgason
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sólveig
- TARA
- Toshiki Toma
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tómas Þráinsson
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Víðir Ragnarsson
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- kiza
- mongoqueen
- Ásgerður
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Arnórsson
- Óskar Þorkelsson
- Óttar Felix Hauksson
- ÖSSI
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þröstur Helgason
- Þröstur Unnar
- Þóra Sigurðardóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórdís Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Agný
- Ari Jósepsson
- Árni Karl Ellertsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarki Þór
- Davíð Pálsson
- Dominus Sanctus.
- DÓNAS
- ESB og almannahagur
- Eygló
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- G Helga Ingadottir
- Gísli Sigurðsson
- Grétar Eiríksson
- Guðni Karl Harðarson
- Hafþór Baldvinsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Hörður Halldórsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jónatan Gíslason
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Lúðvík Lúðvíksson
- Marta B Helgadóttir
- Morgunblaðið
- Omnivore
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Antonsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Styrmir Reynisson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sævar Már Gústavsson
- Sölvi Breiðfjörð
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valur Arnarson
- Vestarr Lúðvíksson
Athugasemdir
Það er nýbúið að gera upp við alla bankastjóra gömlu bankanna, bæði laun í uppsagnafresti og alla þá bónusa sem þessir menn höfðu samið um. Við uppgjörið var miðað við þau ofurlaun sem þessir menn voru á. T.d. fékk Hreiðar Már Sigurðsson laun í 6 mánuði og voru mánaðarlaun hans 20 milljónir og síðan fékk hann einhver slatta af peningum fyrir bónusa. Fyrrum bankastórar gamla Landsbankans fengu greiddan sérstakan bónus fyrir hina snjöllu viðskiptahugmynd sem kallast Ivesave. Þetta voru í allt hátt í einn milljarð og var framkvæmt af skilanefndum bankanna, en farið hljótt
Jakob Falur Kristinsson, 18.10.2009 kl. 08:41
Ég ætla að bæta aðeins við, sem er að engum datt í hug að kyrrsetja þessa peninga.
Jakob Falur Kristinsson, 18.10.2009 kl. 08:43
Og hvað á maður að gera ef maður sér þennan bankastjóraviðbjóð á götunum!??
óli (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 09:07
Hrannar við fáum ekkert réttlæti. Íslandi er stjórnað af skilanefndum bankanna og þar ráða bara lögfræðingar. enuff said!
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.10.2009 kl. 09:41
Jakob Falur: afar sorglegt ef satt reynist. Ótrúlegt hvernig hægt er að reikna arð í prósentum sem nemur milljónum þrátt fyrir margra milljarða tap.
Óli: Góð spurning.
Jóhannes Laxdal: Lögfræðingar eru ekki það sama og lagatæknar, en hinir síðarnefndu virðast tröllríða samfélaginu og þykjast vera lögfræðingar. Það fær enginn réttlæti upp í hendurnar, fólk verður að berjast fyrir því með kjafti og klóm, og krefjast þess af mikilli staðfestu. Það þarf líka að vita um hvað það er að biðja. Því miður lítur út fyrir að á Íslandi hafi verið skapað skrímsli sem svo er notað af öðrum stærri skrímslum úti í heimi til að gera íslensku þjóðina að þrælum hins nýja og flata heims.
Hrannar Baldursson, 18.10.2009 kl. 11:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.