Nýjustu færslur
- Af hverju krefjast raunveruleg góðverk alltaf áreynslu?
- Um líkama og sál - Í tilefni áttræðisafmælis föður míns, Bald...
- Hrós til þjónustuborðs Costco
- Hætturnar sem felast í fáfræði
- Mistök og það sem við getum lært af þeim
- Heimspeki í morgunmat: að byrja hvern dag með krefjandi spurn...
- Af hverju trúum við stundum blekkingum frekar en því sanna?
- Meðan bærinn okkar brennur
- Ekki er allt gull sem glóir, en samt veljum við það
- Ofurkraftar okkar
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2024
2023
2021
2020
2019
2018
2017
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Er Krónan mannorð Íslendinga?
5.10.2009 | 13:21
Mér leið í morgun eins og ég hefði rekist á dánarfregn um gamlan og góðan vin.
Ég fór inn á norska heimabankann minn í dag og skoðaði erlendar greiðslur, en tók þá eftir ansi sérstökum texta neðst á síðunni:
Important information about payments to and from Iceland
The Icelandic authorities have placed the country's banks under administration. Due to the uncertain situation, we urge our customers to double check before sending payments to ensure that the payee still wants the funds to be sent to the specified account in an Icelandic bank.
Payments from Iceland/Icelandic banks will be credited our customers' accounts as usual as they are credited to the bank's account. Since the Icelandic crown (ISK) is still suspended, transactions cannot be executed in that currency.
Í raun erum við þjóð án gjaldmiðils, þannig að allt rifrildi um að hætta með eða halda í krónuna er tóm della, þar sem krónan er einfaldlega ekki lengur til. Krónan er dáin. Hún er lítið annað en minning um sjálfstæði okkar. Draugur efnishyggjunnar.
Spurningin er ekki hvort við tökum upp gjaldmiðil í staðinn fyrir krónuna, heldur hvort að við ætlum að taka upp einhvern gjaldmiðil yfir höfuð.
Mér leið virkilega illa yfir þessum stutta og snubbótta texta, enda líður mér eins og þetta sé vantraustsyfirlýsing yfir þjóðinni okkar, þó að meiningin sé líklega ekki sú, enda er ekki minnst á neinn annan gjaldmiðil sem alþjóðlegt vandamál annan en íslensku krónuna.
Ég hef tilhneigingu til að tengja saman gjaldmiðil okkar og mannorð þjóðarinnar, tilfinning sem kemur sjálfum mér töluvert á óvart.
Krónan hefur alla mína tíð verið eins og bros eða handarband, einhvers konar sjálfsagt traust milli vina; sem nú er horfið og hugsanlega glatað.
Hver getur treyst þjóð eða þegnum þjóðar sem hefur ekki efni á handarbandi?
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 778082
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- AK-72
- ThoR-E
- Agnar Freyr Helgason
- Alfreð Símonarson
- Alvy Singer
- Anna
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Berglind Steinsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Dís
- Birna Guðmundsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Sæmundsson
- Björgvin Gunnarsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- Blogblaster
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bwahahaha...
- Börkur Gunnarsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Logi Sigurðsson
- Dofri Hermannsson
- Edda Sveinsdóttir
- Einar Indriðason
- Einar Jón
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Sara
- Eymar Plédel Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fararstjórinn
- FreedomFries
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gudrún Hauksdótttir
- Gulli litli
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Freyr Rúnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Sverrir Þór
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Erla Sumarliðadóttir
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Foster Hjartarson
- Gísli Tryggvason
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Karlsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Viðar
- Heidi Strand
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Ingvar Þór Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Johnny Bravo
- Jonni
- Jóhann Björnsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón V Viðarsson
- Jón Viktor Gunnarsson
- Jón Þór Bjarnason
- Jón Þór Ólafsson
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Karl Gauti Hjaltason
- Karl Tómasson
- Katan
- Ketill Sigurjónsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Heiða Valbergsdóttir
- Kolbrún Hilmars
- Konráð Ragnarsson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Hreinsson
- Kristján Kristjánsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Leikhópurinn Lotta
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magidapokus
- Magnús Árni Magnússon
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Kristjánsdóttir
- Millablog
- Neddi
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Kristinsson
- Ragnar Gunnarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Rannveig H
- Ransu
- Rut Sumarliðadóttir
- Róbert Björnsson
- Rúnar Már Bragason
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skafti Elíasson
- Skák.is
- Snorri Bergz
- Snuddi
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Steinki
- Steinn Hafliðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Arnarsson
- Sverrir Stormsker
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Helgason
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sólveig
- TARA
- Toshiki Toma
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tómas Þráinsson
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Víðir Ragnarsson
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- kiza
- mongoqueen
- Ásgerður
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Arnórsson
- Óskar Þorkelsson
- Óttar Felix Hauksson
- ÖSSI
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þröstur Helgason
- Þröstur Unnar
- Þóra Sigurðardóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórdís Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Agný
- Ari Jósepsson
- Árni Karl Ellertsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarki Þór
- Davíð Pálsson
- Dominus Sanctus.
- DÓNAS
- ESB og almannahagur
- Eygló
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- G Helga Ingadottir
- Gísli Sigurðsson
- Grétar Eiríksson
- Guðni Karl Harðarson
- Hafþór Baldvinsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Hörður Halldórsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jónatan Gíslason
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Lúðvík Lúðvíksson
- Marta B Helgadóttir
- Morgunblaðið
- Omnivore
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Antonsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Styrmir Reynisson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sævar Már Gústavsson
- Sölvi Breiðfjörð
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valur Arnarson
- Vestarr Lúðvíksson
Athugasemdir
Óþarfi að dramatísera. Þetta er hinn kaldi raunveruleiki sem Steingrímur er alltaf að tala um. Við verðum að klára þetta icesave mál. Annars verðum við ekki gjaldgeng í samfélagi þjóðanna. Landsbankaglæpaklíkan stal úr sparibaukum Breta og Hollendinga í Nafni þjóðarinnar og við verðum að borga
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.10.2009 kl. 13:46
LOL - ekki gjaldgeng í hvaða samhengi.
Til að endurreisa "trading" þarf ekki annað en að losa um höftin. Flóknara er það ekki. Það er nákvæmlega það, að krónunni er haldið uppi við verðgildi, sem er ekki viðurkennt af markaðinum, sem veldur því, að erlendir aðilar versla ekki með hana.
Að sjálfsögðu, myndi verðgildi hennar undirskjóta meðal markaðsverð hennar, um nokkur skeið, á meðan að erlendir aðilar væru að losa fjármagn héðan. En, "ironically" þá hefði það í för með sér, nokkuð tap fyrir þá aðila, þ.e. hin svokölluðu krónubréf voru á sínum tíma, að sjálfsögðu gefin út skv. tilteknu krónugildi. Þannig, krónubréfahafar, munu tapa umtalsverðu fjármagni, meðan þessi brunasala fer fram, með svipuðum hætti og eigendur verðbréfa tapa þegar brunasal á verðbréfum á sér stað.
En, verðgildi krónunnar, mun síðan ná botni, þ.s. eftir allt saman, eru áfram til staðar í hagkerfinu verðmæti, sérstaklega útflutningur á áli og fiski, sem verður áfram til staðar. Þannig, að verðmætið getur aldrei orðið, eitthvað sambærilegt t.d. og verðmæti Zimbabvíska gjaldmiðilsins, heldur mun verðmætasköpunin, sem enn verður til staðar tryggja að verðfallið stöðvast á endanum og síðan einnig, að krónan muni á ný hækka að verðgildi upp í eitthvert jafnvægisverð sem sé eðlileg í ljósi stöðu raunstöðu hagkerfisins.
Gjaldmiðill, er í raun og veru, mælikvarði á stöðu viðkomandi hagkerfis, þ.e. gjaldmiðillinn hækkar þegar vel gengur en lækka þegar gengur ílla. Lágt gengi krónunnar í dag, er einfaldlega ekki enn orðið nógu lágt, en menn gleyma að það að við voru í bóluhagkerfi, þíðir að verðgildi krónunnar, var einnig verðbólgið. Verðbólan er farin af krónunni, en afleiðingar samdráttar hagkerfisin, eru ekki enn að fullu komin fram í verðgildi hennar.
Þetta er málið, Það þarf að koma krónunni aftur á flot, og það strax. Ekki skv. plani Seðlabanka Ísl. einhverntíma í framtíðinni. Einnig þarf að lækka vexti strax, og það með lögum. En, núverandi Seðlabankastjóri, var höfundur hávaxtastefnunnar á sínum tíma, sennilega var ráðning hans enn verri ráðstöfun en ráðning DO, þ.s. það var einmitt hávaxtastefnan er var stór hluti af því sem skapaði bóluhagkerfið á sínum tíma, en Seðlabankinn virðist misskilja hlutverk vaxta, sem er nánar tiltekið að halda aftur af þenslu í hagkerfinu, en nú er engin þensla til að halda aftur af, svo þ.e. fullkomlega óhætt að setja vexti strax niður í 1%. En, Seðlabankinn telur, að hlutverk vaxta sé að berjast gegn verðbólgu, en hérlendis þ.s. flest aðföng eru innflutt, þá er verðbólgan einungis komin til vegna lækkunar krónunnar, og síðan áframhaldandi lækkun hennar. Eina leiðin, til að stöðva það ferli, er akkúrat það, að lækka vexti og það mjög mikið. Það myndi styrkja gengi krónunnar þ.s. lægri vextir, myndu styrkja stöðu sjálfs hagkerfisins.
Stefna Seðlabankans, er ekkert annað en helstefna, sem mun koma bönkunum aftur í gjaldþrot, og það innan árs héðan í frá. Þ.s. allt of fáir hafa efni á að taka lán, á þeim okurkjörum er til staðar eru, þá hleðst fjármagn þess í stað upp á innlánsreikningum bankanna, það eru slæmar fréttir, vegna þess að innlán eru kostnaðarmegin í bókhaldi bankanna. Það þarf útlán, til að standa undir þeim, eftir allt saman, ef einhver er búinn að gleyma því. Þannig, að ef vextir eru ekki lækkaðir, og það mjög mikið, þá er enginn vafi á, að bankarnir fara á ný á rjúkandi hausinn.
Ég get tínt fleira til, eins og t.d. það að hátt vaxtastig veldur því að fleiri fyrirtæki og einstaklinga munu lenda í vandræðum með lán, og hætta að geta borgað af þeim. Það veldur því að minni innkoma verður af útistandandi lánum, annars vegar, og, hins vegar, að meira mun þurfa að afskrifa. Þannig, að háu vextirnir, magna upp núverandi taprekstur bankanna, sem hefur einnig fleiri ástæður, eins og kostnaðinn við að viðhalda rekstri fjölmargra zombí fyrirtækja, og tap vegna gengismisvægis innlendra og erlendra eigna, sem kemur til vegna viðvarandi hruns krónunnar. Bankarnir eru því, í mjög alvarlegum taprekstri. Ég hef heyrt töluna, 8 milljarðar per mánuð.
Þetta mun klára eigið fé þeirra, á innan við ári, héðan í frá.
---------------------
Þvert á móti, þá vil ég alls ekki klára Icesave, eins og Samfó vill. Því, þ.e. einmitt sem lægstur skuldabaggi, sem við þurfum að stefna að. Þess vegna, þurfum við að hætta við allar þessar planlögðu lántökur, sem munu ekki skila sér í hærra gengi krónunnar, þ.e. einfaldlega útilokað, á meðan um er að ræða nettó fjárstreymi úr landi, sem stafar af því að mjög margir sem skulda í erlendri mynnt, hafa ekki tekjur í erlendir mynnt, og verða því að skipta krónu tekjum, í erlendan gjaldeyri til að standa undir þeim skuldum.
þessir aðilar, eru fyrirtæki - einstaklingar - sveitarfélög - ímis opinber fyrirtæki og svo sjálft ríkið. En, slíkir viðvarandi fjármagnsútflutningar skapa stöðugan niðurávið þrýsting á gengið krónunnar, vegna þess að krónur þarf að prenta á móti til að viðhalda innlendu fjármagnsflæði, svo skortur á krónum í umferð framkalli ekki enn aukinn samdrátt. En, sú seðlaprentun eykur magn króna í heimshagkerfinu, sem verðfellir hana fullkomlega óhjákvæmilega.
Erlendur gjaldeyrisforði tekinn að láni, verður einfaldlega hluti af þessu vandamáli, þ.s. þær skuldir verða cirka 40% af erlendum skuldum ríkisins og því einnig hátt hlutfall vaxtagjalda-greiðslna, í erlendri mynnt nánar tiltekið, þannig að í sífellu ef nota á þann forða til að hamla frekara hruni krónunnar þá mun stöðugt þurfa að nota hluta af honum til að standa undir honum sjálfum. Ef hann er einnig notaður, til að mæta lækkunaráhrifum vegna annarra vaxtagreiðslna í erlendri mynnt, þá mun hann einfaldlega lækka enn hraðar. Svo, verður hann upurinn.
Þetta gengur ekki upp rökvísislega.
-------------------------------
Hið rétta, er að sleppa þessum lántökum, sem þá lækkar erlend vaxtagjöld og skuldir, sem þá minnkar tekjuþörf ríkissjóðs, og því kostnaður minnkar. Þ.s. kostnaður minnkar, er ekki þörf á eins stórum niðurskurði og einnig ekki eins miklum skattahækkunum; og nú eru plön uppi um.
En einnig, vegna þess að skuldir eru lægri, hefur ríkið einnig efni á að reka ríkissjóð með halla lengur, án þess að lenda í hættu á þroti. Þetta myndi milda stórlega áhrif kreppunnar, og framkalla hagvöxt mun fyrr en nú er útlit fyrir.
En, stórfelldur niðurskurður og skattahækkanir, eru hvorttveggja mjög öflugar samdráttar aðgerðir, sem er ekki akkúrat þ.s. við þurfum á að halda. Því, fyrr sem hagvöxtur kemst á, því fyrr geta tekjur almennings byrjað að hækka á ný og einnig tekjur fyrirtækja. Þá um leið, hækka tekjur ríkisins og halli hverfur smám saman. Einnig í beinu framhaldi, byrjar krónan að hækka á ný.
-------------------------
Endurreisn hagkerfisins, er forsenda fyrir endurreisn krónunnar. Hún er langt í frá ónýt. Þ.e. sama og segja að hagkerfið sé ónýtt, því krónan er mælikvarði á sjálft hagkerfið. Ekki nákvæmur, en almennt séð þegar hagvöxtur er í gangi, þá eykst eftirpsurn eftir krónum vegna vaxandi innlendra fjárfesting og eyðslu. Þannig, að uppsveifla og styrkur gjaldmiðils fer yfirleitt saman.
Það væru mjög alvarleg mistök í þessu samhengi, að ganga frá Icesave með þeim hætti sem Samfylkingin vill, því vaxtagjaldabyrðin af þeim samningum ofan á þá vaxtagjaldabyrði sem ríkisstjórnin hefur plön um, mun kæfa allann innlendan hagvöxt til langs tíma, - - og gríðarlegt útstreymi fjármagns, til að standa undir öllum þeim greiðslum, mun tryggja áframhaldandi lággengi krónu yfir það sama tímabil. Óhjákvæmilega, munu fylgja þeirri útkomu, mjög léleg líffskilyrði og viðvarandi fólksflótti.
Á endanum, ef þeirri helstefnu er fylgt, verðu Ísland að akkúrat því, sem talað hefur verið um, Kúpu Norðursins.
--------------------------
Hin stefnan, gæti tryggt hið akkúrat öfuga, þ.e. að hagvöxtur kæmit aftur til baka öflugur á ný, og hagsæld einnig. Sterk króna í ofanálag.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 5.10.2009 kl. 15:46
Þetta er ömurlegt all saman. Við erum í sjálfsheldu sem við þurfum að koma okkur úr. Til þess þurfum við að semja, semja, semja. Klára Icesave og girða fyrir það að svona rán geti komið fyrir aftur. Við höfum ekki ótakmarkaðan tíma til að rífast og rugla um þetta mál . Því miður virðast vera tréhausar í öllum skúmaskotum hérna sem halda að við getum bara lokað á samfélag þjóðanna, sett undir okkur hausinn og haldið áfram án þess að standa við þær skuldbindingar sem búið er að gera.
Við erum ekki nafli alheimsins þó margir íslendingar haldi það.Við munum þurfa að éta það sem úti frýs ef við semjum ekki um þessar skuldir.
Ína (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 15:57
Ég held að Ína hafi lög að mæla þó manni verði óglatt við tilhugsunina.
Finnur Bárðarson, 5.10.2009 kl. 17:07
Króna er bara króna og hún hefur ekkert að gera með mannorð eða æru þess sem notar hana .
Það er mjög einfalt að prufa hvort hún virkar, til dæmis með því að rölta með krónur í vasanum út búð og reyna að skipta þeim. Ef krónan virkar þá á að vera hægt að fá henni skipt í raunveruleg verðmæti til dæmis mjólk eða kaffi.
Guðmundur Jónsson, 5.10.2009 kl. 20:27
Tökum upp landeyri.
Billi bilaði, 6.10.2009 kl. 06:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.