Hvað kemur það okkur við þó að Davíð haldi framhjá konu sinni reglulega?

alg_david_letterman

Ég sá þetta á Eyjunni áðan. Bókstafsmaðurinn Davíð viðurkenndi í gærkvöldi fyrir framan myndavélar að hann hefði haft kynmök með konum sem hafa starfað fyrir hann. Allt varð brjálað. Hvílíkt hneyksli! Hvílík karlremba! Hvílíkt hitt og þetta!

Nú er Davíð frekar frægur maður og þekktur fyrir sinn húmor, en honum virðist hafa verið alvara. Einhver óvandaður einstaklingur hafði nefnilega reynt að kúga út úr honum tvær milljónir dollara, annars myndi hann skrifa kvikmyndahandrit og gefa út bók um framhjáhöld Davíðs.

Ekki beint stysta leiðin eða trúverðug saga, enda lítur Davíð út eins og Gúffi. Hins vegar veltir maður fyrir sér hvort að sumar konur komist áfram með kynlífi við valdamikla menn, og þá einnig, til að vera pólitískt á réttum meiði, hvort að karlar komist áfram með kynlífi við valdamiklar konur, og til að vera enn pólitískt réttari hvort að samkynhneigðir komist áfram með kynlífi við samkynhneigða.

Hinn pólitísk rétti heimur er orðinn það flókinn að ég er farinn að velta fyrir mér alvarlega að vera pólitískt rangur hér eftir.

Davíð svaf hjá fullt af stúlkum sem vildu sjálfsagt nota tækifærið og komast áfram í atvinnulífinu? Er eitthvað að því á tímum þar sem getnaðarvarnir koma hæglega í veg fyrir getnað og engin áhætta fylgir þar með athæfinu? Eða þýðir þetta að Davíð hafi brotið gegn trúnaði við konu sína, og ef hann hefur brotið gegn trúnaði við konu sína, að honum sé ekki treystandi lengur?

Treystandi til hvers?

Jú, hann segir brandara og gerir sitt besta til að láta ekki taka sig of alvarlega. Ef við hlæjum, er það trúnaðaryfirlýsing? Ef við hlæjum ekki, hvað þá?

Þurfum við að treysta þeim sem segir brandarann til að hann sjálfur verði ekki brandarinn?

 

Hér er myndbandið af játningu Bókstafsmannsins Davíðs:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

HAAHHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA Ég skellihló yfir þessum TITLI .. SNILLD.. þú ert úrvalspenni.

Brynjar Jóhannsson, 2.10.2009 kl. 18:22

2 Smámynd: Ómar Ingi

Segðu

Ómar Ingi, 3.10.2009 kl. 03:09

3 Smámynd: Offari

Þegar menskur maður

meyjar horfir á

Oft þá gerist graður

og gellu fer upp á.

Offari, 3.10.2009 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband